Lykilatriði að leita ráðgjafar 6. september 2004 00:01 "Lykilatriði er að fólk leiti ráðgjafar í banka sínum eða sparisjóði," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, um þá kosti sem fólki standa til boða varðandi fjármögnun og endurfjármögnun húsnæðislána. "Mjög persónubundið getur verið eftir aðstæðum fólks hvað hentar best," segir hann og telur fólk ekki þurfa að hlaupa til í endurfjármögnun, heldur sé vænlegra að gefa sér tíma. "Einn til tveir mánuðir breyta ekki öllu," segir hann. Þó svo að myntkörfulán kunni við fyrstu sýn að virðast mun hagstæðari en lán í krónum, segir Guðjón mikilvægt að hafa í huga að þau feli í sér áhættu. "Það sýnir ekki rétta mynd að reikna slíkt lán út frá óbreyttum forsendum miðað við daginn í dag. Gengið hreyfist til og frá og svo geta vextir líka breyst erlendis, rétt eins og hér heima," segir hann og bendir á að undanfarið hafi vaxtaþróun ytra frekar verið til hækkunar. Guðjón segir sveiflur í afborgunum jafnast út yfir lengri tíma, en bendir um leið á að ýmislegt geti orðið til að fólk þurfi að breyta láni eða selja og greiða upp og engin trygging sé fyrir hagstæðum aðstæðum á þeim tímapunkti. Þá þarf ekki að horfa lengra aftur en til ársins 2001 til að finna dæmi um gengissveiflur sem leitt hefðu getað til verulegra aukningar afborgana hjá fólki með lán í erlendri mynt. Guðjón segir allt benda til að breytingar á lánakjörum til almennings nú séu bara fyrstu skrefin á langri braut þar sem eigi eftir að bætast við fleiri kostir í útlánum og samkeppni aukist enn. Hann telur jafnvel líklegt að erlend fjármálafyrirtæki muni leitast við að bjóða hér ýmsa þjónustu, svo sem húsnæðislán, í samkeppni, eða jafnvel samstarfi, við bankastofnanir sem hér eru fyrir og segist sjálfur vita til þess að erlendar bankastofnanir séu að hugleiða þau mál. Á heildina litið telur Guðjón bjart yfir. "Við erum að horfa upp á mikla raunvaxtalækkun auk þess sem bankar hafa stækkað tífalt frá árinu 1997. Allar líkur eru á að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa haldi áfram að minnka," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá 3 milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
"Lykilatriði er að fólk leiti ráðgjafar í banka sínum eða sparisjóði," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, um þá kosti sem fólki standa til boða varðandi fjármögnun og endurfjármögnun húsnæðislána. "Mjög persónubundið getur verið eftir aðstæðum fólks hvað hentar best," segir hann og telur fólk ekki þurfa að hlaupa til í endurfjármögnun, heldur sé vænlegra að gefa sér tíma. "Einn til tveir mánuðir breyta ekki öllu," segir hann. Þó svo að myntkörfulán kunni við fyrstu sýn að virðast mun hagstæðari en lán í krónum, segir Guðjón mikilvægt að hafa í huga að þau feli í sér áhættu. "Það sýnir ekki rétta mynd að reikna slíkt lán út frá óbreyttum forsendum miðað við daginn í dag. Gengið hreyfist til og frá og svo geta vextir líka breyst erlendis, rétt eins og hér heima," segir hann og bendir á að undanfarið hafi vaxtaþróun ytra frekar verið til hækkunar. Guðjón segir sveiflur í afborgunum jafnast út yfir lengri tíma, en bendir um leið á að ýmislegt geti orðið til að fólk þurfi að breyta láni eða selja og greiða upp og engin trygging sé fyrir hagstæðum aðstæðum á þeim tímapunkti. Þá þarf ekki að horfa lengra aftur en til ársins 2001 til að finna dæmi um gengissveiflur sem leitt hefðu getað til verulegra aukningar afborgana hjá fólki með lán í erlendri mynt. Guðjón segir allt benda til að breytingar á lánakjörum til almennings nú séu bara fyrstu skrefin á langri braut þar sem eigi eftir að bætast við fleiri kostir í útlánum og samkeppni aukist enn. Hann telur jafnvel líklegt að erlend fjármálafyrirtæki muni leitast við að bjóða hér ýmsa þjónustu, svo sem húsnæðislán, í samkeppni, eða jafnvel samstarfi, við bankastofnanir sem hér eru fyrir og segist sjálfur vita til þess að erlendar bankastofnanir séu að hugleiða þau mál. Á heildina litið telur Guðjón bjart yfir. "Við erum að horfa upp á mikla raunvaxtalækkun auk þess sem bankar hafa stækkað tífalt frá árinu 1997. Allar líkur eru á að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa haldi áfram að minnka," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá 3 milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira