Viðskipti innlent Nýi Glitnir fellir niður uppgreiðslugjald Nýi Glitnir ætlar frá og með deginum í dag að fella tímabundið niður uppgreiðslugjald af verðtryggðum húsnæðislánum. Það hefur verið tvö prósent. Einnig er fellt niður gjald ef fólk vill greiða inn á höfuðstól. Í tilkynningu frá bankanum segir að vaxandi áhuga hafi orðið vart á að greiða lánin upp, eða inn á þau, vegna mikillar verðbólgu. Viðskipti innlent 19.2.2009 08:17 Vissu ekki af sölu til dótturfélags Baugs Lögmaður sem ákærður er fyrir fjársvik í tengslum við sölu á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnafjarðar neitaði sök í Héraðsdómi í dag. Stofnfjáreigendurnir segjast ekki hafa vitað að þeir voru að selja hluti sína til dótturfélags Baugs en félagið hagnaðist um 40 milljónir á hverja tvo hluta. Viðskipti innlent 18.2.2009 18:45 Drake Capital Management keypti í Straumi Það var fjárfestingasjóðurinn Drake Capital Management sem keypti um 4,9% hlut í Straumi fjárfestingarbanka þann 17. ágúst árið 2007. Markaðsvirði hlutarins nam um 10,2 milljörðum króna, en viðskiptin fóru ekki fram á markaði heldur var hluturinn seldur til fjárfestisins í gegnum Landsbankann í Luxembourg en viðskptin fóru fram þann 17. ágúst 2007. Viðskipti innlent 18.2.2009 17:08 Alfesca féll um tæp tíu prósent Gengi hlutabréfa í Alfesca féll um 9,72 prósent í Kauphöllinni á fremur rauðum degi. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 8,98 prósent, og Færeyjabanki, sem féll um 3,7 prósent. Viðskipti innlent 18.2.2009 16:46 Karp og hráskinnaleikur á Alþingi ekki boðlegur þjóðinni Miðstjórn Alþýðusambands Íslands beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar að grípa þegar til markvissra aðgerða til aðstoðar heimilum og fyrirtækjum í landinu. Viðskipti innlent 18.2.2009 16:11 Sala á 66°Norður fatnaði hafin í sex nýjum löndum Söludreifing er hafin á 66°Norður fatnaði í 6 nýjum löndum sem fyrirtækið hefur hingað til ekki selt vörur sínar til. Fljótlega verður því hægt að nálgast vörur fyrirtækisins í 19 löndum víðsvegar um heiminn. Viðskipti innlent 18.2.2009 14:26 Krónan hefur ekki verið sterkari síðan fyrir bankahrunið Krónan heldur áfram að sækja í sig veðrið og er gengi hennar nú hærra gagnvart flestum helstu gjaldmiðlum en verið hefur frá bankahruninu í október. Viðskipti innlent 18.2.2009 11:54 Höfðu aldrei heyrt um A-Holding Fimmenningarnir sem seldu stofnfjárhluti sína í Sparisjóði Hafnarfjarðar og Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður hafði milligöngu um að kaupa af þeim segjast aldrei hafa heyrt talað um A-Holding, dótturfélag Baugs, sem eignaðist hlutina og seldi síðar fyrir mun hærra verð. Ríkissaksóknari hefur ákært Karl Georg fyrir fjársvik en hann segist aðeins hafa í starfi sínu sem lögmaður verið í milligöngu á milli seljendanna og A-Holding. Viðskipti innlent 18.2.2009 11:20 Vill þrjátíu þúsund af fimm hundruð milljónum „Það verður spurt hverjum þeir seldu," segir Vilhjálmur Bjarnason sem er bjartsýnn á gott brautargengi í dómsmáli sem hann og dætur hans tvær höfða á hendur Straum-Burðarás og forsvarsmanna bankans en aðalmeðferð þess fer fram í dag. Viðskipti innlent 18.2.2009 10:42 Landsbankinn hlýtur gæðavottun Landsbankinn hefur fengið staðfesta vottun samkvæmt ISO 27001 sem tekur sérstaklega fyrir upplýsingaöryggi og meðhöndlun trúnaðarupplýsinga. Vottunin nær til allrar starfsemi bankans og tekur m.a. á rekstri upplýsingakerfa, Viðskipti innlent 18.2.2009 10:19 Gamla Úrvalsvísitalan undir 300 stigum - hefur aldrei verið lægri Gengisfall á hlutabréfa Alfesca og Straums í morgun dró gömlu Úrvalsvísitöluna (OMXI15) niður fyrir 300 stigin. Hún hefur aldrei verið lægri. Viðskipti innlent 18.2.2009 10:19 Gott uppgjör hjá Foroya