Erlent

Tökum Tyrkjum fagnandi

Jacques Chirac, Frakklandsforseti segir land sitt og öll lönd Evrópu hafa hag að því að Tyrkir gangi í Evrópusambandið. Í dag og á morgun fundar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og tekur ákvörðun um það hvort hefja skuli aðildarviðræður við Tyrki. Chirac segir ekkert standa í vegi fyrir því að Tyrkir fái að hefja aðildarviðræður ef þeir standi við þær skuldbindingar sem Evrópusambandið setji þeim. Þá segir Chirac það ekki koma til álita að bjóða Tyrkjum einhvers konar hálfaðild að sambandinu, eins og sumir vilji meina að sé rétt. Það sé hreinlega móðgandi að bjóða stórri þjóð með langa sögu einhverja málamiðlunaraðild. Ef Tyrkir sýndu það í verki á næstu árum að þeir væru að öllu leiti búnir undir aðild, væri það hreint ábyrgðarleysi að meina þeim um hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×