Erlent

Dýr flúðu flóðbylgjuna

Á meðan rúmlega 22 þúsund manns hafa týnt lífinu í Sri Lanka í hörmungunum í suðaustur-Asíu kemur það mönnum á óvart að engin dýrshræ hafa fundist að ráði í Yala-þjóðgarðinum . Gehan de Silva Wijeyeratne, hóteleigandi í þjóðgarðinum segist hafa fundið mörg mannslík en ekki eitt einasta dýrshræ, en dýralíf er með fjölskrúðugasta móti í Yala. Wijeyeratne giskar á að dýrin hafi fundið eitthvað utan á sér og forðað sér á hálendið áður en flóðbylgjan skall á land. "Kannski hafa dýr sjötta skilningarvitið," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×