Banki Foroya Banki leggur fram mjög gott ársuppgjör eftir síðasta ár og nam hagnaður bankans af rekstrinum171 milljón danskra kr. eða tæplega 3,4 milljörðum kr.. Er þetta nokkru meiri hagnaður en árið áður er hann nam 144 milljón danskra kr.. Viðskipti innlent 18.2.2009 09:22 TellMeTwin hefur þróunarstarf í BNA "Núna í janúar fengum við hæsta styrk upp á átta milljónir króna á ári frá tækniþróunarsjóði Rannís til að þróa TellMeTwin Everywhere, hvernig TellMeTwin vinnur með öðrum netsamfélögum, vefsíðum og forritum," segir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri TellMeTwin. Viðskipti innlent 18.2.2009 07:00 Fjórðungur þekkir til tryggingasvika 24,7 prósent aðspurðra í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) þekkja einhvern sem svikið hefur bætur út úr tryggingafélagi. Viðskipti innlent 18.2.2009 07:00 Ríkisstjórnin í beinni Í dag verður í fyrsta sinn mögulegt að fylgjast með útsendingum frá blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar í beinni útsendingu á netinu í boði hins opinbera og skoða upptökur af fyrri fundum. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01 Misgóðir réttir Eins og frá var greint á mánudag gerði Straumur kauprétt við stóran hóp starfsfólks bankans. Rétturinn kvað á um kaup á 650 milljónum hluta á genginu 1,67 krónur á hlut, jafnvirði rétt tæplega eins milljarðs króna. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01 Danir sneru tómhentir heim Forsvarsmenn danska tryggingafyrirtækisins TrygVesta slitu í gær viðræðum um kaup á sænskum tryggingaarmi fjármálafyrirtækisins Moderna, dótturfélags Milestone. Viðræður voru langt komnar þegar TrygVesta sleit viðræðum. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01 Ísland suðursins Íbúar í arabaríkinu Dúbaí eru nú eflaust að upplifa álíka áfall og við Íslendingar í fyrrahaust þegar skuldatryggingarálagið rauk upp í hæstu hæðir áður en efnahagshrunið reið yfir af fullum þunga. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01 Ár rekstrarmanna runnið upp Stjórnendur fyrirtækja fóru alltof geyst áfram á síðustu árum og keyptu fyrirtæki allt of dýru verði. EBITDA var galdraorðið og menn kepptumst um að kaupa inn EBITDU. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01 Öryggisafritun blómstrar í kreppu Í Bretlandi hafa um fjörutíu fyrirtæki bæst í hóp viðskiptavina öryggisafritunarfyrirtækisins SecurStore frá vormánuðum síðasta árs. Alexander Eiríksson, sölu og markaðsstjóri og einn stofnenda SecurStore á Akranesi, segir þrengingar á fjármálamörkuðum og óvissutíma frekar vinna með fyrirtækinu en gegn því. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01 Bara helmingur í hús Allt stefnir í að Borse Dubai, sem rekur kauphöllina í Dúbaí, nái aðeins að endurfjármagna helming þess láns sem tekið var vegna yfirtöku á sænsku kauphallarsamstæðunni OMX síðla árs 2007. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01 Íhuga málsókna vegna dótturfélags Milestone Erlendir kröfuhafar í gamla Glitni íhuga nú málsókn á hendur sænska ríkinu vegna Moderna, dótturfélags Milestone. Sænska fjármálaeftirlitið vill selja Moderna á brunaútsölu sem myndi þýða tugmilljarða tap fyrir gamla Glitni. Viðskipti innlent 17.2.2009 18:45 Skuldum Árvakurs við Landsbankann breytt í hlutafé Til greina kemur að Nýi Landsbankinn breyti skuldum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, í hlutafé þegar að samið verður við nýja kaupendur á fyrirtækinu. Árvakur skuldar Nýja Landsbankanum 866 milljónir króna. Viðskipti innlent 17.2.2009 17:28 Laun á vinnumarkaði hækkuðu um 30% árin 2005 til 2008 Laun hækkuðu um 30% á almennum vinnumarkaði á árunum 2005-2008, að því er fram kemur í Launagreiningu ParX Viðskiptaráðgjafar