Erlent

Seldi vopn til Írak

Ríkissaksóknari í Úkraínu rannsakar nú hvort fyrirtæki í Kiev, höfuðborg landsins, hafi selt og reynt að smygla flugskeytum til uppreisnarmanna í Írak. Hvorki hefur verið gefið upp hvaða fyrirtæki er um að ræða né hversu mörgum flugskeytum kann að hafa verið smyglað til Íraks. Talsmaður ríkissaksóknara segir að einnig sé verið að rannsaka hvort fjórir menn frá Grikklandi, Pakistan og Írak hafi reynt að ráða málaliða til að aðstoða uppreisnarmenn í stríðinu gegn Bandaríkjamönnum í Írak. Grunur leikur á að þeir hafi reynt að setja upp æfingabúðir fyrir málaliða í Úkraínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×