Neyðast til að flytja úr landi 8. desember 2004 00:01 Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Gengi krónunnar hefur risið gríðarlega undanfarnar vikur, ekki síst eftir nýlega vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir. Neytendur sjá fram á góssentíð með ódýru morgunkorni og jafnvel ódýrara bensíni. En það fagna ekki allir. Fyrir fyrirtæki í útflutningi er sterkt gengi krónunnar ávísun á magra tíma. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, segir útflutningsgreinarnar þó hafa verið búnar við þeirri þróun sem nú á sér stað. Svona ástand hafi sést áður og það varði ekki lengi. Hann segir að menn reyni einfaldlega í svona ástandi að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til að standa undir svona háu gengi. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið slæmar ef ekki hægist um í bráð. Sterk staða krónunnar hefur þó líka sína kosti, enda allar vörur sem kaupa þarf erlendis frá til viðhalds og framleiðslu ódýrari fyrir vikið. Jón segir að með lækkun dollarans lækki olíuverð og fleira einnig þannig að einhver jákvæð áhrif fylgi ástandinu. Hann segir útflutning ekki hafa dregist saman en svo gæti farið. Töluvert hafi verið um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína út á undanförnum misserum, sér í lagi til Eystrasaltsríkjanna, og auknig gæti orðið á því ef fram heldur sem horfir. Frjálst fall dollarans hefur hins vegar blessunarlega minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna að sögn Jóns. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Gengi krónunnar hefur risið gríðarlega undanfarnar vikur, ekki síst eftir nýlega vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir. Neytendur sjá fram á góssentíð með ódýru morgunkorni og jafnvel ódýrara bensíni. En það fagna ekki allir. Fyrir fyrirtæki í útflutningi er sterkt gengi krónunnar ávísun á magra tíma. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, segir útflutningsgreinarnar þó hafa verið búnar við þeirri þróun sem nú á sér stað. Svona ástand hafi sést áður og það varði ekki lengi. Hann segir að menn reyni einfaldlega í svona ástandi að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til að standa undir svona háu gengi. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið slæmar ef ekki hægist um í bráð. Sterk staða krónunnar hefur þó líka sína kosti, enda allar vörur sem kaupa þarf erlendis frá til viðhalds og framleiðslu ódýrari fyrir vikið. Jón segir að með lækkun dollarans lækki olíuverð og fleira einnig þannig að einhver jákvæð áhrif fylgi ástandinu. Hann segir útflutning ekki hafa dregist saman en svo gæti farið. Töluvert hafi verið um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína út á undanförnum misserum, sér í lagi til Eystrasaltsríkjanna, og auknig gæti orðið á því ef fram heldur sem horfir. Frjálst fall dollarans hefur hins vegar blessunarlega minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna að sögn Jóns.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira