Erlent

Yfirheyrður vegna málverkaránsins

Norska lögreglan hefur yfirheyrt mann sem grunaður er um aðild að ráninu á málverkum Munchs, Ópinu og Madonnu, af safni í Ósló í sumar. Fram að þessu hafði lögreglu ekkert orðið ágengt við rannsóknina og hafði enga hugmynd um hver kynni að hafa verið að verki. Maðurinn neitar sök og var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögregla segir hann hins vegar ennþá liggja undir grun, þó að lögmaður hans segi hann hafa fjarvistarsönnun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×