Háskólanemi og hestamaður 6. ágúst 2004 00:01 Maður vikunnar - Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttardómari Fyrir viku síðan tilkynnti Pétur Kristján Hafstein, hæstaréttardómari og fyrrum forsetaframbjóðandi, að hann hygðist láta af störfum og segja af sér embætti hæstaréttardómara þann fyrsta október næstkomandi. Fram hefur komið að Pétur ætlar að hefja nám við Háskóla Íslands í haust og nema sagnfræði. Hann segir ákvörðunina haldast í hendur við áform hans og eiginkonunnar um að flytja á næstu árum austur á Rangárvelli þar sem þau eiga jörðina Stokklæk. „Við vorum lánsöm að finna þessa jörð. Þar er gott að vera með hesta,“ sagði Pétur í viðtali við Fréttablaðið. Hann sinnti ungur hestamennsku en er sagður hafa látið af henni að mestu þegar hann tók sæti í Hæstarétti. Pétur endurnýjaði svo kynnin við hestana eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði árið 1996 og hefur sinnt hestamennsku síðan. Þeir sem til Péturs þekkja segja hann alla tíð hafa verið áhugamann um sagnfræði og jafnvel séð eftir því að hafa ekki farið þá leið í háskólanámi að loknu stúdentsprófi, frekar en að nema lögfræði. Pétur er aðeins 55 ára gamall og kom mörgum á óvart að hann skyldi vilja fara úr því að vera hæstaréttardómari yfir í að vera sléttur og felldur háskólanemi og hestamaður. Margir dást að ákvörðun hans og segja virðingarvert að láta ekki frama á einu sviði mannlífsins aftra sér í að rækta sjálfan sig og fjölskylduna. Pétur er vel menntaður, útskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1976 og með framhaldspróf í þjóðarrétti frá Cambridge-háskóla í Bretlandi. Þykir það til marks um lítillæti Péturs og virðingu fyrir menntun að hann skuli geta hugsað sér að setjast á skólabekk með fólki úr öllum áttum, mörgu hverju nýskriðnu úr framhaldsskólum landsins. Segja má að með þessu komi Pétur nú þjóð sinni á óvart í annað sinn. Fyrra skiptið var þegar hann, tiltölulega óþekktur, bauð sig í apríl 1996 fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson bar sem kunnugt er sigur úr býtum, en undir lokin stóð baráttan helst milli þeirra Péturs. Þeir tókust m.a. á um grundvallaratriði á stöðu forsetaembættisins, svo sem um málskotsréttinn, sem Pétur taldi ganga gegn þingræðisreglunni sem íslensk stjórnskipan byggðist á. Ólafur Ragnar hélt því hins vegar fram að í málskotsréttinum fælist að fullveldisrétturinn væri hjá þjóðinni. Pétur Kr. hefur ekki verið umdeildur, en þó spunnust um hann nokkrar deilur árið 1997 þegar hann hafði tekið aftur sæti dómara í Hæstarétti. Hreinn Loftsson, þá lögmaður Vífilfells, krafðist endurupptöku máls Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn Vífilfelli vegna meints vanhæfis Péturs. Vísaði Hreinn til þess að Vífilfell hafði neitað stuðningsmönnum Péturs um fjárstuðning vegna forsetaframboðsins. Málinu og fjórum öðrum sambærilegum var vísað frá í Hæstarétti, en þau vöktu þó töluverða athygli og voru umdeild. Meðal annars hafði Jyllandsposten eftir Evu Smith, prófessor í refsirétti, að nokkur misbrestur hefði þarna orðið á dómaframkvæmd. Málið kom líka til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu, en fékkst ekki tekið upp þar. Hvorki dómsmálaráðherra né samdómurum Péturs í Hæstarétti kom í hug að skugga gæti borið á dóma hans. Spurning er hvort persóna Péturs skipti þarna máli því hann er talinn bæði réttsýnn og sanngjarn. Hann er til dæmis sagður hafa notið mikillar virðingar fyrir störf sín sem sýslumaður á Ísafirði á níunda áratugnum fyrir að koma jafnt fram við alla, háa sem lága. Faðir Péturs var Jóhann Henning Hafstein, bankastjóri, alþingismaður og ráðherra, en hann var einnig um tíma framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Móðir Péturs, Ragnheiður, var hins vegar af Thorsætt, en afi hennar í móðurætt var Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra þjóðarinnar. Pétur og Ingibjörg kona hans eiga saman þrjá syni, fædda 1979, 1982 og 1987. