Erlent

11 Afgönum sleppt

11 Afgönum var í dag sleppt úr fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu, eftir að hafa verið þar í haldi í þrjú ár. Grunur lék á að þeir tengdust Talibönum, en svo reyndist ekki vera. Fangarnir fyrrverandi sögðust við komuna til Afganistans telja að bæta ætti þeim skaðann. Þeir sögðust ekki hafa sætt illri meðferð. Talsmaður hópsins sagði að hann hefði sjálfur verið yfirheyrður 150 sinnum meðan á fangavistinni stóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×