Viðskipti innlent

Þriggja mánaða töf á nauðsynlegum ákvörðunum

Dráttur á nauðsynlegum ákvörðunum við enduruppbyggingu fjármála og viðskiptalífs kann að verða dýr að mati Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME). Brotthvarf hans úr starfi er hluti af endurnýjun á æðstu stöðum sem kallað hefur verið eftir í kjölfar bankahrunsins hér. Jónas kveðst sýna

Viðskipti innlent

Hawkpoint ráðið til starfa

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að ráða evrópska ráðgjafarfyrirtækið Hawkpoint til að vinna að samningagerð milli gömlu og nýju bankanna undir stjórn fulltrúa íslenskra stjórnvalda.

Viðskipti innlent

Nýjar valdablokkir

Á bókamarkaðnum í Perlunni liggur á borðum með ritum um dulspeki, handanheima og búnaðarhætti liðinna tíða hin merka bók Valdablokkir riðlast eftir Óla Björn Kárason, fyrrum ritstjóra Viðskiptablaðsins, nú einn af ritstjórum netmiðilsins AMX.

Viðskipti innlent

Sprotakjaftæði

„Stundum verða menn þreyttir á öllu þessu sprotakjaftæði,“ sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og sprotamálaráðherra, á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gær.

Viðskipti innlent

Ísland ekki lengur land heldur sjóður

Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og

Viðskipti innlent

Eignir Milestone heim

„Þetta eru vonbrigði enda fínar eignir sem við misstum vegna aðstæðna og vantrausts á markaði,“ segir Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone. Í gær var skrifað upp á samning um sölu á skaðatryggingafélaginu Moderna Forsäkringar og sjóðstýringarfyrirtækinu Aktie-Ansvar auk þess sem stefnt er að því að selja líftryggingafélagið Moderna Liv og bankann Banque Invik.

Viðskipti innlent

Biðin er skaðleg

„Bið eftir verðmati á bönkunum hefur mjög truflandi áhrif á rekstur útflutningsfyrirtækja,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.

Viðskipti innlent

Fyrstu samn­ingar í höfn

„Fyrstu samningar eru frágengnir og íhlutir á leið til landsins,“ segir Jóhann R. Benediktsson, framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins HBT á Suðurnesjum. Fyrirtækið vinnur að þróun orkusparandi lausna fyrir rafkerfi stórnotenda, svo sem frystihús og fjölveiðiskip.

Viðskipti innlent

Bankastjórar gömlu bankanna fengu 3200 milljónir í laun

Sjö bankastjórar gömlu bankanna fengu yfir þrjúþúsund og tvöhundruð milljónir króna í laun, hlunnindi og bónusa á fimm árum. Sýnir veruleikafirringu manna í bankakerfinu segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur sem hvetur fyrrum bankastjóra til að feta í fótspor Bjarna Ármannssonar og skila einhverju til baka.

Viðskipti innlent

Gengi Century Aluminum féll um tæp 30 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 29,39 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 203 krónum á hlut. Þá féll gengi bréfa í Icelandair Group um 3,94 prósent og Össurar um 2,12 prósent auk þess sem gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði um 1,82 prósent.

Viðskipti innlent

Vona að sala sendiráðabústaða gefi milljarð í kassann

Íslensk stjórnvöld hafa sett nokkra af helstu sendiráðabústöðum sínum erlendis til sölu. Samkvæmt frétt í Wall Street Journal um málið mun salan gefa af sér um 25 milljónir dollara eða tæpa 3 milljarða kr.. Pétur Ásgeirsson hjá utanríkisráðuneytinu segir að til standi að kaupa nýja ódýrari bústaði fyrir um það bil tvo milljarða.

Viðskipti innlent

Peningastefnunefnd er orðin fullskipuð

Forsætisráðherra hefur í dag skipað tvo fulltrúa í peningastefnunefnd samkvæmt nýju ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum. Þau eru Anne Sibert, Dr. í hagfræði og prófessor við Birkbeck College, University of London og Gylfi Zoega, Dr. í hagfræði og prófessor við Háskóla Íslands.

Viðskipti innlent