Sport

Sænskir fjölmiðlar stórorðir

Svíar rúlluðu upp Íslendingum sem áttu aldrei möguleika segja sænskir fjölmiðlar um landsleik Íslendinga og Svía í forkeppni HM á Laugardalsvelli í gær. Eins og flestir væntanlega vita fór leikurinn 4-1 fyrir Svíþjóð. Svíar eru nú bestir í heiminum; í eldfjallafótbolta og þrátt fyrir ömurlegt veður varð kvöldið fallegt því ísbirnirnir voru hreinlega rassskelltir á heimavelli, segir í sænska dagblaðinu Aftonbladet í dag. Það var aldrei hætta á ferðum, heldur blaðið áfram, þar sem sænska landsliðið spilaði bolta í heimsklassa. Það sama verði hins vegar ekki sagt um íslenska liðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×