Viðskipti innlent

Þrjú fá kaup­rétt fyrir alls 277 milljónir

Síminn hefur veitt forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum kauprétt að samtals 22.500.000 hlutum í félaginu. Kaupréttur er veittur á hlutabréfum á grunnverðinu 12,31 króna á hlut, sem gerir grunnkaupverðið alls um 277 milljónir króna. Forstjóri fær helming kaupréttarins.

Viðskipti innlent

Nýir eig­endur Pylsuvagnsins á Sel­fossi

Mæðgurnar og eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi þær Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundsdóttir hafa selt pylsuvagninn, sem stendur við Ölfusárbrú. Nýju eigendurnir eru þau Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og núverandi bæjarfulltrúi og Snorri Sigurðarson, athafnamaður. Þau taka við rekstrinum 1. janúar 2025. Kaupverð er trúnaðarmál.

Viðskipti innlent

Hækka ekki verð­tryggðu vextina

Landsbankinn hefur tilkynnt um vaxtabreytingar í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í fyrradag. Landsbankinn fylgir ekki fordæmi hinn viðskiptabankanna tveggja, sem hafa tilkynnt um hækkanir á verðtryggðum vöxtum.

Viðskipti innlent

„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“

Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun.

Viðskipti innlent

Kerecis fólk fjár­festir í flugi

Leiguflugið ehf. (Air Broker Iceland), sem sérhæfir sig í útleigu flugvéla og þyrlna til einstaklinga, hópa, fyrirtækja og stofnana innanlands og utan, hefur lokið hlutafjáraukningu með þátttöku FnFI ehf. og Vesturflatar ehf. sem eignast 49% í félaginu.

Viðskipti innlent

Lækka innlánsvexti um heilt prósentu­stig

Sparisjóðurinn Indó hefur tilkynnt um vaxtalækkanir á bæði inn- og útlánum. Útlánsvextir eru lækkaðir um 0,75 prósentustig, umfram stýrivaxtalækkun gærdagsins. Til þess að mæta því eru innlánsvextir á debetreikningum lækkaðir um heilt prósentustig.

Viðskipti innlent

Opna verslanir í Kringlunni á ný

Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku.

Viðskipti innlent

Nýtt veitingasvæði rís í Smára­lind

Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin.

Viðskipti innlent