„Ég varð stjörf af hræðslu“ „Ég hélt lengi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti bara að „komast yfir“ en sannleikurinn er sá að þetta hefur haft miklu dýpri áhrif á mig en fólk sér. Ég hef burðast með óöryggi, kvíða og sár sem ekki sjást,“ segir Klaudia Pétursdóttir. Tíu ára gömul flutti Klaudia frá Póllandi til Íslands til að búa hjá föður sínum. Þar varð hún fyrir ítrekuðu ofbeldi sem hafði djúp áhrif á líf hennar. Í dag stígur hún fram og segir sína sögu – í von um að styðja aðra og vekja athygli á mikilvægi úrræða fyrir þolendur. Lífið 11.5.2025 09:02
Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 11.5.2025 07:03
„Og ég varð snargeðveikur“ Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir hefur nú hætt störfum enda að verða 78 ára gamall. Sveinn Rúnar hefur notið mikilla vinsælda, hann er með skemmtilegri mönnum og hefur verið heimilislæknir fræga fólksins. Lífið 11.5.2025 07:02
Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Húsfyllir var í hönnunarversluninni Vest á miðvikudagskvöld þegar danska hönnunarmerkið Bolia var kynnt með glæsilegum viðburði. Meðal gesta var Mie Bækgaard Nielsen frá Bolia, sem mætti sérstaklega til landsins og deildi áhugaverðum sögum um hönnunarferlið og stefnu merkisins með viðstöddum. Lífið 9.5.2025 12:04
Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Fyrirsætan Molly-Mae Hague og boxarinn Tommy Fury eru tekin aftur saman eftir að hafa slitið fimm ára sambandi sínu í ágúst síðastliðnum. Parið sem á saman tveggja ára dótturina Bambi ávann sér frægð fyrir þátttöku í raunveruleikaþátunum Love Island árið 2019. Lífið 9.5.2025 11:13
Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Egill Logi Jónasson, sem gengur undir listamannsnafninu Drengurinn Fengurinn, hefur hlotið einnar milljón króna styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Eysteinssonar í ár, til að vinna að verkefninu Dreamboy Syndicate. Lífið 9.5.2025 10:02
Leikstjórinn James Foley er látinn Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila. Lífið 9.5.2025 09:18
Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson einnig þekktur sem Auður hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Stockholm Syndrome. Lagið kom út í september í fyrra og fjallar um Stokkhólmsheilkennið í samhengi við sambandsslit, ástina og hugmyndina um persónulegt frelsi og að vera tilfinningalega háður einstaklingi. Lífið 9.5.2025 09:00
Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur, og kærasti hennar, Þorvar Bjarmi Harðarson handboltadómari, eignuðust dreng þann 5. maí síðastliðinn. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 8.5.2025 20:10
Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, og unnusti hennar, Brooks Laich, fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, eiga von á stúlku í haust. Lífið 8.5.2025 15:03
Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Steinunn Björnsdóttir, fyrrum fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, og kærasti hennar Vilhjálmur Theodór Jónsson, hafa sett íbúð sína við Háaleitisbraut á sölu. Ásett verð er 98,9 milljónir. Lífið 8.5.2025 13:56
Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Tinna Þórudóttir Þorvaldar er eini atvinnuheklari landsins. Hennar bisness felst í því að hanna heklstykki, skrifa upp uppskriftir og selja á alþjóðlegum heklsíðum. Lífið 8.5.2025 11:35
Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Leikkonan og handritshöfundurinn Vala Kristín Eiríksdóttir og leikarinn Hilmir Snær Guðnason eiga von á dóttur á næstu vikum, að því er fram kemur í færslu Völu á Instagram. Lífið 8.5.2025 10:09
Stjörnufans í sumarselskap Það var líf og fjör í sumarselskap veitingastaðarins Brút á dögunum. Margt var um manninn og hinar ýmsu stjörnur landsins kvöddu veturinn með stæl og buðu sumarið velkomið. Lífið 8.5.2025 09:01
Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. Lífið 8.5.2025 07:33
Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og skóhönnuður, og knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason voru meðal heiðursgesta á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var haldinn í tilefni af þriggja daga ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, til Svíþjóðar. Lífið 7.5.2025 19:01
Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Liðsmenn VÆB hafa nú lokið tveimur æfingunum á sviðinu í St. Jakobs-höllinni í Basel í Sviss. Bræðurnir stíga á stokk fyrstir allra í fyrri undankeppninni komandi þriðjudagskvöldið og flytja lag sitt Róa. Lífið 7.5.2025 14:55
VÆB opnar verslun í Kringlunni Tónlistardúettinn VÆB, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár, hefur opnað verslun í Kringlunni í tengslum við þátttöku sína í keppninni. Þar verður hægt að kaupa ýmis konar varning tengdan sveitinni, þar á meðal VÆB-galla, húfur og derhúfur. Lífið 7.5.2025 14:14
Reyndi við þrjár milljónir Jón Gunnar Vopnfjörð sló rækilega í gegn í Spurningaspretti á laugardaginn á Stöð 2. Lífið 7.5.2025 13:32
Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. Lífið 7.5.2025 12:36
Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson hefur fest kaup á glæsilegri þakíbúð í nýju fimm hæða fjölbýlishúsi við Lautargötu í Urriðaholti. Hann greiddi samkvæmt heimildum fréttastofu 144,9 milljónir fyrir eignina. Lífið 7.5.2025 12:09
Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro og sambýliskona hans Hallveig Hafstað Haraldsdóttir ráðgjafi hafa fest kaup á parhúsi við Hringbraut í Reykjavík. Parið greiddi 119,9 milljónir fyrir. Lífið 7.5.2025 10:36
Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Jói Fel er nýtrúlofaður og ástfanginn og fluttur í Hveragerði þar sem hann er byrjaður á glænýju mjög spennandi verkefni. Lífið 7.5.2025 10:31
Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. Lífið 7.5.2025 07:01