Þrælahald nútímans og Jósef Stalín 22. desember 2004 00:01 Styrjaldir og kúgun - Borgþór S. Kjærnested Um þessar mundir birtist hver bókin á fætur annarri um hryðjuverkamenn fyrri tíma sem í krafti ríkisstjórna hafa stundað stórtæk hryðjuverk gagnvart eigin þegnum. Hörmulegasta dæmið er nýútkomin bók um stjórnartíð Jósefs Stalíns og það einræði sem honum tókst að koma sér upp árið 1932, afbrotaliði sínu til verndar og sem ekki lauk fyrr en með fráfalli hans í mars 1953. Samfelldri kúgun, hryðjuverkum, fjöldaaftökum, einstökum morðum undir yfirskini umferðarslysa, ofsóknum í garð einstakra stétta menntafólks, herforingja, þjóðarbrota sem engan endi tók ár eftir ár. Beitt var kerfisbundnum stjórnvaldsaðgerðum sem leiddu til stórfelldrar hungursneyðar meðal íbúa heilla landssvæða. Sagnfræðingurinn og fréttamaðurinn Simon Sebag Montefiore sat nær allan tíunda áratug síðustu aldar og fletti skjölum leynilögreglu Sovétríkjanna. Hún var síðast þekkt undir nafninu KGB, áður NKVD og þar áður GPU. Bókin lýsir örlögum samverkamanna, sem margir urðu fórnarlömb eigin bragða, og pyntingum og morðum sem voru skipulögð persónulega á hæstu stöðum undir forustu Stalíns sjálfs. Að sjálfsögðu eru þetta sorglegar og ógnvekjandi staðreyndir í augum allra sem hafa átt sér draum um möguleika sósíalismans til að skapa betra þjóðfélag með því að byggja nýtt. Mörgum kemur eflaust í hug að mat jafnaðarmanna hafi á sínum tíma verið betri leið, að bæta það sem fyrir var og sveigja í átt að þörfum ALLRA íbúa. Skapa víxlsverkan hagsmunanna undir friðsamlegum formerkjum lýðræðislegs stjórnarfars. Það er að sjálfsögðu ekki sósíalismi að senda nær 30 milljónir manna í vinnubúðir til að verða ódýrt vinnuafl til að byggja upp hagvöxt og aukin lífsgæði með ókeypis sjúkrahúsum og fræðslustofnunum fyrir þá sem fengu að ganga lausir. En þeir bjuggu hins vegar við stöðugan ótta um að verða næstir inn í Gúlagið! Tæplega 30 milljónir manna voru fluttar í þrælkunarbúðir á 20 ára tímabili. Af þeim fórust um 21 milljón manns. Árin 1947-1948, á dögum Krútsjoffs sem "forsætisráðherra" Stalíns í Úkraínu, lést nær 1 milljón manns úr hungri. Þegar jafnvel þessum blóði drifna manni ofbauð ástandið og lagði til skattalækkanir til bænda, var honum vikið frá völdum. Þótti heppinn að verða ekki skotinn. Þessar tölur ná ekki til mannfórna vegna síðari heimsstyrjaldar. Á þessu sést að Adolf Hitler er "ekki nema" hálfdættingur á við Jósef Stalín. Aðrar helfarir svo sem Pol Pot ónefndar. Í ljós kemur að aðrar ofsóknir í heimssögu síðustu alda verða hégómi einn við þennan samanburð. En svo vaknar áleitin spurning; hverju eru menn bættari með því að velta sér upp úr þessum mannréttindabrotum fyrri tíma? Þetta fólk er hvort sem allt horfið yfir móðuna miklu og verður ekki endurheimt né beðið afsökunar!? Er þetta ekki hvort sem er liðin tíð? Nei, þetta er ekki liðin tíð. Fyrir fáum árum fóru fram fjöldamorð í okkar heimshluta á Balkanskaga. Enn er verið að grafa upp úr fjöldagröfum lík saklausra borgara og bera á þau kennsl, vinna úr sálrænum afleiðingum ofbeldis á borð við pyntingar og nauðganir. Þær raddir heyrast að stórstílað