Lífið Dansaðu við mig Leikhús andanna, nýstofnaður leikhópur, frumsýnir nýtt íslenskt verk í kvöld. Það er eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, og kallar hún það Dansaðu við mig. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Dansaðu við mig er ekki dansverk, þótt það beri þetta heiti. Leikendur eru tveir, Höskuldur Sæmundsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Veggspjald sýningarinnar byggir á mótífi úr einu þekktasta endurreisnarmálverki sögunnar, Venus stígur úr hafi sem hefur sterkar tilvísanir í leikritið sjálft. Sýningin er algerlega sjálfstætt framtak og ekki styrkt af neinum svo um er að ræða hreina hugsjónastarfsemi ungra listamanna sem hafa nú þegar látið talsvert í sér heyra. Leikhópurinn hefur mátt bíða með frumsýninguna vegna bókana forsætisráðuneytis á sölum Iðnó fyrir blaðamannafundi og hefur átt erfitt með að klára æfingar á verkinu. Leikhús andanna ætlar að koma til móts við landann og bjóða sérstakt kreppuverð á 2., 3. og 4. sýningu verksins. Menning 24.10.2008 07:00 Það er bara til einn Dylan Áttundi hluti hinnar margrómuðu Bootleg Series sem hefur að geyma áður óútgefnar Dylan upptökur kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn sem heitir Tell Tale Signs og hefur að geyma upptökur frá árunum 1989-2006. Tónlist 24.10.2008 06:15 Allir borða plokkfiskinn Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður kom dætrum sínum upp á fiskát með því að matreiða plokkfisk á nýjan máta og eru dæturnar duglegar við að aðstoða pabba sinn í eldhúsinu. Heilsuvísir 24.10.2008 06:00 Safnplata frá Melua Söngkonan Katie Melua, sem hélt tónleika í Laugardalshöll fyrir tveimur árum, gefur út tvöfaldan safndisk á mánudag. Á fyrri disknum verða sautján lög, þar á meðal The Closest Thing To Crazy, Nine Million Bicycles og What A Wonderfuld World sem hún söng með Evu Cassidy. Tónlist 24.10.2008 05:30 Selur ljósmyndir í Gleðibankanum „Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital-myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman,“ segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibankinn. Menning 24.10.2008 05:00 Frábær list tekur tíma Andy Gould, umboðsmaður Guns N"Roses, líkir söngvaranum Axl Rose við ítalska listamanninn Michelangelo í nýlegu viðtali. Sautján ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar með frumsömdu efni kom út, Use Your Illusions II. Töldu því margir að nýja platan, Chinese Democracy sem kemur út 24. nóvember, yrði aldrei að veruleika. Tónlist 24.10.2008 04:15 Á tveimur hátíðum Kvikmyndin Heiðin verður sýnd í flokknum Alþjóðlegar uppgötvanir á kvikmyndahátíð í Mannheim-Heidelberg í byrjun nóvember. Heiðin er í hópi 32 nýrra mynda sem voru valdar sérstaklega úr um 2.500 myndum sem valnefnd hátíðarinnar barst og er því um mikinn heiður að ræða fyrir leikstjórann Einar Þór Gunnlaugsson og aðra sem stóðu að myndinni. Bíó og sjónvarp 24.10.2008 04:00 Styttist í W Nýjasta kvikmynd leikstjórarns Oliver Stone verður frumsýnd innan skamms. Myndin W fjallar um George Walker Bush allt frá námsárum hans í Yale þar til hann verður forseti Bandaríkjanna. Josh Brolin leikur Bush í myndinni. Lífið 23.10.2008 21:00 Opið bréf til Davíðs Oddssonar Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan. Lífið 23.10.2008 15:40 Nota raunveruleikann í Klovn Þeir félagar í dönsku gamanþáttunum Klovn nota raunveruleikann í þáttunum eins og meint geðveiki annars þeirra sýnir. Lífið 23.10.2008 13:24 Erpur fjallar um Laxness Í vetur verður ungt fólk í aðalhlutverki í stofunni á Gljúfrasteini og rýnir í verk Halldórs Laxness. Sunnudaginn 26. október kl. 16.00 mun Erpur Eyvindason, Rottweiler hundur og rappari, fjalla um pólitísku skáldsöguna Atómstöðina eftir Halldór Laxness. Lífið 23.10.2008 10:54 Sony býst við minni hagnaði Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Leikjavísir 23.10.2008 09:31 Kvikmyndaver selt Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Bíó og sjónvarp 23.10.2008 09:00 Háu hælana úr umferðinni Rúmlega 11 og hálf milljón breskra kvenna leggur sjálfa sig og aðra í bráða lífshættu með akstri í háhælaskóm um götur Bretlands. Lífið 23.10.2008 08:32 Saga eftir Palahniuk í bíó Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Bíó og sjónvarp 23.10.2008 08:00 FM Belfast fær góða dóma Hljómsveitin FM Belfast fær góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins NME fyrir tónleika sína á Iceland Airwaves-hátíðinni á laugardagskvöld. „Það var lítið sem gat heillað mann eftir að hafa horft gapandi á stóra fossa, heita hveri og grófgerða dalina. Þess vegna má þakka guði fyrir elektrópopparana í FM Belfast sem hrifu mann með kraftmikilli framkomu á myrkum tíma í sögu þjóðar sinnar," sagði í dómnum. Tónlist 23.10.2008 08:00 Loksins plata frá Skapta Ólafs Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. Tónlist 23.10.2008 07:00 Sólargeisli frá honum KK Nýjasta plata hins ástsæla tónlistarmanns KK – Svona eru menn – er komin út. Þjófstartað var á Kaffi Rosenberg á mánudag. Til útgáfuteitis KK var ýmsum vinum og velunnurum, ásamt þeim sem komu að gerð plötunnar, boðið. Tónlist 23.10.2008 06:00 Rourke og Statham í 13 Mickey Rourke, Jason Statham og rapparinn 50 Cent hafa tekið að sér hlutverk í spennumyndinni 13 sem Frakkinn Gela Babluani leikstýrir. Áður hafði Sam Riley verið ráðinn í hlutverk í myndinni, sem er endurgerð 13 Tzameti sem Babluani leikstýrði einnig. Bíó og sjónvarp 23.10.2008 06:00 Minning Göggu Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Menning 23.10.2008 06:00 Upplestraröð að hefjast Nú eru að hefjast upplestrar á vegum bókaforlaganna. Í kvöld kl. 20 ríður Forlagið á vaðið. Upplestrar munu fara fram á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg (áður Súfistinn) hvert fimmtudagskvöld fram í miðjan desember. Menning 23.10.2008 06:00 Norskur rithöfundur drepur sóknarprestinn í Reykholti „Jú, jú, það er engin tilviljun að séra Magnús er með grátt hár, gleraugu og geithafursskegg. Og er forfallinn áhugamaður um Snorra,“ segir norski rithöfundurinn Tom Egeland. Menning 23.10.2008 06:00 Á flótta undan réttvísinni Frumsýnd verður hér á landi um helgina kvikmyndin Eagle Eye, sem skartar þeim Shia LaBeouf og Michelle Monaghan í aðalhlutverkum. Í myndinni Eagle Eye kynnast áhorfendur letingjanum Jerry sem verður fyrir því óláni að missa tvíburabróður sinn í bílslysi. Bíó og sjónvarp 23.10.2008 06:00 Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveitum verði notuð í bandarískum auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phillips, einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Tónlist 23.10.2008 05:00 Gáttaþefur og sálir tvær Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leikmynd og búninga annast Grétar Reynisson. Menning 23.10.2008 05:00 Jónsi með einsöng „Ég var í sveit á Kambsstöðum og þetta er fólkið sem ól mig upp. Mér var ljúft að bjóða fram aðstoð mína,“ segir Jónsi í Svörtum fötum, sem syngur einsöng með kórnum Sálubót úr Þingeyjarsveit í Fella- og Hólakirkju á laugardag. Tónlist 23.10.2008 04:00 Langar að gefa út aðra plötu „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan,“ segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. Tónlist 23.10.2008 04:00 Fjögur þúsund börn vilja leika í Söngvaseiði Fullt var út úr dyrum í skráningu í Borgarleikhúsinu í dag þegar áheyrnarprufur fyrir Söngvaseið fóru fram. Fram kemur í fréttatilkynningu að um 4000 börn hafi látið skrá sig. Lífið 22.10.2008 20:22 Steinar Ísfeld er ljúfmenni „Mér fannst þetta svolítið fyndið að þetta nafn skyldi valið, af öllum," segir Steinar Ísfeld Ómarsson, áreiðanleikasérfræðingur í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Steinar er eini alnafni einnar siðspilltustu persónu íslenskrar sjónvarpssögu, Steinars Ísfeld í Svörtum englum. Lífið 22.10.2008 17:19 Tvífarar: Bankastjórinn og borgarfulltrúinn Borgarfulltrúinn og sjálfstæðismaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á sér tvífara úr fjármálaheiminum. Joseph Yam seðlabankastjóri í Hong Kong er launahæsti seðlabankastjóri í heimi og er ekki ósvipaður borgarfulltrúanum sem nú stundar nám í Skotlandi. Lífið 22.10.2008 09:59 « ‹ ›
