Háskólanemi og hestamaður 6. ágúst 2004 00:01 Maður vikunnar - Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttardómari Fyrir viku síðan tilkynnti Pétur Kristján Hafstein, hæstaréttardómari og fyrrum forsetaframbjóðandi, að hann hygðist láta af störfum og segja af sér embætti hæstaréttardómara þann fyrsta október næstkomandi. Fram hefur komið að Pétur ætlar að hefja nám við Háskóla Íslands í haust og nema sagnfræði. Hann segir ákvörðunina haldast í hendur við áform hans og eiginkonunnar um að flytja á næstu árum austur á Rangárvelli þar sem þau eiga jörðina Stokklæk. „Við vorum lánsöm að finna þessa jörð. Þar er gott að vera með hesta,“ sagði Pétur í viðtali við Fréttablaðið. Hann sinnti ungur hestamennsku en er sagður hafa látið af henni að mestu þegar hann tók sæti í Hæstarétti. Pétur endurnýjaði svo kynnin við hestana eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði árið 1996 og hefur sinnt hestamennsku síðan. Þeir sem til Péturs þekkja segja hann alla tíð hafa verið áhugamann um sagnfræði og jafnvel séð eftir því að hafa ekki farið þá leið í háskólanámi að loknu stúdentsprófi, frekar en að nema lögfræði. Pétur er aðeins 55 ára gamall og kom mörgum á óvart að hann skyldi vilja fara úr því að vera hæstaréttardómari yfir í að vera sléttur og felldur háskólanemi og hestamaður. Margir dást að ákvörðun hans og segja virðingarvert að láta ekki frama á einu sviði mannlífsins aftra sér í að rækta sjálfan sig og fjölskylduna. Pétur er vel menntaður, útskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1976 og með framhaldspróf í þjóðarrétti frá Cambridge-háskóla í Bretlandi. Þykir það til marks um lítillæti Péturs og virðingu fyrir menntun að hann skuli geta hugsað sér að setjast á skólabekk með fólki úr öllum áttum, mörgu hverju nýskriðnu úr framhaldsskólum landsins. Segja má að með þessu komi Pétur nú þjóð sinni á óvart í annað sinn. Fyrra skiptið var þegar hann, tiltölulega óþekktur, bauð sig í apríl 1996 fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson bar sem kunnugt er sigur úr býtum, en undir lokin stóð baráttan helst milli þeirra Péturs. Þeir tókust m.a. á um grundvallaratriði á stöðu forsetaembættisins, svo sem um málskotsréttinn, sem Pétur taldi ganga gegn þingræðisreglunni sem íslensk stjórnskipan byggðist á. Ólafur Ragnar hélt því hins vegar fram að í málskotsréttinum fælist að fullveldisrétturinn væri hjá þjóðinni. Pétur Kr. hefur ekki verið umdeildur, en þó spunnust um hann nokkrar deilur árið 1997 þegar hann hafði tekið aftur sæti dómara í Hæstarétti. Hreinn Loftsson, þá lögmaður Vífilfells, krafðist endurupptöku máls Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn Vífilfelli vegna meints vanhæfis Péturs. Vísaði Hreinn til þess að Vífilfell hafði neitað stuðningsmönnum Péturs um fjárstuðning vegna forsetaframboðsins. Málinu og fjórum öðrum sambærilegum var vísað frá í Hæstarétti, en þau vöktu þó töluverða athygli og voru umdeild. Meðal annars hafði Jyllandsposten eftir Evu Smith, prófessor í refsirétti, að nokkur misbrestur hefði þarna orðið á dómaframkvæmd. Málið kom líka til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu, en fékkst ekki tekið upp þar. Hvorki dómsmálaráðherra né samdómurum Péturs í Hæstarétti kom í hug að skugga gæti borið á dóma hans. Spurning er hvort persóna Péturs skipti þarna máli því hann er talinn bæði réttsýnn og sanngjarn. Hann er til dæmis sagður hafa notið mikillar virðingar fyrir störf sín sem sýslumaður á Ísafirði á níunda áratugnum fyrir að koma jafnt fram við alla, háa sem lága. Faðir Péturs var Jóhann Henning Hafstein, bankastjóri, alþingismaður og ráðherra, en hann var einnig um tíma framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Móðir Péturs, Ragnheiður, var hins vegar af Thorsætt, en afi hennar í móðurætt var Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra þjóðarinnar. Pétur og Ingibjörg kona hans eiga saman þrjá syni, fædda 1979, 1982 og 1987. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Maður vikunnar - Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttardómari Fyrir viku síðan tilkynnti Pétur Kristján Hafstein, hæstaréttardómari og fyrrum forsetaframbjóðandi, að hann hygðist láta af störfum og segja af sér embætti hæstaréttardómara þann fyrsta október næstkomandi. Fram hefur komið að Pétur ætlar að hefja nám við Háskóla Íslands í haust og nema sagnfræði. Hann segir ákvörðunina haldast í hendur við áform hans og eiginkonunnar um að flytja á næstu árum austur á Rangárvelli þar sem þau eiga jörðina Stokklæk. „Við vorum lánsöm að finna þessa jörð. Þar er gott að vera með hesta,“ sagði Pétur í viðtali við Fréttablaðið. Hann sinnti ungur hestamennsku en er sagður hafa látið af henni að mestu þegar hann tók sæti í Hæstarétti. Pétur endurnýjaði svo kynnin við hestana eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði árið 1996 og hefur sinnt hestamennsku síðan. Þeir sem til Péturs þekkja segja hann alla tíð hafa verið áhugamann um sagnfræði og jafnvel séð eftir því að hafa ekki farið þá leið í háskólanámi að loknu stúdentsprófi, frekar en að nema lögfræði. Pétur er aðeins 55 ára gamall og kom mörgum á óvart að hann skyldi vilja fara úr því að vera hæstaréttardómari yfir í að vera sléttur og felldur háskólanemi og hestamaður. Margir dást að ákvörðun hans og segja virðingarvert að láta ekki frama á einu sviði mannlífsins aftra sér í að rækta sjálfan sig og fjölskylduna. Pétur er vel menntaður, útskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1976 og með framhaldspróf í þjóðarrétti frá Cambridge-háskóla í Bretlandi. Þykir það til marks um lítillæti Péturs og virðingu fyrir menntun að hann skuli geta hugsað sér að setjast á skólabekk með fólki úr öllum áttum, mörgu hverju nýskriðnu úr framhaldsskólum landsins. Segja má að með þessu komi Pétur nú þjóð sinni á óvart í annað sinn. Fyrra skiptið var þegar hann, tiltölulega óþekktur, bauð sig í apríl 1996 fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson bar sem kunnugt er sigur úr býtum, en undir lokin stóð baráttan helst milli þeirra Péturs. Þeir tókust m.a. á um grundvallaratriði á stöðu forsetaembættisins, svo sem um málskotsréttinn, sem Pétur taldi ganga gegn þingræðisreglunni sem íslensk stjórnskipan byggðist á. Ólafur Ragnar hélt því hins vegar fram að í málskotsréttinum fælist að fullveldisrétturinn væri hjá þjóðinni. Pétur Kr. hefur ekki verið umdeildur, en þó spunnust um hann nokkrar deilur árið 1997 þegar hann hafði tekið aftur sæti dómara í Hæstarétti. Hreinn Loftsson, þá lögmaður Vífilfells, krafðist endurupptöku máls Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn Vífilfelli vegna meints vanhæfis Péturs. Vísaði Hreinn til þess að Vífilfell hafði neitað stuðningsmönnum Péturs um fjárstuðning vegna forsetaframboðsins. Málinu og fjórum öðrum sambærilegum var vísað frá í Hæstarétti, en þau vöktu þó töluverða athygli og voru umdeild. Meðal annars hafði Jyllandsposten eftir Evu Smith, prófessor í refsirétti, að nokkur misbrestur hefði þarna orðið á dómaframkvæmd. Málið kom líka til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu, en fékkst ekki tekið upp þar. Hvorki dómsmálaráðherra né samdómurum Péturs í Hæstarétti kom í hug að skugga gæti borið á dóma hans. Spurning er hvort persóna Péturs skipti þarna máli því hann er talinn bæði réttsýnn og sanngjarn. Hann er til dæmis sagður hafa notið mikillar virðingar fyrir störf sín sem sýslumaður á Ísafirði á níunda áratugnum fyrir að koma jafnt fram við alla, háa sem lága. Faðir Péturs var Jóhann Henning Hafstein, bankastjóri, alþingismaður og ráðherra, en hann var einnig um tíma framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Móðir Péturs, Ragnheiður, var hins vegar af Thorsætt, en afi hennar í móðurætt var Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra þjóðarinnar. Pétur og Ingibjörg kona hans eiga saman þrjá syni, fædda 1979, 1982 og 1987.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar