Sport

Nistelroy segist saklaus

Ruud Van Nistelroy sóknarmaður Manchester United segist vera saklaus af tæklingu gegn Ashley Cole hjá Arsenal í leik liðanna á sunnudag. Enska knattspyrnusambandið er búið að kæra Nistelroy fyrir grófan leik og gæti hann átt yfir höfði sér nokkurrra leikja bann. Nistelroy sagði að hann hefði átt sama möguleika í boltann. Enskir fjölmiðlar greina einnig frá því að knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger hafi algerlega misst stjórn á skapi sínu eftir leik og hrópað ókvæðisorðum að leikmönnum Manchester United og Sir Alex Ferguson. Enska knattspyrnusambandið vill fá útskýringar frá Wenger vegna ummæla hans í garð dómara leiksins eftir leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×