Lífið

Cowell gerði góðverk og trúlofaðist

Tónlistarmógullinn og sjónvarpsstjarnan Simon Cowell viðurkenndi það fyrir bandaríska spjallþáttastjórnandanum Jay Leno á dögunum að hann beðið ástkonu sinnar á Valentínusardaginn síðasta. „Góðverk,“ að sögn hins kjaftfora Breta.

Lífið

Rappari hefur afplánun - myndir

Rapparinn Lil Wayne hóf í gær afplánun á eins árs fangelsisdómi sem hann fékk fyrir að vera með hlaðna byssu í tónleikarútu sinni. Hann gæti átt von á því að vera sleppt eftir átta mánuði ef hann hagar sér vel.

Lífið

Lady Gaga er alveg gaga - myndir

Söngkonan Lady Gaga hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hún hefur ekki eingöngu vakið athygli fyrir gríðarlega vinsæla tónlist sína heldur líka afskaplega nýstárlegan klæðaburð.

Lífið

Kreppa heimtar nýtt skipulag

Írar standa frammi fyrir miklum niðurskurði á ríkisfjármálum vegna efnahagsþrenginga. Í tillögum stjórnvalda er rík áhersla lögð á hlut menningar í því endur-reisnarstarfi sem fram undan er. Gagnrýnendur hafa mætt þeim tillögum með tortryggni og benda á að stjórnvöld verði að

Lífið

Jackson átti ekki fyrir hótelreikningum

Lífverðir Michaels Jackson lýstu því í þættinum Good Morning America hversu kærulaus Jackson var í peningamálum. Hann hafði ekki fyrir því að greiða kreditkortareikninga og var meðal annars hent út af hóteli í eitt sinn vegna höfnunar á korti.

Lífið

Menningarstaðir á Akureyri skella í lás

„Það væri slæmt fyrir bæinn og tónlistarlífið að missa staðinn,“ segir Haukur Tryggvason, veitingamaður á Græna hattinum á Akureyri. Framtíð Græna hattsins er óljós eftir að leigusamningi við staðinn var sagt upp. Áformað er að opna annars konar skemmtistað í húsinu, en erindi þess efnis liggur fyrir hjá skipulagsstjóra Akureyrar.

Lífið

Frá San Francisco

Helgi Tómasson komst í fréttir vestanhafs í liðinni viku þegar tilkynnt var að höfuðstöðvar San Francisco-ballettsins sem hann hefur stýrt í aldarfjórðung væru nefndar upp á nýtt. Þær bera héðan í frá nafn Cris Hellman, en hún

Lífið

Selma Björnsdóttir á skólabekk í Bristol

„Þetta er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum í tíu ár og núna fannst mér rétti tíminn til að láta verða af þessu,“ segir Selma Björnsdóttir sem hyggst flytja sig um set og setjast að í menningarborginni Bristol á

Lífið

Sundhöllin lætur undan kröfum Eiríks

Eiríkur Jónsson, landsþekktur sundáhugamaður og ritstjóri Séð og Heyrt, fékk það í gegn að hitinn á gufunni í Sundhöll Reykjavíkur var hækkaður. Hitastigið er nú á milli 45 og 47 gráður, að sögn Katrínar Irvin, rekstrarstjóra Sundhallarinnar.

Lífið

Þverpólitísk kvikmyndahátíð

Græna ljósið blæs til mikillar kvikmyndaveislu í Regnboganum. Hátíðin stendur í þrjár vikur og hefst 16. apríl. „Við ætlum að leggja Regnbogann undir okkur og þar verða engar aðrar myndir sýndar en kvikmyndir Bíódaga,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, skipuleggjandi hátíðarinnar.

Lífið

Leyndarmál Jeff Bridges

Leikarinn, Jeff Bridges, sem var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaununum í ár fyrir túlkun sína á tónlistarmanni í myndinni Bad Blake í Crazy Heart. Þetta var í fimmta sinn sem hann hefur verið tilnefndur fyrir þessi virtu verðlaun. Jeff staðfestir að leyndarmálið að hans langa og farsæla starfsferils sé eiginkona hans til 32 ára, Susan Geston.

Lífið

Kathryn Bigelow þakkaði sínum fyrrverandi

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Kathryn Bigelow hafði betur gegn fyrrverandi eiginmanni sínum, James Cameron á Óskarsverðlaunaafthendingunni í gær. Bæði voru þau tilnefnd til besti leikstjórinn. Hún fyrir myndina The Hurt Locker og hann fyrir Avatar.

Lífið

Chanel gerfi-tattú slá í gegn hjá stjörnunum

Chanel tískufyrirtækið hefur hafið sölu á gerfi-tattúum sem virðast ætla að verða nýjasta æðið í tískubransanum. Tattúin seljast eins og heitar lummur og ekki skemmir fyrir þegar stjörnur á borð við Söruh Jessicu Parker mæta á Óskarsverðlaunin með eitt slíkt um úlnliðinn. Sarah skartaði tattúveruðu armbandi í bland við venjubundnara skart eins og sjá má á myndinni.

