Erlent

Fuglaflensa víða í Víetnam

Fuglaflensa hefur fundist í sex umdæmum í Víetnam undanfarnar þrjár vikur og hefur yfir tíuþúsund fuglum verið fargað til að koma í veg fyrir faraldur. Í Kína búa stjórnvöld sig jafnframt undir fuglaflensu í vetur og í því augnamiði að hefta útbreiðslu er nú unnið að því að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í að greina flensuna og meðhöndla. Kínverjar hafa af því nokkrar áhyggjur afð ítrekað hefur gerst að H5N1-stofn flensunnar, sem reynist mannfólki banvænn, hefur grasserað í kínverskum fiðurfénaði án þess að nokkur hafi áttað sig á því. Sérfræðingar alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar hafa varað við því að fuglaflensa sé næsti heimsfaraldur og tímaspursmál sé hvenær fuglaflensuveiran stökkbreytist þannig að hún breiðist hratt út meðal mannfólks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×