vinnubúðaþrælahald sé liðin tíð, þrælkun til að lækka vöruverð og auka hagsæld sé ekki lengur við líði. Þetta er hins vegar mikill misskilningur. Kommúnista-Kína rekur í dag umfangsmestu þrælavinnubúðir heimsins. Það er mönnum greitt kaup, 20 kr á dag, vinnutíminn er milli 14 og 16 tímar á dag, 7 daga vikunnar. Fjórir frídagar á ári. Menn komast iðulega ekki heim til sín í fríum þessa fjóra daga, hvorki eru efni né tími nægileg til að yfirgefa búðirnar. Þetta vita menn. Það mun enginn geta komið eftir 40 ár og sagt: "Við vissum þetta ekki." Þessar þrælkunarbúðir bjóða okkur Vesturlandabúum upp á ódýrari vörur, meiri lífsgæði ofan á það sem fyrir er. Þetta fer fram með vitund og vilja kínverskra stjórnvalda og er því ekki hægt að bera alveg saman við aðstæður á Indlandi. Munurinn er þó ekki mikill. Þrælkun fólks á báðum stöðum. Ýmis jákvæð teikn eru á lofti. Verkalýðshreyfingunni hefur tekist að fá örfá stórfyrirtæki í lið með sér, t.d. í Kína, eins og IKEA. Þeir standa að kröfunni um réttindi verkafólks. Íslensk verkalýðshreyfing á mikið lof skilið fyrir virka þátttöku í alþjóðastarfi verkalýðshreyfingarinnar, þrátt fyrir lítil efni. Barátta sjómanna við þrælakjör á sjónum er endalaus. Iðnaðarmannasamtökin hafa stutt aðgerðir í Kína og víðar, samtök opinberra starfsmanna í Suður-Kóreu og samtök verslunarmanna hafa sinnt verkefnum á Balkanskaga og víðar. Síðast en ekki síst Efling með beinu samstarfi við verkalýðsfélögin í Búlgaríu sem tengjast fyrirtækjum í eigu íslenskra aðila. Áfram verður vonandi haldið á þessari braut, braut sem allir landsmenn mega vera stoltir af að styðja og styrkja. Þannig gerum við tvennt. Stöndum vörð um þróun og eflingu okkar eigin velferðarkerfis á sama tíma og menn taka þátt í að byggja upp og skapa lífvænlegar forsendur framfara, menntunar og velferðar í þessum löndum meðal almennra íbúa landanna. Slík þróun eflir og styrkir friðvænlegri heim þegar til lengri tíma er litið. Sameinuðu þjóðirnar starfa á svo margþættum sviðum. Samstarf um hernað á hendur harðstjórum sem hentar Bandaríkjamönnum hverju sinni er mest áberandi. Samþykktir SÞ snúast um atriði eins og þríliða samstarf vinnumarkaðarins. Þar er kveðið á um rétt fólks til að bindast samtökum um kaup og kjör. Í því starfi ber ekki aðeins verkalýðshreyfingin ábyrgð, þó mönnum sýnist svo. Ábyrgð atvinnurekenda er ekki minni en ríkisvaldsins í þessum efnum. Það er þetta starf sem byggja verður undir í okkar heimshluta, í Rússlandi og fyrrverandi austantjaldsríkjum. Alþjóðasamtök verða að koma að þessari þróun í Kína. Þangað til eigum við að velta vandlega fyrir okkur hvort við látum freistast til að kaupa ódýrt glingur og dót þaðan. Ég hef látið slík innkaup eiga sig undanfarin ár og mun halda áfram að gera svo þangað til vinnubúðir þar í landi verða aflagðar. Látum ekki svita, tár og angist þrælkunarbúðafólks í Kína verða undirstöðu velferðarþjóðfélagsins okkar. Gerum þá kröfu til þeirra sem stunda viðskipti við Kína að þeir setji fram kröfur um réttindi fólks í samræmi við samþykktir SÞ sem Kínverjar sjálfir hafa staðfest og fullgilt sem aðili að