Viðskiptahalli ógnar hagkerfinu 7. september 2004 00:01 Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Þegar tölur um þjóðarbúskapinn hér á Íslandi eru skoðaðar má draga þá ályktun að allt gangi ágætlega um þessar mundir og hagvöxtur sé góður. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Mikill vöxtur er í lántökum og almenningur fjármagnar aukna neyslu sína með því að taka lán. Nú er auðvelt að taka bílalán og fleiri möguleikar bjóðast á íbúðalánum á lægri vöxtum og því eru yfirgnæfandi líkur á að neyslan aukist enn. Greiningardeildin segir að útlit sé fyrir að yfirstandandi efnahagsuppsveifla verði hvorki löng né hagvöxtur mjög mikill. Og það veldur bankanum mestum áhyggjum að Íslendingar flytja mun meira af vörum inn til landsins en út úr því. Svokallaður viðskiptahalli mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Samanburðurinn vekur ugg hjá greiningardeildinni því í kjölfarið fylgdi langt og erfitt samdráttarskeið í sögu þjóðarinnar þar sem hagvöxtur var neikvæður í fjögur ár í röð, 1949-1952. Svipaða sögu má segja af viðlíka hallatímabilum í hagsögu annarra þjóða. Og bankinn heldur áfram viðvörunarorðum sínum og segir að án skynsamlegrar hagstjórnar geti verðbólga hæglega farið úr böndunum og étið upp þann vöxt kaupmáttar sem annars má vænta í þessari uppsveiflu. Von er á sársaukafullu samdráttartímabili við lok stóriðjuframkvæmdanna árið 2006 til 2007. Og bankinn bætir um betur og segir að þó hann reikni með að hagstjórn Seðlabankans og stjórnvalda heppnist í grófum dráttum á næstu árum, þá sé raunveruleg vá fyrir dyrum. Ógnin sem hagkerfinu steðjar af viðskiptahallanum kann að leiða til lækkunar á gengi krónunnar sem aftur skapar talsverða verðbólgu, rýrir kaupmátt og orsakar harkalegri lendingu hagkerfisins en búist var við. Greining Íslandsbanka segir að þarna ríði mest á því að ríkið beiti mun meira aðhaldi í hagstjórn en verið hefur undanfarið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Þegar tölur um þjóðarbúskapinn hér á Íslandi eru skoðaðar má draga þá ályktun að allt gangi ágætlega um þessar mundir og hagvöxtur sé góður. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Mikill vöxtur er í lántökum og almenningur fjármagnar aukna neyslu sína með því að taka lán. Nú er auðvelt að taka bílalán og fleiri möguleikar bjóðast á íbúðalánum á lægri vöxtum og því eru yfirgnæfandi líkur á að neyslan aukist enn. Greiningardeildin segir að útlit sé fyrir að yfirstandandi efnahagsuppsveifla verði hvorki löng né hagvöxtur mjög mikill. Og það veldur bankanum mestum áhyggjum að Íslendingar flytja mun meira af vörum inn til landsins en út úr því. Svokallaður viðskiptahalli mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Samanburðurinn vekur ugg hjá greiningardeildinni því í kjölfarið fylgdi langt og erfitt samdráttarskeið í sögu þjóðarinnar þar sem hagvöxtur var neikvæður í fjögur ár í röð, 1949-1952. Svipaða sögu má segja af viðlíka hallatímabilum í hagsögu annarra þjóða. Og bankinn heldur áfram viðvörunarorðum sínum og segir að án skynsamlegrar hagstjórnar geti verðbólga hæglega farið úr böndunum og étið upp þann vöxt kaupmáttar sem annars má vænta í þessari uppsveiflu. Von er á sársaukafullu samdráttartímabili við lok stóriðjuframkvæmdanna árið 2006 til 2007. Og bankinn bætir um betur og segir að þó hann reikni með að hagstjórn Seðlabankans og stjórnvalda heppnist í grófum dráttum á næstu árum, þá sé raunveruleg vá fyrir dyrum. Ógnin sem hagkerfinu steðjar af viðskiptahallanum kann að leiða til lækkunar á gengi krónunnar sem aftur skapar talsverða verðbólgu, rýrir kaupmátt og orsakar harkalegri lendingu hagkerfisins en búist var við. Greining Íslandsbanka segir að þarna ríði mest á því að ríkið beiti mun meira aðhaldi í hagstjórn en verið hefur undanfarið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira