Viðskipti innlent

Fremur róleg byrjun í kauphöllinni

Fremur róleg byrjun var á markaðinum í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan rétti aðeins úr kútnum eftir að hafa náð sögulegu lámarki í gær. Vísitalan hefur hækkað um 0,4% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 276 stigum.

Viðskipti innlent

Vísbendingar um hagkerfið í rusli

„Ruslið er mælikvarði á gang efnahagslífsins,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Losun úrgangs hefur dregist samfellt saman frá því efnahagslífið fór á hliðina hér í október í fyrra.

Viðskipti innlent

Böns of monní

Þegar góðæri ríkti á Íslandi og peningar spruttu upp úr hverri hraunsprungu líkastir mosalyngi var hægt að græða þvílíkar fjárhæðir á hérlendum hlutabréfamörkuðum að setningin „böns of monní“, sem Megas notaði um þau peningaverðlaun sem hann landaði með verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu fyrir níu árum, náði ekki yfir nema smábrot af gróðanum.

Viðskipti innlent

Eignamat gömlu bankanna næsta marklaust

Samanburður á verðmati gömlu bankanna er óraunhæfur. Skilanefnd Kaupþings, sem var stærsti banki landsins fyrir hrunið í fyrra, miðar eignastöðuna við nóvember í fyrra. Hinir bankarnir setja verðmiða á eignir sínar þrjú til sjö ár fram í tímann.

Viðskipti innlent

Skertur réttur

Ætla má að stjórnendur og starfsfólk Straums sem virkjaði kaupréttarsaminga sína hafi á einni viku tapað 12,6 prósentum af kaupunum. Heildarverðmæti samningsins hafa að sama skapi rýrnað um 136 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Í flórnum

Mannskepnan er gjörn á að skammstafa alla skapaða hluti, ekki síst erlendis. Skammstöfunin EFMA barst inn á borð Markaðarins í vikunni.

Viðskipti innlent

Ný lög myndu gera fjármagnsflutningara erfiðari

Erfiðara verður að svíkja undan skatti með því að flytja fjármagn til skattaparadísa ef nýtt frumvarp sem nú er í smíðum nær fram að ganga. Gera má ráð fyrir að íslenska ríkið verði af að minnsta kosti þremur milljörðum króna árlega vegna skattsvika af þessu tagi.

Viðskipti innlent

AGS mætir á fimmtudaginn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nú lýst því yfir formlega að von sé á sendinefnd frá sjóðnum hingað til lands á fimmtudaginn kemur. Sendinefndin verður hér á landi fram til 10 mars en fyrir henni fer Mark Flanagan.

Viðskipti innlent

Enn óljóst hvenær efnahagsreikningar bankanna líta dagsins ljós

Enn liggur ekki fyrir tímasetning á því hvenær efnahagsreikningar ríkisbankanna verða kynntir. Þetta kom fram í svari Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ólafar Nordal á Alþingi í dag. Gylfi sagði að gerð reikninganna hafi því miður tafist en hann sagðist vona að þeir yrðu gerðir opinberir sem fyrst.

Viðskipti innlent

Íslendingar vantrúaðir á hlutirnir fari að lagast

Væntingar íslenskra neytenda til efnahags- og atvinnuástandsins eru litlar um þessar mundir. Væntingavísitala Gallup mælist nú 24.3 stig samkvæmt könnun sem birt var í morgun en Greining Glitnis segir frá könnuninni í morgunkorni sínu. Vísitalan er álíka lág og hún hefur verið síðustu fjóra mánuði eða frá hruni bankanna.

Viðskipti innlent

Norskir bílasalar ánægðir með íslensku kreppuna

Norskir bílasalar eru himinlifandi með fall íslenska fjármálakerfisins þar sem það gefur þeim möguleika á að gera kostakaup í notuðum bílum. Í norska blaðinu Finansavisen í dag er viðtal við norska bílasalan Trond Sandven sem sérhæfir sig í innflutningi á notuðum lúxusbílum. Áður en allt fór til fjandans á Íslandi flutti hann flesta bíla sína inn frá Þýskalandi, um 50 til 60 stykki í hverjum mánuði.

Viðskipti innlent

Straumur fellur um ellefu prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur fallið um ellefu prósent í morgun. Þá hefur gengi bréfa í Bakkavör lækkað um 1,58 prósent, Færeyjabanka um eitt prósent og í stoðtækjafyrirtækinu Össuri um 0,64 prósent.

Viðskipti innlent

MP Banki: 860 milljónir í hagnað

MP Banki hf. skilaði 860 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 2008, samanborið við 1.780 milljóna króna hagnað á árinu 2007. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að skýringa á minni hagnaði sé að leita í afskriftum í kjölfar falls stóru íslensku bankanna og gjaldþrots Lehman Brothers. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans.

Viðskipti innlent

Baugur: Misskilningur í Telegraph

Fjármálastjóri Baugs segir að blaðamaður Telegraph misskilji hlutina þegar hún segir í grein í dag að endurskoðendur félagsins í Bretlandi hafi haft áhyggjur af Baugi strax árið 2007. Vísir greindi frá fréttinni í morgun.

Viðskipti innlent

Baugur í vandræðum strax árið 2007

Endurskoðendur Baugs í Bretlandi höfðu verulegar áhyggjur af félaginu strax árið 2007 og sögðu í athugasemdum sínum við ársreikning fyrir það ár að óvissa væri uppi sem gæti vakið upp efasemdir um að Baugur gæti haldið áfram í rekstri. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Telegraph.

Viðskipti innlent

Frestar endurskoðun á vaxtaálagi erlendra húsnæðislána

Íslandsbanki hefur ákveðið að fresta endurskoðun á vaxtaálagi erlendra húsnæðislána um eitt ár, fram til 1. mars 2010. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að nú séu liðin fimm ár frá því að bankinn hóf að veita húsnæðislán í erlendri mynt. Í skilmálum vegna erlendra húsnæðislána er kveðið á um endurskoðun á vaxtaálagi lánanna eftir fimm ár, sem nú hefur verið frestað.

Viðskipti innlent