SÞ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Styrjaldir og kúgun - Borgþór S. Kjærnested Um þessar mundir birtist hver bókin á fætur annarri um hryðjuverkamenn fyrri tíma sem í krafti ríkisstjórna hafa stundað stórtæk hryðjuverk gagnvart eigin þegnum. Hörmulegasta dæmið er nýútkomin bók um stjórnartíð Jósefs Stalíns og það einræði sem honum tókst að koma sér upp árið 1932, afbrotaliði sínu til verndar og sem ekki lauk fyrr en með fráfalli hans í mars 1953. Samfelldri kúgun, hryðjuverkum, fjöldaaftökum, einstökum morðum undir yfirskini umferðarslysa, ofsóknum í garð einstakra stétta menntafólks, herforingja, þjóðarbrota sem engan endi tók ár eftir ár. Beitt var kerfisbundnum stjórnvaldsaðgerðum sem leiddu til stórfelldrar hungursneyðar meðal íbúa heilla landssvæða. Sagnfræðingurinn og fréttamaðurinn Simon Sebag Montefiore sat nær allan tíunda áratug síðustu aldar og fletti skjölum leynilögreglu Sovétríkjanna. Hún var síðast þekkt undir nafninu KGB, áður NKVD og þar áður GPU. Bókin lýsir örlögum samverkamanna, sem margir urðu fórnarlömb eigin bragða, og pyntingum og morðum sem voru skipulögð persónulega á hæstu stöðum undir forustu Stalíns sjálfs. Að sjálfsögðu eru þetta sorglegar og ógnvekjandi staðreyndir í augum allra sem hafa átt sér draum um möguleika sósíalismans til að skapa betra þjóðfélag með því að byggja nýtt. Mörgum kemur eflaust í hug að mat jafnaðarmanna hafi á sínum tíma verið betri leið, að bæta það sem fyrir var og sveigja í átt að þörfum ALLRA íbúa. Skapa víxlsverkan hagsmunanna undir friðsamlegum formerkjum lýðræðislegs stjórnarfars. Það er að sjálfsögðu ekki sósíalismi að senda nær 30 milljónir manna í vinnubúðir til að verða ódýrt vinnuafl til að byggja upp hagvöxt og aukin lífsgæði með ókeypis sjúkrahúsum og fræðslustofnunum fyrir þá sem fengu að ganga lausir. En þeir bjuggu hins vegar við stöðugan ótta um að verða næstir inn í Gúlagið! Tæplega 30 milljónir manna voru fluttar í þrælkunarbúðir á 20 ára tímabili. Af þeim fórust um 21 milljón manns. Árin 1947-1948, á dögum Krútsjoffs sem "forsætisráðherra" Stalíns í Úkraínu, lést nær 1 milljón manns úr hungri. Þegar jafnvel þessum blóði drifna manni ofbauð ástandið og lagði til skattalækkanir til bænda, var honum vikið frá völdum. Þótti heppinn að verða ekki skotinn. Þessar tölur ná ekki til mannfórna vegna síðari heimsstyrjaldar. Á þessu sést að Adolf Hitler er "ekki nema" hálfdættingur á við Jósef Stalín. Aðrar helfarir svo sem Pol Pot ónefndar. Í ljós kemur að aðrar ofsóknir í heimssögu síðustu alda verða hégómi einn við þennan samanburð. En svo vaknar áleitin spurning; hverju eru menn bættari með því að velta sér upp úr þessum mannréttindabrotum fyrri tíma? Þetta fólk er hvort sem allt horfið yfir móðuna miklu og verður ekki endurheimt né beðið afsökunar!? Er þetta ekki hvort sem er liðin tíð? Nei, þetta er ekki liðin tíð. Fyrir fáum árum fóru fram fjöldamorð í okkar heimshluta á Balkanskaga. Enn er verið að grafa upp úr fjöldagröfum lík saklausra borgara og bera á þau kennsl, vinna úr sálrænum afleiðingum ofbeldis á borð við pyntingar og nauðganir. Þær raddir heyrast að stórstílað vinnubúðaþrælahald sé liðin