Menning

Vill njóta þess að skapa og sam­tímis ná að lifa af

Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir fann fljótt að hönnun hennar ætti erindi erlendis og stefnir því á að flytjast alfarið út með vinnustofu sína. Hún bjó lengi vel í London þar sem hún lagði stund á meistaranám í fatahönnun en neyddist til að klára námið heima á Íslandi vegna Covid. Sól er viðmælandi í Kúnst.

Menning

Ís­land sem dótakassi fyrir spillingu

Ein af bókum þessa jólabókaflóðs kemur úr óvæntri átt. Þorvaldur Logason heimspekingur og félagsfræðingur var að senda frá sér bókina Eimreiðarelítan – spillingarsaga og það verður að segjast eins og er að maður er í hálfgerðu áfalli eftir lestur hennar. Þó var allt þetta kunnuglegt.

Menning

Hannar hátískuflíkur úr ull fjölskyldusveitarinnar

Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir var ung að árum harðákveðin í því hvernig hún vildi klæða sig og hefur alla tíð verið óhrædd við að fara eigin leiðir. Sól hefur verið með annan fótinn í London síðustu ár og stefnir á erlendan markað með hönnun sína en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Nefndi verk um sjálfs­blekkingu og græðgi 2008 fyrir hálfri öld

„Á fyrstu sýningunni minni árið 1976 þá skíri ég þessar myndir 2008 - 2010, fyrir tæpum fimmtíu árum. Myndirnar eru dökkar, sjálfsblekkingin er mikil og þær heita nákvæmlega eftir árinu sem hrunið er,“ segir grafíkerinn og kolamálarinn Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heim­sóknar Clinton

Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni.

Menning

„Minnir á­horf­andann á að við þurfum ekki að hlusta á allt“

„Ég byrjaði mjög snemma að hafa áhuga á myndlist, eflaust um fjögurra ára aldur. Ég var mikill dundari og var alltaf að lita og teikna. Ég man ekki eftir mér öðruvísi,“ segir listakonan og skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage, sem stendur fyrir listasýningunni Valkostir samtímans. Sýningin er opin á föstudag og laugardag í Hannesarholti.

Menning

Af­þakkaði verð­laun til að forðast vesen

Ekkert verður af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar árið 2023 þar sem listamaðurinn sem hlaut titilinn í ár hefur afþakkað hann. Áætlaðir fjármunir vegna verðlaunafjár bæjarlistarmannsins sem eru tvö hundruð þúsund krónur verða nýttir til frekari jólaskreytinga í sveitarfélaginu þess í stað. 

Menning

„Ég er ekkert að slæpast“

„Ég er algjör fréttafíkill, ég hlusta á hvern einasta fréttatíma,“ segir hin 90 ára Ragnheiður Jónsdóttir, grafíker og kolamálari, sem stendur fyrir sýningunni Kosmos/Kaos á Listasafni Árnesinga. Ragnheiður er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Vig­dís fallin og dottin í það

„Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum.

Menning

Konurnar voru bara eins og eitt af hús­gögnunum

„Ég hef gert myndirnar fyrst og haft áhyggjurnar á eftir. Þegar ég opnaði mína fyrstu sýningu árið 1976 hafði ég áhyggjur af því að ég yrði bara rökkuð niður,“ segir grafíkerinn og kolateiknarinn Ragnheiður Jónsdóttir, sem er gagnrýnin og óhrædd við að segja sína skoðun í listsköpun sinni. Ragnheiður er viðmælandi í Kúnst.

Menning

„Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmti­legasta“

„Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi,“ segir listakonan Rakel Tómas um sýninguna Möguleikar sem hún opnar á morgun á Tíu sopum. Blaðamaður tók púlsinn á henni.

Menning

Full­orðið fólk á ekki að væla

Þeir sem eru fyrir harðsoðnar glæpasögur – trylla – eiga góða tíma í vændum því Stefán Máni var að senda frá sér eina af sínum allra bestu bókum. Hún heitir Borg hinna dauðu og fjallar um ævintýri Harðar Grímssonar, þess sérlundaða og sérstaka lögreglumanns.

Menning

Birna verðlaunuð fyrir Örverpi

Birna Stefáns­dóttir hlaut í dag Bók­mennta­verð­laun Tómasar Guð­munds­sonar við há­tíð­lega at­höfn í Höfða. Borgar­stjóri veitti Birnu verð­launin.

Menning

Húsinu fylgdi geðveik kona

Sólveig Pálsdóttir hefur undanfarin ár verið að hasla sé völl sem einn okkar allra besti spennusagnahöfundur. Nýlega sendi hún frá sér bókina Miðilinn sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt ef ekki væri fyrir það að hún skrifaði hluta bókarinnar við nánast óbærilegar aðstæður.

Menning