Erlent

Eitrið í mat?

Viktor Júsjenkó, forsetaframbjóðandi í Úkraínu, segist handviss um að stjórnvöld í Úkraínu hafi eitrað fyrir sér. Hann telur að eitrið hafi verið sett í mat sem hann snæddi á fundi með yfirmönnum öryggismála í Úkraínu í september. Hann segir það eina möguleikann, þar sem þar hafi enginn á sínum vegum verið til staðar til þess að athuga matinn, en eins og fram hefur komið var öryggi í kringum Júsjenkó hert mjög frá júlímánuði, þegar honum var hótað lífláti. Það var einmitt í september sem útliti Júsjenkós fór að hraka mjög og hann fór að finna fyrir stöðugum verkjum í baki og lömun í hluta andlits.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×