Erlent

Hóta sniðgöngu

Stærsti stjórnmálaflokkur súnníta í Írak hefur aftur hótað að sniðganga kosningarnar sem fram eiga að fara í janúar, verði þeim ekki frestað. Leiðtogi flokksins, Fouad Al-Raoui, sagði ástæðuna vera þá að þeir séu sannfærðir um að það sé ekki hægt að halda kosningar í lok janúar þar sem öryggi sé ekki tryggt og því ætti að fresta þeim um hálft ár. Hann sagði að Írak væri hvorki nógu öruggt fyrir frambjóðendur, að heyja kosningabaráttu, né fyrir kjósendur, að fara á kjörstað. Hótunin um sniðgöngu kom daginn eftir að flokkurinn birti lista yfir frambjóðendur sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×