Lífið

Ástríðufull og óþolinmóð

Leikkonan Courteney Cox Arquette, 46 ára, á margt sameiginlegt með taugaveiklaða kokkinum Monicu Geller sem hún lék í sjónvarpsþáttaröðinni Friends frekar en einstæðu nýfráskildu Jules Cobb í þættinum Cougar Town sem sýndur er á þriðjudagskvöldum á Stöð 2. Courteney segist elska bæðia Monicu og Jues en hallast að því að hún sjálf líkist Monicu í raunveruleikanum. Ég er ástríðufull og góður hlustandi," sagði Courteney. En ég get líka verið mjög óþolinmóð." Spurð hvort vinkona hennar, leikkonan Jennifer Aniston, ætli að mæta sem gestaleikari í Cougar Town þáttinn svaraði Courteney: Engar ákvarðanir hafa verið teknar en ég er viss um að Jennifer kæmi í þáttinn ef hún væri ekki svona upptekin. Sú myndi skemmta sér á settinu!"

Lífið

Aníta Briem giftir sig í dag

„Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia.

Lífið

Fergie stjórnar ferðinni

Josh Duhamel segir að eiginkona hans, The Black Eyed Peas söngkonan Fergie er með skothelt plan þegar kemur að barneignum. Undanfarið ár hafa stöðugt verið getgátur á lofti um að Fergie eigi von á barni en hjónin hafa neitað öllum sögusögnum hvað það varðar. Josh viðurkennir hinsvegar að hann vill eignast barn og að Fergie fái alfarið að stjórna ferðinni þegar kemur að barneignum. „Ó já hún er sko búin að skipuleggja allt," viðurkenndi Josh í viðtali við Elle tímaritið spurður hvort Fergi vilji eignast börn með honum. „Hún hefur þetta allt á tæru," bætti hann við. Fergie og Josh kynntust árið 2004. „Ég vissi að hún var rétta konan fyrir mig strax og ég sá hana. Hún er ótrúlega sterk og jákvæð manneskja. Ég var ekki í vafa um að ég yrði betri maður með henni," sagði Josh jafnframt.

Lífið

Átu þurrkað nautakjöt og snakk í hvert mál

Lið Vilhelms Antons Jónssonar og Sverris Þór Sverrissonar etur kappi við tvíeykið Auðun Blöndal og Gillz í sérstökum þrautakappakstri yfir endilöng Bandaríkin. Keppnin verður sýnd á föstudagskvöldum á Stöð 2 en við sögu koma einkennileg enskukunnátta Sveppa, fellibylur og afslappaðir Suðurríkjamenn.

Lífið

Dúett hjálpar geimveru heim

Samkvæmt vefsíðu Empire-kvikmyndaritsins eru Simon Pegg og Nick Frost með nýja gamanmynd í smíðum. Pegg og Frost slógu eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni Shaun of the Dead sem þótti drepfyndin. Hot Fuzz fylgdi í kjölfarið sem var ekkert síðri og nú er semsagt ný mynd með þessum gríndúett í smíðum.

Lífið

Fá pararáðgjöf í síma

Russel Brand og Katy Perry eru strax farin að sækja tíma í pararáðgjöf þrátt fyrir að átta vikur séu í brúðkaupið. Pararáðgjöfin er hugmynd söngkonunnar en hún er hrædd um að missa tengslin við tilvonandi eiginmann sinn vegna þess hvað þau eyða litlum tíma saman. Hann er á fullu við tökur á nýrri mynd og hún þeysist á milli heimshluta að syngja á tónleikum.

Lífið

Borgarleikhúsið stefnir hátt í vetur

Borgarleikhúsið svipti hulunni af næsta leikári í dag en bæklingi frá leikhúsinu er dreift á öll heimili. Stóru leikhúsin tvö haldast í hendur í þessum málum. Þjóðleikhúsið kynnir sitt leikhús á morgun en þá fylgir bæklingur þess með Fréttablaðinu.

Lífið

Græðir á fangelsisvist

Tímaritið OK! hefur boðið leikkonunni Lindsay Lohan eina milljón bandaríkjadala sé hún tilbúin til að veita þeim réttinn á fyrsta viðtalinu eftir fangelsisvist hennar.

Lífið

Berjast sín á milli

Samkvæmt slúðurritum hið vestra ríkir mikil samkeppni milli Kardashian-systranna þriggja og hefur það verið svo alveg frá því þær voru börn.

Lífið

Hafna kvikmyndum og þáttum

Caleb Folowill, söngvari hljómsveitarinnar Kings Of Leon, sagði frá því nýlega að meðlimir hljómsveitarinnar hefðu hafnað fjölda tækifæra til að fá tónlist hljómsveitarinnar í þætti á borð við Glee, Ugly Betty og í sýnishorn fyrir ýmsar kvikmyndir.

Lífið

Staðfestir óléttuna

Ástralska fyrirsætan Miranda Kerr, 27 ára, sem giftist breska leikaranum Orlando Bloom í síðasta mánuði, aðeins nokkrum vikum eftir að þau trúlofuðust, hefur staðfest að hún gengur með barn leikarans undir belti. Háværara sögusagnirnar hafa hljómað undanfarið um að hún ætti von á barni. Já ég er ólétt," sagði Miranda í viðtali við spænska Vogue tímaritið. Ég er gengin fjóra mánuði." Miröndu finnst ekki auðvelt að vera ólétt en stuttu eftir að hún áttaði sig á því að hún væri barnshafandi byrjaði flökurleiki að gera vart við sig og það tók sinn toll í þéttskipaðri vinnudagskrá fyrirsætunnar. Miranda er viss um að Orlando eigi eftir að standa sig vel sem faðir en óskar sér að geta átt rólegt fjölskyldulíf fjarri frá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með þeim. Barnið er væntanlegt í heiminn snemma á næsta ári.

Lífið

Manson og Wood hætt saman

Hið stórundalega par, söngvarinn Marilyn Manson og leikkonan Evan Rachel Wood hafa nú enn einu sinni slitið sambandi sínu og í þetta sinn einnig trúlofun sinni samkvæmt heimildum vestanhafs.

Lífið

Kaffihús Dóru slær í gegn hjá Dönum

„Hér er búið að vera brjálað að gera síðan við opnuðum," segir Dóra Takefusa en hún er nýbúin að opna kaffihúsið Lyst í Norrebro hverfinu í Kaupmannhöfn. Dóra segir viðtökurnar hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og hún bjóst alls ekki við þessu.

Lífið

Jenny komin með nýjan

Kynbomban Jenny McCarthy, sem nýlega sleit sambandi sínu við leikarann Jim Carrey, hefur nú fundið sér nýjan leikfélaga einungis fjórum mánuðum eftir að hún hvarf úr lífi Carrey.

Lífið

Samdi sönglög fyrir Gurru Grís

Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í Latabæ, hefur samið nokkur ný lög fyrir brúðuleikrit sem farið hefur sigurför um Bretland að undanförnu. Aðalpersóna brúðuleikritsins er Gurra grís eða Peppa Pig en hún hefur verið einhver vinsælasta persóna breskra barna undanfarin ár. Þættir um hana eru sýndir í 180 löndum og sýningin verður á næstunni í Liverpool.

Lífið

Spurð spjörum úr

Ben Affleck leikstýrir og fer með eitt aðalhlutverkið í spennumyndinni The Town sem frumsýnd verður bráðum. Blake Lively, sem hefur gert garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, fer einnig með hlutverk í myndinni.

Lífið

Höfuðverkur að hafa sig til

Söng- og leikkonan Jessica Simpson er á því að það er fátt eins leiðinlegt og að hafa sig til. Jessica reynir allt hvað hún getur til að líta vel út á rauða dreglinum klædd í kjóla eftir þekkta hönnuði, með hárið vel til haft og andlitsförðunina í góðu standi. Hún segist leyfa andlitinu að anda á milli þess sem hún klæðir sig upp og málar andlitið fyrir hinar ýmsu uppákomur. Ég er ekki vön að vera með meik. Mér finnst fátt eins leiðinlegt og að hafa mig til þar sem ég þarf að vera rosalega fín. Ég velti mér daglega fram úr rúminu á hverjum morgni, set á mig andlitskrem og er síðan rokin út," sagði Jessica.

Lífið

Lisa Marie Presley flytur til Bretlands

Lisa Marie Presley, 42 ára, dóttir Elvis Presley, er flutt í 8 milljón punda húsnæði í Bretlandi, ásamt eiginmanni sínum, Michael Lockwood, og 22 mánaða gömlum tvíburadætrum þeirra, Finley og Harper. Sagan segir að Lisa hafi fengið nóg af því að búa í Losa Angeles því þar er hún nánast daglega spurð út í fyrrverandi eiginmann sinn, Michael Jackson, sem féll frá í júní árið 2001. Nýja húsnæðið inniheldur me

