Erlent

Prinsessan velunnari geðsjúkra

María krónprinsessa Danmerkur hefur samþykkt að verða velunnari Dönsku geðhjálparsamtakanna (SIND). Samtökin vinna að því að auka skilning almennings á geðsjúkdómum og umburðarlyndi gagnvart þeim sem þjást af þessum sjúkdómum. Frede Budolfsen, forseti samtakanna, segist mjög ánægður með þessa ákvörun krónprinsessunnar. Allir í konungsfjölskyldunni eru velunnarar einhverra samtaka. Til dæmis er Friðrik krónprins, eiginmaður Maríu, velunnari Samtaka heyrnarlausra og samtaka um lesblindu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×