Viðskipti

Segir lægri á­lagningu á hús­næði en í öðrum greinum

Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. 

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Rök­styðja vaxtaákvörðunina

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar klukkan 09:30. Beina útsendingu af kynningunni má sjá hér að neðan.

Viðskipti innlent

Virði gulls í methæðum

Virði gulls náði nýjum hæðum í dag og þykir það til marks um auknar áhyggjur fjárfesta af stöðu mála á mörkuðum heimsins. Margir eru sagðir hafa leitað sér skjóls með því að fjárfesta peningum sínum í gulli og hefur virði gulls hækkað um rúmlega fimmtíu prósent á þessu ári.

Viðskipti erlent

Vill laga „hring­ekju verð­tryggingar og hárra vaxta“

Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna.

Viðskipti innlent

Gamalt ráðu­neyti verður hótel

Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa.

Viðskipti innlent

Strava stefnir Garmin

Bandaríska íþrótta-og tæknifyrirtækið Strava hefur stefnt bandaríska íþrótta-og tæknifyrirtækinu Garmin sem lengi hefur verið samstarfsaðili þess og vill með því koma í veg fyrir að fyrirtækið selji flestar af nýjustu líkamsræktar-og hjólreiðagræjum sínum.

Viðskipti erlent

Á ég að hætta í nú­verandi sparnaði?

72 ára gamall karlmaður spyr: Ég er hættur að vinna og er skuldlaus. En ég á peninga, rétt yfir 60 milljónir sem ég ávaxtaði á ávöxtunarreikningum bankanna og fékk hæstu vexti sem síðan skertu greiðslur frá TR. Þannig að ég fór til Íslandsbanka og þeir sjá um að ávaxta peningana mína í sjóðum, en það sem gerist er að á 6 mánuðum hef ég tapað 2 milljónum. Hvað á ég að gera? Taka þetta úr fjárstýringu og setja þetta inn á ávöxtunarreikninga.

Viðskipti innlent

AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI

Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Advanced Micro Devices eða AMD hafa hækkað um 23,71 prósent í dag eftir að tilkynnt var að fyrirtækið hefði gert risa samning við OpenAI. Gervigreindarfyrirtækið er hvað þekktast fyrir að þróa ChatGPT mállíkanið en samningurinn felur í sér langtímasamstarf fyrirtækjanna.

Viðskipti erlent

Ó­ljóst hvort veð­hafar fái nokkuð

Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar.

Viðskipti innlent

Inn­kalla eitrað te

Matvælastofnun varar við framleiðslulotu af tei frá vörumerkinu Herbapol vegna náttúrulegra eiturefna í því. Varan hefur verið innkölluð. 

Neytendur

Boeing sagt byrjað að þróa arf­taka 737 max-þotunnar

Boeing-fyrirtækið er byrjað að þróa nýja gerð mjóþotu með einum miðjugangi í farþegarými til að leysa af 737 max-þotuna í framtíðinni. Markmiðið er að ná til baka markaðshlutdeild sem Boeing hefur verið að tapa til Airbus í þessari stærð flugvéla. Þetta fullyrti bandaríska blaðið Wall Street Journal í liðinni viku og hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til málsins.

Viðskipti erlent

Eftir­lits­stofnanir vara við sýndareignum

Þrjár evrópskar stofnanir sem hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum hafa gefið út viðvörun til neytenda um að sýndareignir geti verið áhættusamar og að vernd, ef einhver er, geti verið takmörkuð eftir því í hvaða sýndareignum þeir fjárfesta.

Neytendur