Lífið

Britney bloggar um reynsluna í Glee

Söngkonan Britney Spears, 28 ára, skemmti sér vel við tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Glee en hún er dugleg að skrifa á Twitter síðuna hvað hún aðhefst og síðast í gær setti hún mynd, sem tekin var af henni við tökur á Glee, á síðuna sína. Britney var boðið að vera gestaleikari í þáttunum sem og hún gerði en hún er mikill aðdáandi seríunnar. Söngkonan mætti eldsnemma í gærmorgun í upptökuver FOX í Los Angeles. Áður en hún lagði af stað póstaði hún eftirfarandi skilaboðum á Twitter síðuna sína: Er um það bil að mæta í fyrsta upptökudag fyrir Glee." Nokkrum klukkustundum síðar setti Britney meðfylgjandi mynd á síðuna sína þar sem hún stillir sér upp við hlið aðstoðarkonu sinnar, Brett Miller, með gleraugu á nefinu. Britney skrifaði jafnframt: Hvað er að gerast Gleeks? Það var svo gaman í tökum í dag. Get ekki beðið eftir að sjá þáttinn!" Ekki er vitað hvort Britney leikur sjálfa sig í þáttunum eða ekki en framleiðendur vilja halda því fram að áhersla er lögð tónlist listamanna sem leika í þáttunum frekar en einkalíf þeirra. Þátturinn með Britney verður frumsýndur í lok ársins.

Lífið

Klæðir sig eins og henni sýnist

Leikkonan Taylor Momsen, 17 ára, sem skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki Jenny Humprhrey í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl hefur vakið athygli fyrir útlitið. Ljóst hár hennar, andlitsmálningin og þröngar leðurbuxur einkenna útlit hennar og vekur athygli tískumógúlanna í Hollywood. Henni er slétt sama þó að fötin sem hún gengur í fari í taugarnar á fólki. Ég klæði mig algjörlga fyrir mig sjálfa. Fötin eru ögrandi, ég er meðvituð um það, og það lætur mér líða vel. Ef einhverjum líður illa yfir því hvernig ég klæði mig af því að ég er bara sautján ára þá á viðkomandi rosalega bágt því það skiptir ekki máli," sagði Taylor.

Lífið

Fáir offitusjúklingar í Ameríku

„Ferðin til USA var hrikalega skemmtileg og öðruvísi ferð en við félagarnir eigum að venjast. Vanalega þegar við förum erlendis þá er maður sitjandi á blackjack borði hálf rænulaus en þarna vorum við á fullu frá morgni til kvölds að safna stigum. Ég og Auddi vorum staðráðnir í að vinna þessar barnastjörnur," sagði Egill Einarsson spurður út í Ameríska drauminn sem frumsýndur verður á Stöð 2 annað kvöld.

Lífið

Frank Hvam með uppistand í Háskólabíói

Frank Hvam verður meðal gesta Frímanns Gunnarssonar á sérstöku uppistandskvöldi þann 29. september í stóra sal Háskólabíós. „Þetta verður brjáluð kvöldstund með Frímanni,“ segir Gunnar Hansson, skapari ólíkindatólsins.

Lífið

Rauk til tannlæknis á brúðkaupsdaginn

Söngkonan og leikkona Hilary Duff, 22 ára, hefur nú opinberað að það brotnaði upp úr tönn hjá henni á sjálfan brúðkaupsdaginn og hún þurfti að skunda til tannlæknis daginn sem hún gekk að eiga Mike Comrie í Santa Barbara síðustu helgi. Ég byrjaði brúðkaupsdaginn á því að brjóta tönn," sagði Hilary í viðtali við bandarísku útgáfu OK tímaritsins. Brúðakaupsskipuleggjarinn sá til þess að ég komst til tannlæknis fyrir brúðkaupið. Tönnin var löguð innan við klukkutíma," sagði hún.

Lífið

Poppuð plata frá Perry

Ný plata, Teenage dream, er væntanleg innan skamms frá Katy Perry, en söngkonan sló eftirminnilega í gegn með laginu I kissed a girl árið 2008 og hefur síðan þá sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.

Lífið

Gæti misst röddina

Leikarinn Michael Douglas sem greindist nýverið með krabbamein í hálsi á það á hættu að missa röddina við meðhöndlun á sjúkdómnum. Leikarinn frægi, sem er giftur þokkadísinni Catherine Zeta Jones, myndi þar með stofna öllum sínum starfsferli í hættu enda röddin verkfæri leikara. Douglas hefur frestað öllum verkefnum sínum næstu tvo mánuði á meðan hann gengst undir læknismeðferð.

Lífið

Hundar og kettir í þrívídd

Flestum ætti að vera kunnugt um stirt samband hunda og katta. Þessu stríði voru gerð skil í kvikmyndinni Hundar og kettir og nú er framhaldsmyndin af þeim ævintýrum komin í bíó. Og það þarf væntanlega ekki að koma neinum á óvart að hún er í þrívídd.

Lífið

Ekkert mál með Beyoncé

„Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni.

Tíska og hönnun