Viðskipti

Skynjar mikinn áhuga á eignum ÍLS

Íbúðalánasjóður setti á dögunum 400 íbúðir í sölu, sem ætlaðar eru til útleigu. Tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðunum hafa ekki sýnt eignunum áhuga. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir þó marga hafa sýnt eignunum áhuga.

Viðskipti innlent

Trúa enn á metanið þrátt fyrir mikið hrun

Alls hafa 34 nýskráðir metanbílar farið á götuna á árinu sem er samdráttur um 82% frá 2012. Metanafgreiðslustöðvum hefur fjölgað á tímabilinu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins bindur vonir við að sala á bílunum eigi eftir að aukast.

Viðskipti innlent

Búast við óbreyttum vöxtum

Bæði Hagdeild Landsbankans og Greiningadeild Arion banka telja víst að peningastefnunefnd kjósi að halda vöxtum sínum óbreyttum. Næsta stýrivaxtahækkun verður á miðvikudaginn.

Viðskipti innlent

Nýnemum Verzló gæti fækkað um helming

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir áform um niðurskurð á fjárveitingum til skólans geta leitt til helmingsfækkunar nýnema. Skólinn gæti þá einungis tekið inn 150 nýnema næsta haust, í stað 300, og stöðugildum yrði líklega fækkað.

Viðskipti innlent

Markaðsfyrirtækin ætla að elta LÍÚ og SF

Sölu- og markaðsfyrirtækin Icelandic Group og Iceland Seafood International (ISI) verða meðlimir í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi sem verða stofnuð í dag. Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtök fiskvinnslustöðva (SF) sameinast þá einnig í nýju samtökunum.

Viðskipti innlent

Hagnaðurinn nam 10,5 milljörðum króna

Eftir skatta nemur hagnaður Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi 2014 85,8 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar 10.464 milljónum íslenskra króna. Miðað við sama tíma í fyrra eykst hagnaðurinn um 31,4 prósent, en þá var hann 65,3 milljónir dala, eða sem svarar tæpum átta milljörðum króna miðað við gengi dollars í gær.

Viðskipti innlent