Viðskipti innlent

Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms

Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip.

Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs fer nú hækkandi á ný

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs fer nú hækkandi á ný eftir að hafa lækkað stöðugt allt sumarið og haustið. Á mánudag var það komið niður í rúma 350 punkta en í dag stendur það í rúmum 390 punktum samkvæmt lista CMA Datavision yfir þau 10 lönd sem taldin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti.

Viðskipti innlent

September sá næststærsti í ferðamennsku frá upphafi

Erlendir ferðamenn voru 3,3% færri í septembermánuði samanborið við sama tíma í fyrra, en alls fóru ríflega 42 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð. Þrátt fyrir þessa fækkun erlendra gesta er þetta annar stærsti septembermánuður frá upphafi talningar samkvæmt tölum sem Ferðamálastofa birti í morgun.

Viðskipti innlent

ÍLS lækkar áætlun sína um útgáfu íbúðabréfa á árinu

Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur lækkað áætlun sína um útgáfu íbúðabréfa til fjármögnunar nýrra útlána um 9 til 11 milljarða kr. frá fyrri áætlun sem gefin var út í júlí. Í endurskoðaðri útgáfuáætlun, sem sjóðurinn birti í morgun, er gert ráð fyrir 6 til 8 milljarða kr. útgáfu íbúðabréfa á seinasta fjórðungi ársins.

Viðskipti innlent

Gætum lent í greiðslufalli ef AGS fer úr landinu

Þorvaldur Gylfason prófessor segir að þeir sem vilji sparka Alþjóðagjaldeyrirssjóðnum úr landinu séu að leika sér að eldinum. „Við gætum vel þurft á láni AGS að halda til að forða því að Ísland lendi í greiðslufalli," segir Þorvaldur. „Slíkt yrði mikil auðmýking fyrir landið og þjóðina."

Viðskipti innlent

Fyrsta TEDx-ráðstefnan fjölsótt og vel heppnuð

Fjölmargir sóttu fyrstu TEDx-ráðstefnuna sem var haldin í Reykjavík í gær. Íslenskir fyrirlesarar komu fram og fluttu innblásnar ræður um hin ýmsu efni sem tengjast því sem TEDx stendur fyrir, Technology, Entertainment, Design; eða tækni, skemmtun og hönnun á íslensku. Auk þess var örfyrirlestrum varpað á skjá, svokölluðum TED-TAlk, eftir hina ýmsu athafnamenn og konur.

Viðskipti innlent

Hvað varð um galdrakarlana í Oz?

Fyrir tæpum tuttugu árum var íslensk upplýsingatækni enn í bleyju. Þeir sem vildu skera sig úr burðuðust stoltir um með nokkurra kílóa fokdýran farsímahlunk og þeir framsýnustu lumuðu á upphringimótöldum sem gerðu þeim kleift að tengjast háskólanetum á nokkrum mínútum. Þar var þó lítið að gera nema fyrir innvígða.

Viðskipti innlent

Kraftmikill bankastjóri

Keppinautar Kaupþings fá ekki síðri útreið en meðreiðarsveinar Ármanns hjá bankanum. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir Ármann bera það með sér að hafa snætt í tvígang með jafn mörgum viðskiptavinum í hádeginu á hverjum degi.

Viðskipti innlent

Verðlaunabikar

Harla ólíklegt þykir að Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander, banka í eigu Kaupþings í Bretlandi, verði tekinn á beinið fyrir að leka innherjaupplýsingum í bók sinni Ævintýraeyjan.

Viðskipti innlent

Landsbankinn tekur yfir Húsasmiðjuna

Eignarhaldsfélagið Vestia hefur eignast Húsasmiðjuna að fullu samkvæmt tilkynningu frá Húsasmiðjunni. Þar kom fram að þann 6. október, á aðalfundi Húsasmiðjunnar, hafi fráfarandi stjórn félagsins samþykkt að afskrifa allt hlutafé þáverandi eiganda í félaginu og gefa út nýtt hlutafé.

Viðskipti innlent

New York flugi Iceland Express vel tekið

Sala á flugsætum til New York á vegum Iceland Express næsta sumar hefur fengið fljúgandi start og hefur salan komið forsvarsmönnum fyrirtækisins gríðarlega á óvart. Matthías Imsland framkvæmdastjóri segir að þegar hafi þeir selt rúmlega fjórðung þeirra sæta sem til stóð að selja hér á landi. „Þessi sterku viðbrögð hafa komið okkur mjög á óvart og fólk virðist tilbúið til þess að stökkva á að komast til New York á góðu verði,“ segir hann.

Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing: Coca Cola hótaði ekki bankanum

Fram kemur í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi að Coca Cola fyrirtækið hótaði ekki bankanum líkt og haldið var fram í Fréttaaukanum í Ríkissjónvarpinu síðastliðið sunnudagskvöld. Það sama sagði Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður Vífilfells, í gær. Auk þess stæði ekki til að afskrifa skuldir sem tengjast fyrirtækinu.

Viðskipti innlent

Iceland Express flýgur til Rotterdam í sumar

Iceland Express ætlar að hefja flug til Rotterdam í Hollandi næsta sumar. Flogið verður einu sinni í viku frá og með 2. júni, á fimmtudögum. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 25 og hafa aldrei verið fleiri, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Viðskipti innlent

Töluverður munur á tillögum OECD og stjórnvalda um útgjöldin

Töluvert ber í milli þegar kemur að tillögum OECD um niðurskurð og þeim áherslum sem lesa má úr fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á því sviði. OECD telur til að mynda svigrúm vera til verulegs niðurskurðar á útgjöldum til heilbrigðis- og menntamála án þess að þessir málaflokkar þurfi að líða fyrir.

Viðskipti innlent