Erlent

Stakk mann til bana í Lundúnum

Óður maður drap einn og stórslasaði fimm í Lundúnum í dag. Hann gekk berserksgang í norðurhluta borgarinnar og stakk þar fólk, að því er virðist af handahófi. Fórnarlömbin voru af báðum kynjum og ólíkum kynþáttum. Maðurinn ók um, renndi sér upp að fórnarlömbunum og stakk þau með hnífi. Hann var handsamaður og mun vera veill á geði. Í hópi hinna særðu eru nokkrir alvarlega slasaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×