tíð, þrælkun til að lækka vöruverð og auka hagsæld sé ekki lengur við líði. Þetta er hins vegar mikill misskilningur. Kommúnista-Kína rekur í dag umfangsmestu þrælavinnubúðir heimsins. Það er mönnum greitt kaup, 20 kr á dag, vinnutíminn er milli 14 og 16 tímar á dag, 7 daga vikunnar. Fjórir frídagar á ári. Menn komast iðulega ekki heim til sín í fríum þessa fjóra daga, hvorki eru efni né tími nægileg til að yfirgefa búðirnar. Þetta vita menn. Það mun enginn geta komið eftir 40 ár og sagt: "Við vissum þetta ekki." Þessar þrælkunarbúðir bjóða okkur Vesturlandabúum upp á ódýrari vörur, meiri lífsgæði ofan á það sem fyrir er. Þetta fer fram með vitund og vilja kínverskra stjórnvalda og er því ekki hægt að bera alveg saman við aðstæður á Indlandi. Munurinn er þó ekki mikill. Þrælkun fólks á báðum stöðum. Ýmis jákvæð teikn eru á lofti. Verkalýðshreyfingunni hefur tekist að fá örfá stórfyrirtæki í lið með sér, t.d. í Kína, eins og IKEA. Þeir standa að kröfunni um réttindi verkafólks. Íslensk verkalýðshreyfing á mikið lof skilið fyrir virka þátttöku í alþjóðastarfi verkalýðshreyfingarinnar, þrátt fyrir lítil efni. Barátta sjómanna við þrælakjör á sjónum er endalaus. Iðnaðarmannasamtökin hafa stutt aðgerðir í Kína og víðar, samtök opinberra starfsmanna í Suður-Kóreu og samtök verslunarmanna hafa sinnt verkefnum á Balkanskaga og víðar. Síðast en ekki síst Efling með beinu samstarfi við verkalýðsfélögin í Búlgaríu sem tengjast fyrirtækjum í eigu íslenskra aðila. Áfram verður vonandi haldið á þessari braut, braut sem allir landsmenn mega vera stoltir af að styðja og styrkja. Þannig gerum við tvennt. Stöndum vörð um þróun og eflingu okkar eigin velferðarkerfis á sama tíma og menn taka þátt í að byggja upp og skapa lífvænlegar forsendur framfara, menntunar og velferðar í þessum löndum meðal almennra íbúa landanna. Slík þróun eflir og styrkir friðvænlegri heim þegar til lengri tíma er litið. Sameinuðu þjóðirnar starfa á svo margþættum sviðum. Samstarf um hernað á hendur harðstjórum sem hentar Bandaríkjamönnum hverju sinni er mest áberandi. Samþykktir SÞ snúast um atriði eins og þríliða samstarf vinnumarkaðarins. Þar er kveðið á um rétt fólks til að bindast samtökum um kaup og kjör. Í því starfi ber ekki aðeins verkalýðshreyfingin ábyrgð, þó mönnum sýnist svo. Ábyrgð atvinnurekenda er ekki minni en ríkisvaldsins í þessum efnum. Það er þetta starf sem byggja verður undir í okkar heimshluta, í Rússlandi og fyrrverandi austantjaldsríkjum. Alþjóðasamtök verða að koma að þessari þróun í Kína. Þangað til eigum við að velta vandlega fyrir okkur hvort við látum freistast til að kaupa ódýrt glingur og dót þaðan. Ég hef látið slík innkaup eiga sig undanfarin ár og mun halda áfram að gera svo þangað til vinnubúðir þar í landi verða aflagðar. Látum ekki svita, tár og angist þrælkunarbúðafólks í Kína verða undirstöðu velferðarþjóðfélagsins okkar. Gerum þá kröfu til þeirra sem stunda viðskipti við Kína að þeir setji fram kröfur um réttindi fólks í samræmi við samþykktir SÞ sem Kínverjar sjálfir hafa staðfest og fullgilt sem aðili að SÞ.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar