Erlent

Janúkovitsj meinað að stjórnarráði

Um eitt þúsund mótmælendur skrýddir appelsínugulum lit slógu skjaldborg um stjórnarráð Úkraínu í gær og vörnuðu Viktor Janúkovitsj forsætisráðherra inngöngu og gat hann því ekki kallað saman ráðuneytisfund. Mótmælendurnir segjast hafa gert þetta til að fá Janúkovitsj til að sjá að sér og viðurkenna sigur Viktors Júsjenkó í kosningunum. Janúkovitsj hefur sent hæstarétti Úkraínu fjórar kærur vegna kosninganna sem rétturinn á eftir að fara yfir og taka afstöðu til. Mótmælendum fækkaði þegar ljóst varð að Janúkovitsj myndi ekki boða til ráðuneytisfundar í stjórnarráðinu heldur utan Kænugarðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×