IBM. Viðskipti innlent 17.2.2009 14:59 Sigurður Ólafsson ráðinn starfsmannastjóri Keflavíkurflugvallar Sigurður Ólafsson hefur verið ráðinn starfsmannastjóri Keflavíkurflugvallar ohf. og mun hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Viðskipti innlent 17.2.2009 14:06 Könnun sýnir að 12,5% búa við skert starfshlutfall Í könnun MMR þar sem spurt var um áhrif kreppunnar á atvinnu fólks kom í ljós að 12,5% svarenda sögðu að starfshlutfall þeirra hafi verið skert vegna kreppunnar. Viðskipti innlent 17.2.2009 14:03 Þrír munu gera tilboð í Morgunblaðið Búast má við að hið minnsta tveir aðilar muni bjóða í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, en frestur til að skila inn bindandi tilboðum rennur út á fimmtudag. Fjórir aðilar fengu möguleika á að skila inn bindandi tilboði. Viðskipti innlent 17.2.2009 13:25 Islendingar skulda enga 2000 milljarða „Ef þú tekur brúttóskuldir þjóðarinnar geturðu fengið mjög háar tölur," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann sagði að þegar menn leggðu saman innlendar og erlendar skuldir þjóðarinnar væri áræðanlega hægt að fá út að þær væru eitthvað á þriðja þúsund milljarða. Þegar að nettóskuldastaða þjóðarinnar væri skoðuð myndi allt önnur staða blasa við. Viðskipti innlent 17.2.2009 13:01 Norrænir seðlabankar tapa milljörðum kr. á samingum við SÍ Norrænu seðlabankarnir í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa tapað 4,5 milljörðum kr. hver banki á gjaldmiðlaskiptasamningum þeim sem þeir gerðu við Seðlabanka Íslands (SÍ) síðasta vor. Viðskipti innlent 17.2.2009 12:22 Segir ESB aðild þýða eignatilfærslu í sjávarútvegi úr landinu Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir í viðtali við The Scotsman fyrir stuttu að með aðild að Evrópusambandinu "myndi eignarhald í sjávarútvegi smám saman færast í hendur útlendinga." Viðskipti innlent 17.2.2009 10:51 « ‹ ›
Nýi Glitnir fellir niður uppgreiðslugjald Nýi Glitnir ætlar frá og með deginum í dag að fella tímabundið niður uppgreiðslugjald af verðtryggðum húsnæðislánum. Það hefur verið tvö prósent. Einnig er fellt niður gjald ef fólk vill greiða inn á höfuðstól. Í tilkynningu frá bankanum segir að vaxandi áhuga hafi orðið vart á að greiða lánin upp, eða inn á þau, vegna mikillar verðbólgu. Viðskipti innlent 19.2.2009 08:17
Vissu ekki af sölu til dótturfélags Baugs Lögmaður sem ákærður er fyrir fjársvik í tengslum við sölu á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnafjarðar neitaði sök í Héraðsdómi í dag. Stofnfjáreigendurnir segjast ekki hafa vitað að þeir voru að selja hluti sína til dótturfélags Baugs en félagið hagnaðist um 40 milljónir á hverja tvo hluta. Viðskipti innlent 18.2.2009 18:45
Drake Capital Management keypti í Straumi Það var fjárfestingasjóðurinn Drake Capital Management sem keypti um 4,9% hlut í Straumi fjárfestingarbanka þann 17. ágúst árið 2007. Markaðsvirði hlutarins nam um 10,2 milljörðum króna, en viðskiptin fóru ekki fram á markaði heldur var hluturinn seldur til fjárfestisins í gegnum Landsbankann í Luxembourg en viðskptin fóru fram þann 17. ágúst 2007. Viðskipti innlent 18.2.2009 17:08
Alfesca féll um tæp tíu prósent Gengi hlutabréfa í Alfesca féll um 9,72 prósent í Kauphöllinni á fremur rauðum degi. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 8,98 prósent, og Færeyjabanki, sem féll um 3,7 prósent. Viðskipti innlent 18.2.2009 16:46
Karp og hráskinnaleikur á Alþingi ekki boðlegur þjóðinni Miðstjórn Alþýðusambands Íslands beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar að grípa þegar til markvissra aðgerða til aðstoðar heimilum og fyrirtækjum í landinu. Viðskipti innlent 18.2.2009 16:11