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Maður vikunnar - Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttardómari Fyrir viku síðan tilkynnti Pétur Kristján Hafstein, hæstaréttardómari og fyrrum forsetaframbjóðandi, að hann hygðist láta af störfum og segja af sér embætti hæstaréttardómara þann fyrsta október næstkomandi. Fram hefur komið að Pétur ætlar að hefja nám við Háskóla Íslands í haust og nema sagnfræði. Hann segir ákvörðunina haldast í hendur við áform hans og eiginkonunnar um að flytja á næstu árum austur á Rangárvelli þar sem þau eiga jörðina Stokklæk. „Við vorum lánsöm að finna þessa jörð. Þar er gott að vera með hesta,“ sagði Pétur í viðtali við Fréttablaðið. Hann sinnti ungur hestamennsku en er sagður hafa látið af henni að mestu þegar hann tók sæti í Hæstarétti. Pétur endurnýjaði svo kynnin við hestana eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði árið 1996 og hefur sinnt hestamennsku síðan. Þeir sem til Péturs þekkja segja hann alla tíð hafa verið áhugamann um sagnfræði og jafnvel séð eftir því að hafa ekki farið þá leið í háskólanámi að loknu stúdentsprófi, frekar en að nema lögfræði. Pétur er aðeins 55 ára gamall og kom mörgum á óvart að hann skyldi vilja fara úr því að vera hæstaréttardómari yfir í að vera sléttur og felldur háskólanemi og hestamaður. Margir dást að ákvörðun hans og segja virðingarvert að láta ekki frama á einu sviði mannlífsins aftra sér í að rækta sjálfan sig og fjölskylduna. Pétur er vel menntaður, útskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1976 og með framhaldspróf í þjóðarrétti frá Cambridge-háskóla í Bretlandi. Þykir það til marks um lítillæti Péturs og virðingu fyrir menntun að hann skuli geta hugsað sér að setjast á skólabekk með fólki úr öllum áttum, mörgu hverju nýskriðnu úr framhaldsskólum landsins. Segja má að með þessu komi Pétur nú þjóð sinni á óvart í annað sinn. Fyrra skiptið var þegar hann, tiltölulega óþekktur, bauð sig í apríl 1996 fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson bar sem kunnugt er sigur úr býtum, en undir lokin stóð baráttan helst milli þeirra Péturs. Þeir tókust m.a. á um grundvallaratriði á stöðu forsetaembættisins, svo sem um málskotsréttinn, sem Pétur taldi ganga gegn þingræðisreglunni sem íslensk stjórnskipan byggðist á. Ólafur Ragnar hélt því hins vegar fram að í málskotsréttinum fælist að fullveldisrétturinn væri hjá þjóðinni. Pétur Kr. hefur ekki verið umdeildur, en þó spunnust um hann nokkrar deilur árið 1997 þegar hann hafði tekið aftur sæti dómara í Hæstarétti. Hreinn Loftsson, þá lögmaður Vífilfells, krafðist endurupptöku máls Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn Vífilfelli vegna meints vanhæfis Péturs. Vísaði Hreinn til þess að Vífilfell hafði neitað stuðningsmönnum Péturs um fjárstuðning vegna forsetaframboðsins. Málinu og fjórum öðrum sambærilegum var vísað frá í Hæstarétti, en þau vöktu þó töluverða athygli og voru umdeild. Meðal annars hafði Jyllandsposten eftir Evu Smith, prófessor í refsirétti, að nokkur misbrestur hefði þarna orðið á dómaframkvæmd. Málið kom líka til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu, en fékkst ekki tekið upp þar. Hvorki dómsmálaráðherra né samdómurum Péturs í Hæstarétti kom í hug að skugga gæti borið á dóma hans. Spurning er hvort persóna Péturs skipti þarna máli því hann er talinn bæði réttsýnn og sanngjarn. Hann er til dæmis sagður hafa notið mikillar virðingar fyrir störf sín sem sýslumaður á Ísafirði á níunda áratugnum fyrir að koma jafnt fram við alla, háa sem lága. Faðir Péturs var Jóhann Henning Hafstein, bankastjóri, alþingismaður og ráðherra, en hann var einnig um tíma framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Móðir Péturs, Ragnheiður, var hins vegar af Thorsætt, en afi hennar í móðurætt var Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra þjóðarinnar. Pétur og Ingibjörg kona hans eiga saman þrjá syni, fædda 1979, 1982 og 1987.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar