Innlent

Kaup KB á FIH loks samþykkt

Danska fjármálaeftirlitið hefur loks samþykkt kaup KB banka á danska bankanum FIH, en danskir fjölmiðlar vöktu nýverið athygli á því að eftirlitið hefði þá þegar tekið sér óvenju langan tíma til að skoða kaupin, miðað við önnur sambærileg fyrirtækjakaup og sölur í Danmörku. Verður því hægt að ganga frá kaupunum um mánaðamótin, en við þau tvöfaldast stærð KB banka. FIH bankinn hefur sérhæft sig í þjónustu við fyrirtæki og er þegar orðinn leiðandi á því sviði í Danmörku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×