Viðskipti

Skaðabótamál gegn lögreglunni þingfest á morgun

Skaðabótamál bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar verður þingfest fyrir dómstóli í Lundúnum á morgun. Serious Fraud Office handtók bræðurna í tengslum við rannsókn á viðskiptum þeirra við Kaupþing banka, en þeir voru í hópi stærstu viðskiptavina bankans. Fréttavefur Telegraph segir að bræðurnir muni krefjast meira en 100 milljónum sterlingspunda, eða 20 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Dýrasti Legokubbur heimsins skiptir um eigenda

Mjög sjaldgæfur Legokubbur var nýlega seldur hjá Brick Envy í Flórída en sú verslun sérhæfir sig í sérstökum Legovörum. Þessi kubbur sem er af hefðbundinni stærð en úr 14 karata gulli var seldur á tæplega 15.000 dollara eða hátt í 2 milljónir króna.

Viðskipti erlent

Sömdu við Elkem Ísland um vatnsveitumál

Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar sf. sem er að hálfu í eigu Hvalfjarðarsveitar og að hálfu í eigu Faxaflóahafna hefur samið við Elkem Ísland um samstarf í vatnsveitumálum fyrir Grundartangasvæðið og íbúðabyggðina í Melahverfinu og nágrenni.

Viðskipti innlent

Hækka gjaldskrána vegna framkvæmda

Landsnet vísar því á bug að gjaldskrárhækkun brjóti í bága við lög. Hækkunin haldi ekki í við verðlagsþróun. Eigið fé fyrirtækisins er 18 prósent og þarf að styrkja það til að hægt sé að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir sem séu fyrirhugaðar.

Viðskipti innlent

Fjölgar um tæplega þrefaldan íbúafjölda Norðurlanda á ári

Því er spáð að íbúa heimsins verði 9,6 milljarðar árið 2060, þar af verði 1,7 milljarður manna búsettur í Indlandi, sem þá verður langsamlega fjölmennasta ríki heimsins. Meðaltalsfjölgun íbúa á jörðinni nemur því 68,4 milljónum manna á hverju ári næstu 38 árin, eða sem nemur tæplega þreföldum íbúafjölda Norðurlandanna (Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Ísland, Fæeyjar, Frænland), en heildaríbúafjöldi þar er nú um 25,7 milljónir íbúa.

Viðskipti erlent

Hægir á í stærsta hagkerfi Suður-Ameríku

Hagvöxtur í brasilíska hagkerfinu mældist 0,6 prósent á þriðja ársfjórðungi sem var mun minna en búist hafði verið við, að því er segir í frétt á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar eru sagðar hafa komið fjárfestum og stjórnvöldum í Brasilíu mjög á óvart, og segir greinandi hjá bankanum BES Investimento að tölurnar séu "hræðilegar“ og hljóti að hreyfa við stjórnvöldum, og jafnvel kalla á aðgerðir að hálfu þeirra til þess að örva hagkerfið.

Viðskipti erlent

Alls óvíst hvenær nauðasamningar ganga í gegn

Kaupþing treystir sér ekki til þess að segja til um það hvenær hægt verður að leggja fram frumvarp að nauðasamningi. Ástæðan er sú að til þess að hægt sé að leggja slíkt frumvarp fram þarf Seðlabanki Íslands að samþykkja útgreiðslur til kröfuhafa utan Íslands á grundvelli gjaldeyrislaga.

Viðskipti innlent

Gengi bréfa Össurar hækkar um 1,37 prósent

Gengi bréfa Össurar hefur hækkað um 1,37 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 184,5. Þá hefur gengi brefa fasteignafélagsins Regins hækkað um 0,55 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 10,95. Gengi bréfa Haga hefur hækkað um 0,47 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 21,55. Gengi bréfa Icelandair hefur síðan hækkað um 0,26 prósent og er það nú 7,68.

Viðskipti innlent

Segir niðurstöðu FME vonbrigði og boðar til blaðmannafundar

"Ég lýsi yfir vonbrigðum mínum með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins (FME) á athugun sem eftirlitið gerði í kjölfar kæru minnar á meðferð skuldamála BM VALLÁ hf. hjá Arionbanka“ segir Víglundur Þorsteinsson í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla fyrir skömmu vegna niðurstöðu FME um að engin aftökulisti væri til.

Viðskipti innlent

Rekstrarhagnaður Stork eykst umtalsvert milli ára

Rekstrahagnaður (EBITDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði) Stork Technical Services (STS), þar sem íslenska fjárfestingafélagið Eyrir Invest á 17 prósent eignarhlut, hækkaði um 15,6 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA-hagnaðurinn nam 27,2 milljónum evra, eða sem nemur ríflega 4,4 milljörðum króna, en á sama tímabili í fyrra nam EBITDA-hagnaðurinn 23,6 milljónum evra, eða 3,8 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Dauðalistinn ekki til

Fjármálaeftilitið gerir ekki athugasemdir við það hvernig Arion banki háttaði tilraunum við endurskipulagningu og síðar gjaldþrot B.M. Vallá hf. Þetta segir Fjármálaeftirlitið í gagnsæisathugun sem gerð var vegna athugasemda Víglundar Þorsteinssonar, fyrrverandi forstjóra B.M. Vallár.

Viðskipti innlent

Þjónustujöfnuðurinn jákvæður um tæpa 35 milljarða

Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 124,1 milljarður kr. en innflutningur á þjónustu 89,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 34,8 milljarða króna en var jákvæður um 28,7 milljarða kr. á þriðja ársfjórðungi í fyrra á gengi hvors árs.

Viðskipti innlent