Dansaðu við mig Leikhús andanna, nýstofnaður leikhópur, frumsýnir nýtt íslenskt verk í kvöld. Það er eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, og kallar hún það Dansaðu við mig. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Dansaðu við mig er ekki dansverk, þótt það beri þetta heiti. Leikendur eru tveir, Höskuldur Sæmundsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Veggspjald sýningarinnar byggir á mótífi úr einu þekktasta endurreisnarmálverki sögunnar, Venus stígur úr hafi sem hefur sterkar tilvísanir í leikritið sjálft. Sýningin er algerlega sjálfstætt framtak og ekki styrkt af neinum svo um er að ræða hreina hugsjónastarfsemi ungra listamanna sem hafa nú þegar látið talsvert í sér heyra. Leikhópurinn hefur mátt bíða með frumsýninguna vegna bókana forsætisráðuneytis á sölum Iðnó fyrir blaðamannafundi og hefur átt erfitt með að klára æfingar á verkinu. Leikhús andanna ætlar að koma til móts við landann og bjóða sérstakt kreppuverð á 2., 3. og 4. sýningu verksins. Menning 24.10.2008 07:00
Það er bara til einn Dylan Áttundi hluti hinnar margrómuðu Bootleg Series sem hefur að geyma áður óútgefnar Dylan upptökur kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn sem heitir Tell Tale Signs og hefur að geyma upptökur frá árunum 1989-2006. Tónlist 24.10.2008 06:15
Allir borða plokkfiskinn Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður kom dætrum sínum upp á fiskát með því að matreiða plokkfisk á nýjan máta og eru dæturnar duglegar við að aðstoða pabba sinn í eldhúsinu. Heilsuvísir 24.10.2008 06:00
Safnplata frá Melua Söngkonan Katie Melua, sem hélt tónleika í Laugardalshöll fyrir tveimur árum, gefur út tvöfaldan safndisk á mánudag. Á fyrri disknum verða sautján lög, þar á meðal The Closest Thing To Crazy, Nine Million Bicycles og What A Wonderfuld World sem hún söng með Evu Cassidy. Tónlist 24.10.2008 05:30
Selur ljósmyndir í Gleðibankanum „Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital-myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman,“ segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibankinn. Menning 24.10.2008 05:00
Frábær list tekur tíma Andy Gould, umboðsmaður Guns N"Roses, líkir söngvaranum Axl Rose við ítalska listamanninn Michelangelo í nýlegu viðtali. Sautján ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar með frumsömdu efni kom út, Use Your Illusions II. Töldu því margir að nýja platan, Chinese Democracy sem kemur út 24. nóvember, yrði aldrei að veruleika. Tónlist 24.10.2008 04:15
Á tveimur hátíðum Kvikmyndin Heiðin verður sýnd í flokknum Alþjóðlegar uppgötvanir á kvikmyndahátíð í Mannheim-Heidelberg í byrjun nóvember. Heiðin er í hópi 32 nýrra mynda sem voru valdar sérstaklega úr um 2.500 myndum sem valnefnd hátíðarinnar barst og er því um mikinn heiður að ræða fyrir leikstjórann Einar Þór Gunnlaugsson og aðra sem stóðu að myndinni. Bíó og sjónvarp 24.10.2008 04:00
Styttist í W Nýjasta kvikmynd leikstjórarns Oliver Stone verður frumsýnd innan skamms. Myndin W fjallar um George Walker Bush allt frá námsárum hans í Yale þar til hann verður forseti Bandaríkjanna. Josh Brolin leikur Bush í myndinni. Lífið 23.10.2008 21:00
Opið bréf til Davíðs Oddssonar Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan. Lífið 23.10.2008 15:40
Nota raunveruleikann í Klovn Þeir félagar í dönsku gamanþáttunum Klovn nota raunveruleikann í þáttunum eins og meint geðveiki annars þeirra sýnir. Lífið 23.10.2008 13:24
Erpur fjallar um Laxness Í vetur verður ungt fólk í aðalhlutverki í stofunni á Gljúfrasteini og rýnir í verk Halldórs Laxness. Sunnudaginn 26. október kl. 16.00 mun Erpur Eyvindason, Rottweiler hundur og rappari, fjalla um pólitísku skáldsöguna Atómstöðina eftir Halldór Laxness. Lífið 23.10.2008 10:54
Sony býst við minni hagnaði Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Leikjavísir 23.10.2008 09:31
Kvikmyndaver selt Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Bíó og sjónvarp 23.10.2008 09:00
Háu hælana úr umferðinni Rúmlega 11 og hálf milljón breskra kvenna leggur sjálfa sig og aðra í bráða lífshættu með akstri í háhælaskóm um götur Bretlands. Lífið 23.10.2008 08:32
