Erlent

Ríkið borgar fyrir hundafóður

Grænlenskir sleðahundar í bænum Kvannak sitja nú að gnægtaborði í boði grænlensku landsstjórnarinnar því sá óvenjulegi ríkisstyrkur hefur verið tekinn upp að veiðimenn fá nú endurgreiddan kostnað vegna kaupa á hundafóðri. Þannig háttar til að íbúar þar hafa lífsviðurværi sitt af veiðum, meðal annars selveiðum, en vegna aflabrests hrekkur veiðin aðeins til þess að fæða mannfólkið en hundarnir hafa soltið. Það gengur hins vegar ekki upp því hraustir sleðahundar eru forsenda þess að veiðimennirnir geti haldið til veiða og er hundafóður nú í fyrsta sinn flutt til bæjarins - og það í boði ríkissjóðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×