Verðtrygging ekki alslæm 2. september 2004 00:01 Með umræðu um lækkandi raunvexti hefur vaknað umræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. "Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma," segir Ásgeir Jónsson, hagfræðigur greiningardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann "Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki afleit. "Það sem skiptir einstaklinginn eða fyrirtækið sem tekur lánið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá getum við búist við því að lánveitandinn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum." Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. "Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða." Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðbólguvæntingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. "Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eiginleika.," segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. "Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti." Hagfræðingarnir segja lækkandi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíðindi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði afnumin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Með umræðu um lækkandi raunvexti hefur vaknað umræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. "Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma," segir Ásgeir Jónsson, hagfræðigur greiningardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann "Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki afleit. "Það sem skiptir einstaklinginn eða fyrirtækið sem tekur lánið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá getum við búist við því að lánveitandinn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum." Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. "Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða." Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðbólguvæntingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. "Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eiginleika.," segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. "Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti." Hagfræðingarnir segja lækkandi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíðindi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði afnumin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun