Erlent

Barghouti í framboð

Marwan Barghouti, einhver herskáasti og jafnframt vinsælasti leiðtogi í röðum Palestínumanna, lýsti því yfir í gær að hann hygðist bjóða sig fram til forseta Palestínu. Barghouti skorar þannig óbeint á hólm Mahmoud Abbas, sem nýtur stuðnings Fatah-hreyfingarinnar og fleiri. Barghouti nýtur mun meiri vinsælda en Abbas meðal almennings. Abbas þykir hófsamur málamiðlari, en Barghouti er herskár og situr sem stendur af sér fimm lífstíðardóma í fangelsi í Ísrael fyrir fimmfalt morð. Hann kveðst stjórnmálamaður og ekki hafa nein tengsl við ofbeldisverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×