Sala á 66°Norður fatnaði hafin í sex nýjum löndum Söludreifing er hafin á 66°Norður fatnaði í 6 nýjum löndum sem fyrirtækið hefur hingað til ekki selt vörur sínar til. Fljótlega verður því hægt að nálgast vörur fyrirtækisins í 19 löndum víðsvegar um heiminn. Viðskipti innlent 18.2.2009 14:26
Krónan hefur ekki verið sterkari síðan fyrir bankahrunið Krónan heldur áfram að sækja í sig veðrið og er gengi hennar nú hærra gagnvart flestum helstu gjaldmiðlum en verið hefur frá bankahruninu í október. Viðskipti innlent 18.2.2009 11:54
Höfðu aldrei heyrt um A-Holding Fimmenningarnir sem seldu stofnfjárhluti sína í Sparisjóði Hafnarfjarðar og Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður hafði milligöngu um að kaupa af þeim segjast aldrei hafa heyrt talað um A-Holding, dótturfélag Baugs, sem eignaðist hlutina og seldi síðar fyrir mun hærra verð. Ríkissaksóknari hefur ákært Karl Georg fyrir fjársvik en hann segist aðeins hafa í starfi sínu sem lögmaður verið í milligöngu á milli seljendanna og A-Holding. Viðskipti innlent 18.2.2009 11:20
Vill þrjátíu þúsund af fimm hundruð milljónum „Það verður spurt hverjum þeir seldu," segir Vilhjálmur Bjarnason sem er bjartsýnn á gott brautargengi í dómsmáli sem hann og dætur hans tvær höfða á hendur Straum-Burðarás og forsvarsmanna bankans en aðalmeðferð þess fer fram í dag. Viðskipti innlent 18.2.2009 10:42
Landsbankinn hlýtur gæðavottun Landsbankinn hefur fengið staðfesta vottun samkvæmt ISO 27001 sem tekur sérstaklega fyrir upplýsingaöryggi og meðhöndlun trúnaðarupplýsinga. Vottunin nær til allrar starfsemi bankans og tekur m.a. á rekstri upplýsingakerfa, Viðskipti innlent 18.2.2009 10:19
Gamla Úrvalsvísitalan undir 300 stigum - hefur aldrei verið lægri Gengisfall á hlutabréfa Alfesca og Straums í morgun dró gömlu Úrvalsvísitöluna (OMXI15) niður fyrir 300 stigin. Hún hefur aldrei verið lægri. Viðskipti innlent 18.2.2009 10:19
Gott uppgjör hjá Foroya Banki Foroya Banki leggur fram mjög gott ársuppgjör eftir síðasta ár og nam hagnaður bankans af rekstrinum171 milljón danskra kr. eða tæplega 3,4 milljörðum kr.. Er þetta nokkru meiri hagnaður en árið áður er hann nam 144 milljón danskra kr.. Viðskipti innlent 18.2.2009 09:22
TellMeTwin hefur þróunarstarf í BNA "Núna í janúar fengum við hæsta styrk upp á átta milljónir króna á ári frá tækniþróunarsjóði Rannís til að þróa TellMeTwin Everywhere, hvernig TellMeTwin vinnur með öðrum netsamfélögum, vefsíðum og forritum," segir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri TellMeTwin. Viðskipti innlent 18.2.2009 07:00
Fjórðungur þekkir til tryggingasvika 24,7 prósent aðspurðra í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) þekkja einhvern sem svikið hefur bætur út úr tryggingafélagi. Viðskipti innlent 18.2.2009 07:00
Ríkisstjórnin í beinni Í dag verður í fyrsta sinn mögulegt að fylgjast með útsendingum frá blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar í beinni útsendingu á netinu í boði hins opinbera og skoða upptökur af fyrri fundum. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01
Misgóðir réttir Eins og frá var greint á mánudag gerði Straumur kauprétt við stóran hóp starfsfólks bankans. Rétturinn kvað á um kaup á 650 milljónum hluta á genginu 1,67 krónur á hlut, jafnvirði rétt tæplega eins milljarðs króna. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01
Danir sneru tómhentir heim Forsvarsmenn danska tryggingafyrirtækisins TrygVesta slitu í gær viðræðum um kaup á sænskum tryggingaarmi fjármálafyrirtækisins Moderna, dótturfélags Milestone. Viðræður voru langt komnar þegar TrygVesta sleit viðræðum. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01