Saga eftir Palahniuk í bíó Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Bíó og sjónvarp 23.10.2008 08:00
FM Belfast fær góða dóma Hljómsveitin FM Belfast fær góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins NME fyrir tónleika sína á Iceland Airwaves-hátíðinni á laugardagskvöld. „Það var lítið sem gat heillað mann eftir að hafa horft gapandi á stóra fossa, heita hveri og grófgerða dalina. Þess vegna má þakka guði fyrir elektrópopparana í FM Belfast sem hrifu mann með kraftmikilli framkomu á myrkum tíma í sögu þjóðar sinnar," sagði í dómnum. Tónlist 23.10.2008 08:00
Loksins plata frá Skapta Ólafs Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. Tónlist 23.10.2008 07:00
Sólargeisli frá honum KK Nýjasta plata hins ástsæla tónlistarmanns KK – Svona eru menn – er komin út. Þjófstartað var á Kaffi Rosenberg á mánudag. Til útgáfuteitis KK var ýmsum vinum og velunnurum, ásamt þeim sem komu að gerð plötunnar, boðið. Tónlist 23.10.2008 06:00
Rourke og Statham í 13 Mickey Rourke, Jason Statham og rapparinn 50 Cent hafa tekið að sér hlutverk í spennumyndinni 13 sem Frakkinn Gela Babluani leikstýrir. Áður hafði Sam Riley verið ráðinn í hlutverk í myndinni, sem er endurgerð 13 Tzameti sem Babluani leikstýrði einnig. Bíó og sjónvarp 23.10.2008 06:00
Minning Göggu Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Menning 23.10.2008 06:00
Upplestraröð að hefjast Nú eru að hefjast upplestrar á vegum bókaforlaganna. Í kvöld kl. 20 ríður Forlagið á vaðið. Upplestrar munu fara fram á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg (áður Súfistinn) hvert fimmtudagskvöld fram í miðjan desember. Menning 23.10.2008 06:00
Norskur rithöfundur drepur sóknarprestinn í Reykholti „Jú, jú, það er engin tilviljun að séra Magnús er með grátt hár, gleraugu og geithafursskegg. Og er forfallinn áhugamaður um Snorra,“ segir norski rithöfundurinn Tom Egeland. Menning 23.10.2008 06:00
Á flótta undan réttvísinni Frumsýnd verður hér á landi um helgina kvikmyndin Eagle Eye, sem skartar þeim Shia LaBeouf og Michelle Monaghan í aðalhlutverkum. Í myndinni Eagle Eye kynnast áhorfendur letingjanum Jerry sem verður fyrir því óláni að missa tvíburabróður sinn í bílslysi. Bíó og sjónvarp 23.10.2008 06:00
Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveitum verði notuð í bandarískum auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phillips, einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Tónlist 23.10.2008 05:00
Gáttaþefur og sálir tvær Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leikmynd og búninga annast Grétar Reynisson. Menning 23.10.2008 05:00
Jónsi með einsöng „Ég var í sveit á Kambsstöðum og þetta er fólkið sem ól mig upp. Mér var ljúft að bjóða fram aðstoð mína,“ segir Jónsi í Svörtum fötum, sem syngur einsöng með kórnum Sálubót úr Þingeyjarsveit í Fella- og Hólakirkju á laugardag. Tónlist 23.10.2008 04:00
Langar að gefa út aðra plötu „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan,“ segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. Tónlist 23.10.2008 04:00
Fjögur þúsund börn vilja leika í Söngvaseiði Fullt var út úr dyrum í skráningu í Borgarleikhúsinu í dag þegar áheyrnarprufur fyrir Söngvaseið fóru fram. Fram kemur í fréttatilkynningu að um 4000 börn hafi látið skrá sig. Lífið 22.10.2008 20:22
Steinar Ísfeld er ljúfmenni „Mér fannst þetta svolítið fyndið að þetta nafn skyldi valið, af öllum," segir Steinar Ísfeld Ómarsson, áreiðanleikasérfræðingur í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Steinar er eini alnafni einnar siðspilltustu persónu íslenskrar sjónvarpssögu, Steinars Ísfeld í Svörtum englum. Lífið 22.10.2008 17:19
Tvífarar: Bankastjórinn og borgarfulltrúinn Borgarfulltrúinn og sjálfstæðismaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á sér tvífara úr fjármálaheiminum. Joseph Yam seðlabankastjóri í Hong Kong er launahæsti seðlabankastjóri í heimi og er ekki ósvipaður borgarfulltrúanum sem nú stundar nám í Skotlandi. Lífið 22.10.2008 09:59