Erlent

Bróðirinn varð eftir í fangelsinu

Ungur fangi slapp úr sænsku fangelsi með því að skiptast á fötum við eineggja tvíburabróður sinn. Fanginn, sem er átján ára og hafði nýlega verið dæmdur í tíu mánaða betrunarvist fyrir líkamsárás og rán, var skilinn eftir ásamt tvíburabróður sínum í klefa og gekk út sem frjáls maður eftir að hafa farið í föt bróður síns. Bróðir hans skýrði síðan fangavörðunum frá því að hann væri ekki sá sem þeir héldu og var gengið úr skugga um sannleiksgildi þess með því að taka af honum fingraför. Hann var síðan handtekinn fyrir að hjálpa refsifanga en sleppt nokkrum klukkustundum síðar. Hann gæti hins vegar staðið frammi fyrir ákæru þótt síðar verði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×