Lífið

Vinningshafar í leik Vísis, Hans Petersen og Ljósmyndari.is

Í desember síðastliðinn stóð Vísir fyrir ljósmyndasamkeppninni Myndarleg jól, í samstarfi við Hans Petersen og ljósmyndari.is. Markmið keppninnar var að hvetja landsmenn til að festa á filmu anda og augnarblik jólanna, og verðlauna þær myndir og ljósmyndara sem best náðu því markmiði, að mati dómnefndar.

Lífið kynningar

Danshöfundur á fleygiferð um Evrópu

„Mér finnst svolítið fyndið að fara með verk sem heitir þessu nafni í ljósi þess að maður hefur heyrt að fólki hafi meðal annars verið hent út úr búðum í Danmörku,“ segir Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur.

Menning

Enn meiri Vonbrigði

Hljómsveitin Vonbrigði, sem neitaði um daginn að selja frægasta lag sitt, „Ó Reykjavík“ í símaauglýsingu, hamast nú við að klára nýja plötu með Halli Ingólfssyni. „Menn eru alveg að tapa sér,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, Jói í Vonbrigðum. „Þetta er rokk og ról út í gegn og allt á fullu blasti. Engin róleg lög.“

Tónlist

Aldrei fleiri tilnefningar til Edduverðlauna

Brúðguminn hefur að öllum líkindum sett met í fjölda tilnefninga til Edduverðlauna en myndin hlaut 14 tilnefningar. „Ég man ekki eftir að það hafi svo margar tilnefningar verið á eina mynd," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, þegar Vísir spyr hann út í málið.

Lífið

Miklar áhyggjur af stöðu kvikmyndagerðar

Þórhallur Gunnarsson segir að RÚV muni kappkosta við að halda dampi í framleiðslu á leiknu innlendu efni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrirtæki Björgólfs Guðmundssonar, Ólafsfell, gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Hafði Ólafsfell skuldbundið sig til að styrkja spennuþáttaröðina Hamarinn um 25 milljónir samkvæmt samkomulagi fyrirtækisins og RÚV en hafði einungis greitt átta.

Lífið

Yfirlitssýning um Gylfa

Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners.

Menning

Fer ekki á svið með Jackson 5

Michael Jackson hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í fyrirhugaðri endurkomu hljómsveitarinnar Jackson 5. Yfirlýsing Jacksons kom degi eftir að eldri bróðir hans Jermaine sagði að Jackson ætlaði í tónleikaferð með sveitinni.

Tónlist

Ástardrykknum frestað

Íslenska óperan hefur frestað sviðsetningu á Ástardrykknum eftir Donisetti sem til stóð að frumsýna í febrúar.

Menning

Gullfoss lækkar á meðan aðrir hækka

ÁTVR hefur lækkað álagningu sína á Gullfoss bjórnum um 7% og skilar sú lækkun sér beint til neytenda í lægra verði. Gullfoss hefur selst vel og er því nú kominn í svokallaðann kjarnaflokk hjá ATVR.

Lífið

Jónsi var eini homminn í þorpinu

Jónsi söngvari Sigur Rósar segist í samtali við Contactmusic sjá sjálfan sig í einni persónu sjónvarpsþáttanna Little Britain - Daffyd Thomas, „eina hommanum í þorpinu."

Lífið

Þátturinn verður algjör negla, segir Logi Bergmann

„Það er allt á fullu. Sálin í heilum þætti. Verður algjör negla. Extra langur þáttur með þeim og þeir taka bestu lögin sín og segja sögurnar á bakvið þau," svarar Logi Bergmann Eiðsson þáttastjórnandi aðspurður um skemmti- og spjallþáttinn Logi í beinni sem er tileinkaður hljómsveitinni Sálinni hans Jóns mínsí kvöld.

Lífið

Aðdáendaklúbbur Færeyinga stofnaður

Aðdáendaklúbbur Færeyinga hefur verið stofnaður á tengslasíðunni Facebook. Rúmlega níu hundruð manns hafa skráð sig og þar með lýst yfir aðdáun sinni á bræðrum okkar í Færeyjum.

Lífið

ABBA-sveit aumkar sig yfir Íslendinga

„Þær hremmingar sem Íslendingar hafa gengið í gegnum undanfarnar vikur hafa ekki farið fram hjá okkur," segir Tomas Jernberg, umboðsmaður sænska ABBA-ábreiðubandsins Arrival. Sveitin er á leið hingað til lands með sýningu sína, „The Music of ABBA", en vegna hruns krónunnar var lengi vel óvíst hvort yfirhöfuð tækist að koma sveitinni til landsins.

Lífið

Heimildarmynd um Sálina í kvöld

Heimildarmyndin Hér er draumurinn í leikstjórn Jóns Egils Bergþórssonar, sem fjallar um Sálina hans Jóns míns, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Í myndinni, sem er í fullri lengd, er farið yfir 20 ára feril sveitarinnar. Gríðarlega fjölbreytt myndefni var notað við vinnslu myndarinnar ásamt gömlum viðtölum sem komu að góðum notum.

Bíó og sjónvarp

Arnaldur Indriðason rýfur fimm milljóna múrinn

„Já, þetta er nokkuð gott. Og hlýtur að vera mikið gleðiefni hvernig gengið hefur með þessar bækur mínar um allan heim: Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og svo í 36 útgáfulöndum öðrum,“ segir Arnaldur Indriðason metsöluhöfundur.

Menning

Brynjar Már vandar til verka

Fyrsta plata Brynjars Más Valdimarssonar, eða BMV, kemur út á laugardaginn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu.

Tónlist

Bókatíðindi væntanleg

Bókatíðindi ársins 2008 eru nú í prentun, á áætlun og líður því að því að þau verði borin út á öll heimili. Fyrirfram hafði verið búist við fækkun titla. Niðurstaðan er að um 40 færri titlar eru í Bókatíðindum í ár en árið 2007, eða 759 alls. Þetta eru því önnur stærstu Bókatíðindi til þessa. Árið 2006 var fjöldi titla 677. Árið 1998 voru þeir 418. Fækkunin er mest í flokknum Þýddar barnabækur, en þar virðist sem erlent samprent verði fyrir barðinu á erfiðleikum við eðlileg viðskipti við útlönd.

Menning

Arrival réttir Íslendingum hjálparhönd

Sænska Abba-tökulagabandið Arrival hefur lækkað þóknun sína vegna tónleikanna í Valshöllinni. Annars hefði rosaleg veiking íslensku krónunnar líklega gengið endanlega frá tónleikunum.

Tónlist

Fullt hús hjá Fresco

Íslenska hjómsveitin Agent Fresco fær fullt hús stiga, eða fimm „K“, hjá breska rokktímaritinu Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Iceland Airwaves-hátíðinni sem lauk á dögunum.

Tónlist

Femínstar funda um McCain og Obama

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þriðjudaginn 4. nóvmeber og af því tilefni ætlar Femínstafélag Íslands að halda sérstakan fund um kosningarnar.

Lífið

Ný plata FM Belfast uppseld hjá útgefanda

Plötusala hjá útgáfufyrirtækinu Kimi records gengur glimrandi þrátt fyrir mikið óveður í íslensku efnahagslífi. Kimi records gefur meðal annars út Retro Stefson, Reykjavík! og FM Belfast en öll eintök af plötum sveitanna eru uppseld. Upplögin spönnuðu allt frá 200 og upp í 1000 stykki.

Lífið