Erlent

Ekki skipta ykkur af segir Bush

George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur varað Írana og Sýrlendinga við því að skipta sér af framgangi mála í Írak. Bush tiltók ekki hvað hann átti við þegar hann sagði það ekki Sýrlendingum og Írönum í hag að skipta sér af. Einn nánasti samstarfsmaður Iyads Allawis, forsætisráðherra Íraks, tók í sama streng og sagði harðlínuklerka í Íran styðja við bakið á uppreisnarmönnum og skæruliðum í því augnamiði að koma í veg fyrir frjálsar kosningar í landinu í janúar. Íran væri helsti óvinur írakska ríkisins, og öfl þar væru reiðubúinn að styðja hvern sem er, fyrrverandi samverkamenn Saddams Hússeins eða hryðjuverkamenn úr röðum súnníta tengdum al-Qaeda. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti í gærkvöldi efasemdum sínum um að hægt yrði að halda frjálsar og eðlilegar kosningar í Írak í janúar. Hann kvaðst telja öryggisástandið svo slakt að engin leið væri að tryggja eðlilegan framgang kosninga. Vonlaust væri að standa í kosningabaráttu eða fara á kjörstaði án ótta. Ástandið í Írak í heild væri dýrt klúður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×