Ísland suðursins Íbúar í arabaríkinu Dúbaí eru nú eflaust að upplifa álíka áfall og við Íslendingar í fyrrahaust þegar skuldatryggingarálagið rauk upp í hæstu hæðir áður en efnahagshrunið reið yfir af fullum þunga. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01
Ár rekstrarmanna runnið upp Stjórnendur fyrirtækja fóru alltof geyst áfram á síðustu árum og keyptu fyrirtæki allt of dýru verði. EBITDA var galdraorðið og menn kepptumst um að kaupa inn EBITDU. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01
Öryggisafritun blómstrar í kreppu Í Bretlandi hafa um fjörutíu fyrirtæki bæst í hóp viðskiptavina öryggisafritunarfyrirtækisins SecurStore frá vormánuðum síðasta árs. Alexander Eiríksson, sölu og markaðsstjóri og einn stofnenda SecurStore á Akranesi, segir þrengingar á fjármálamörkuðum og óvissutíma frekar vinna með fyrirtækinu en gegn því. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01
Bara helmingur í hús Allt stefnir í að Borse Dubai, sem rekur kauphöllina í Dúbaí, nái aðeins að endurfjármagna helming þess láns sem tekið var vegna yfirtöku á sænsku kauphallarsamstæðunni OMX síðla árs 2007. Viðskipti innlent 18.2.2009 00:01
Íhuga málsókna vegna dótturfélags Milestone Erlendir kröfuhafar í gamla Glitni íhuga nú málsókn á hendur sænska ríkinu vegna Moderna, dótturfélags Milestone. Sænska fjármálaeftirlitið vill selja Moderna á brunaútsölu sem myndi þýða tugmilljarða tap fyrir gamla Glitni. Viðskipti innlent 17.2.2009 18:45
Skuldum Árvakurs við Landsbankann breytt í hlutafé Til greina kemur að Nýi Landsbankinn breyti skuldum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, í hlutafé þegar að samið verður við nýja kaupendur á fyrirtækinu. Árvakur skuldar Nýja Landsbankanum 866 milljónir króna. Viðskipti innlent 17.2.2009 17:28
Laun á vinnumarkaði hækkuðu um 30% árin 2005 til 2008 Laun hækkuðu um 30% á almennum vinnumarkaði á árunum 2005-2008, að því er fram kemur í Launagreiningu ParX Viðskiptaráðgjafar IBM. Viðskipti innlent 17.2.2009 14:59
Sigurður Ólafsson ráðinn starfsmannastjóri Keflavíkurflugvallar Sigurður Ólafsson hefur verið ráðinn starfsmannastjóri Keflavíkurflugvallar ohf. og mun hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Viðskipti innlent 17.2.2009 14:06
Könnun sýnir að 12,5% búa við skert starfshlutfall Í könnun MMR þar sem spurt var um áhrif kreppunnar á atvinnu fólks kom í ljós að 12,5% svarenda sögðu að starfshlutfall þeirra hafi verið skert vegna kreppunnar. Viðskipti innlent 17.2.2009 14:03
Þrír munu gera tilboð í Morgunblaðið Búast má við að hið minnsta tveir aðilar muni bjóða í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, en frestur til að skila inn bindandi tilboðum rennur út á fimmtudag. Fjórir aðilar fengu möguleika á að skila inn bindandi tilboði. Viðskipti innlent 17.2.2009 13:25
Islendingar skulda enga 2000 milljarða „Ef þú tekur brúttóskuldir þjóðarinnar geturðu fengið mjög háar tölur," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann sagði að þegar menn leggðu saman innlendar og erlendar skuldir þjóðarinnar væri áræðanlega hægt að fá út að þær væru eitthvað á þriðja þúsund milljarða. Þegar að nettóskuldastaða þjóðarinnar væri skoðuð myndi allt önnur staða blasa við. Viðskipti innlent 17.2.2009 13:01
Norrænir seðlabankar tapa milljörðum kr. á samingum við SÍ Norrænu seðlabankarnir í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa tapað 4,5 milljörðum kr. hver banki á gjaldmiðlaskiptasamningum þeim sem þeir gerðu við Seðlabanka Íslands (SÍ) síðasta vor. Viðskipti innlent 17.2.2009 12:22
Segir ESB aðild þýða eignatilfærslu í sjávarútvegi úr landinu Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir í viðtali við The Scotsman fyrir stuttu að með aðild að Evrópusambandinu "myndi eignarhald í sjávarútvegi smám saman færast í hendur útlendinga." Viðskipti innlent 17.2.2009 10:51