Erlent

28 létust í Írak í morgun

Að minnsta kosti 28 manns eru látnir eftir sprengingu í Baghdad, þegar lögreglumenn gerðu áhlaup á hús skæruliða í morgun. Lögreglumenn réðust að húsinu eftir að þeim barst tilkynning um að skæruliðar héldu sig innandyra. Ekkert lát er á hryðjuverkum í Írak og ekki er lengra síðan en í gær að skæruliðar gerðu árásir á nokkrar lögreglustöðvar og drápu 23 lögreglumenn og hermenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×