Lífið

Ben var blár á Óskarnum

Mikið er rætt og ritað hvaða stjarna hafi verið best klædd á Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fram fór í gær. Yfirleitt eru mest rætt um kjóla leikvennanna en einn karl vakti þó einnig óskipta athygli. Ekki fyrir klæðnaðinn heldur fyrir andlitsförðun. Ben Stiller ákvað nefnilega að mæta á hátíðina í gerfi Navi - persónu úr Avatar. Hann notaði tækifærið þegar honum var falið að veita verðlaunin fyrir bestu förðunina og lét ekki sitt eftir liggja eins og sjá mál.

Lífið

Lísa í Undralandi sló Avatar við

Þrívíddarkvikmyndin Lísa í Undralandi halaði inn 210,3 milljónir dollara eða 27 milljarða á opnunarhelgi myndarinnar. Hún sló Avatar, tekjuhæstu mynd sögunnar, ref fyrir rass hvað varðar tekjur af opnunarhelgi.

Lífið

Sandra fékk bestu og verstu verðlaunin í gær

Sandra Bullock átti viðburðarríkan dag í gær því hún var valin besta leikkonan á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir leik sinn í myndinni The Blind Side. Það voru þó ekki einu verðlaun Söndru í gær því nokkrum klukkutímum áður en hún fékk verðlaunin eftirsóttu fékk hún önnur, minna eftirsótt.

Lífið

Kjólarnir á rauða dreglinum - myndir

Óskarsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood í nótt. Eins og venjulega vakti klæðnaður stjarnanna mikla athygli þegar þær mættu á rauða dregilinn og voru þær hver annari glæsilegri.

Lífið

Saka Lady Gaga um græðgi

Aðdáendur söngkonunnar Lady Gaga eru bálreiðir þessa dagana eftir að miðar á tónleikaferð hennar hækkuðu um helming á nokkrum mánuðum. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Sun í dag.

Lífið

Flaug til Íslands fyrir Fíusól

„Við erum óskaplega þakklátar Þjóðleikhúsinu fyrir að hafa tekið okkur svona vel. Þetta var alveg frábært,“ segir Þórunn Helga Traustadóttir. Hún fékk að vera viðstödd rennsli á leikritinu Fíasól, sem verður frumsýnt á næstunni, ásamt sjö ára barnabarni sínu Andreu Sólveigu Thierry-Mieg.

Lífið

Lokun vofir yfir Kattholti

„Ég segi kannski ekki að við séum að loka akkúrat núna. En ef þetta heldur svona áfram þá verður gengið á eigur Kattavinafélagsins og það finnst mér ekki rétt,“ segir Sigríður Heiðberg, framkvæmdastjóri Kattholts. Sigríður staðhæfir að ef Kattholti berist ekki aðstoð frá yfirvöldum við reksturinn sé raunveruleg hætta á að Kattholti verði lokað. „Við getum ekki rekið þetta áfram á þessum forsendum, Reykjavíkurborg borgar sjö daga fyrir óskiladýr, Mosfellsbær og Seltjarnarnes líka en önnur sveitarfélög greiða ekki neitt þótt við séum að taka við dýrum frá þeim. Og svo erum við að borga meira en eina milljón í fasteignagjöld á ári. Við ráðum einfaldlega ekki við þetta,“ segir Sigríður og bætir því við að efnahagskreppan hafi orðið til þess að verð á allri þjónustu hafi hækkað.

Lífið

Pókermót tekin upp fyrir sjónvarp á Íslandi

„Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53.

Lífið

Ilmvatn frá Aniston

Leikkonan Jennifer Aniston sendir á næstunni frá sér nýtt ilmvatn sem hún hefur verið að undirbúa síðustu tuttugu mánuði. Nafn ilmvatnsins er ekki komið á hreint en líklegast er að það verði einfaldlega Aniston.

Lífið

Helena er hræddvið geðveikina

Breska leikkonan Helena Bonham Carter hefur verið þekkt fyrir leika utangarðspersónur sem dansa á línu heilbrigðrar skynsemi. Hún viðurkenndi í samtali við vefútgáfu Times að hún væri hrædd um að þurfa að takast á við geðsjúkdóm á einhverjum tímapunkti. „Geðveiki er arfgeng og ég veit að mamma mín, amma og langamma hafa þurft að glíma við geðsjúkdóma,“ sagði Helena en móðir hennar fékk taugaáfall þegar hún var 38 ára gömul. Helena viðurkennir jafnframt að hún hafi glímt við þunglyndi þegar hún var átján ára. „Ég kunni ekki við það, ég vissi ekkert hver ég var og hvert ég væri að stefna.“

Lífið

Boðið að sitja fyrir léttklædd - myndir

„Við höfum þekkst núna í tvö ár og verið í miklu sambandi mest allan tímann. Við höfum alltaf skemmt okkur mjög vel saman. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað við erum að gera það er alltaf gaman," segir Kristrún Ösp Barkardóttir fyrirsæta spurð út í samband hennar við fótboltastjörnuna Dwight York.

Lífið