Erlent

Vill ekki stjórnarfund

Viktor Júsjenkó, sigurvegari endurtekinna forsetakosninga í Úkraínu hefur kvatt stuðningsmenn sína til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir fund ríkisstjórnar landsins í dag. Viktor Janúkóvitsj, sem sigraði í fyrri umferð kosninganna sem síðar var ógilt, neitar að samþykkja sigur Júsjenkó og hyggst stjórna ríkisstjórnarfundi í dag. Júsjenkó hefur hins vegar biðlað til stuðningsmanna sinna að mynda varnarvegg í kringum þinghúsið í Kænugarði, svo að ekki verði hægt að halda fundinn. Fráfarandi forseti Úkraínu, Leonid Kútsma, hefur ekki enn skrifað undir formlega staðfestingu á að Júsjenkó skuli taka við embættinu og er það talinn ástæða þess að Janúkóvitsj hyggist láta sem hann sé enn við völd. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar að kosningarnar hafi verið löglegar að þessu sinni og allir aðilar ættu að sætta sig við Júsjenkó sem nýjan forseta landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×