Lífið Gestalistinn í partýið sem allir eru að tala um Heyrst hefur að gestalisti í Smirnoff partýið sem haldið verður í Saltfélaginu annað kvöld sé þéttskipaður af frægum Íslendingum sem kunna að skemmta sér. Lífið 26.8.2010 10:00 John Travolta á von á barni Leikarinn John Travolta, 56 ára, og eiginkona hans leikkonan Kelly Preston, 47 ára, eiga von á sínu þriðja barni. Hjónin héldu hátíðlega upp á að Kelly gengur með dreng í veislu sem þau héldu fyrir fjölskyldu og vini, 40 manns, á heimili þeirra í Los Angeles í byrjun ágúst. John og Kelly syrgja enn son sinn, Jett, sem féll frá í janúar 2009 aðeins sextán ára gamall. Saman eiga þau 10 ára gamla dóttur, Ellu Bleu. Lífið 26.8.2010 09:15 Þetta fá Emmy stjörnurnar sent frá Íslandi Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi Gyðju Collections, er ein af útvöldum sem boðið var að vera með sérstaka gjafapakka handa stjörnum Emmy-verðlaunanna í ár. Eins og fram kom í Fréttablðinu varð Sigrún Lilja hissa en ánægð þegar henni bauðst að taka þátt og segir þetta merki um það að Gyðja Collection sé að vekja athygli vestan hafs. Um er að ræða gríðarlega góða kynningu fyrir merki Sigrúnar Lilju þar sem fjölmiðlar veita því mikla athygli hvaða merki eru valin hvert ár. Lífið 25.8.2010 16:00 Vissi strax að hann væri sá rétti Söngkonan Katy Perry, 25 ára, vissi að breski grínistinn Russell Brand, 35 ára, er sá eini rétti fyrir hana því hann þekkir hana og skilur. Katy trúlofaðist Russell á nýárskvöld og síðar á árinu ætlar hún að giftast gríniastnum. Hvorgt hefur gefið upp hvar eða hvenær brúðkaupið fer fram. Það er hernaðarleyndarmál að þeirra sögn. Hún vissi strax og þau kynntust að hann væri rétti maðurinn fyrir hana. Hann er svo næmur fyrir hverju einasta smáatriði og svo skilur hann mig og hlustar á mig þegar ég þarf á því að halda," sagði Katy. Svo erum við með góðan húmor og komum hvort öðru til að hlæja og það eitt heldur okkur vel tengdum." Lífið 25.8.2010 15:30 Hræddur við stelpur Leikarinn Michael Cera, 22 ára, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni Scott Pilgrim vs. the World, er hræddur við unglingsstúlkur. Michael, sem skaust á methraða upp stjörnuhimininn eftir leik sinn í kvikmyndunum Superbad og Juno, hefur oftar en ekki leikið feimna stráka sem eiga í erfiðleikum með að umgangast stelpur, segist sjálfur vera náttúrulegt nörd sem verður bæði hræddur og taugaveiklaður þegar unglingsstúlkur öskra nafnið hans. „Unglinsstelpur eru ógnvekjandi og þær verða það alltaf. Síðan þegar þær fullorðnast tekur önnur svipað brjáluð kynslóð við," sagði Michael. Lífið 25.8.2010 14:00 Sár að fá ekki að ganga í hælaskóm Tennisstjarnan Serena Williams, 28 ára, var gjörsamlega miður sín að eigin sögn þegar hún slasaðist á fæti fyrr á þessu ári af því að þá gat hún ekki gengið um á hælaskóm. Tennisstarnan slasaðist stuttu eftir að hún sigraði Wimbledon mótið í júlí og þurfti að hvíla sig á meðan hún náði fullum bata. Hún er sár yfir því að geta ekki æft og að sama skapi ekki gengið í uppáhaldsskónum sínum. „Þegar ég slasa mig verð ég döpur því þá get ég ekki verið í hælaskóm. Ég er nánast gráti næst yfir því," sagði Serena í viðtali við SOBeFiT tímaritið. Serena elskar tísku og hefur meðal annars hannað fatalínu fyrir Nike og Puma ásamt eigin fylgihlutalínu. Lífið 25.8.2010 12:00 Benedikt leikstýrir sér í Íslandsklukkunni „Það verður mjög áhugavert að geta staðið á sviðinu á móti mótleikara og sagt honum til,“ segir Benedikt Erlingsson, sem leysir Björn Hlyn Haraldsson af hólmi í hlutverki Arnasar Arneuss í Íslandsklukkunni í Þjóðleikhúsinu. Lífið 25.8.2010 11:00 Auto Tune-hneyksli í X-Factor Simon Cowell var borinn þungum sökum af bresku pressunni í gær eftir að upp komst að aðstandendur raunveruleikaþáttarins X-Factor hefðu beitt svokallaðri Auto Tune-tækni á suma keppendur. Auto Tune virkar þannig að röddin er lagfærð þannig að hún hljómi örugglega í réttri tóntegund. Lífið 25.8.2010 10:30 Þarf aðstoð ef allt á að ganga upp Leikkonan Maggie Gyllenhaal segir það vera í lagi að mistakast endrum og eins þegar foreldrahlutverkið er annars vegar. Maggie, sem á þriggja ára gamla dóttur, Ramonu, með eiginmanni sínum Peter Sarsgaard, segist leggja sig alla fram við að halda jafnvægi á milli persónulega lífinu og vinnunni. Leikkonan elskar að vera mamma en segir tímaleysi, stress og álag oft koma í veg fyrir að hún geti verið fullkomin mamma. Ég nýt hverrar einustu mínútu með dóttur minni en ég þarf vissulega á aðstoð að halda ef allt á að ganga upp. Barnapían mín er frábær," sagði Maggie. Lífið 25.8.2010 10:30 Hnémeiðsli á leiksýningu Leikarinn Ingi Hrafn Hilmarsson hefur aflýst sýningu sinni In the Beginning sem átti að fara fram í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudaginn. Ástæðan er sú að hann reif liðþófa á sýningunni á menningarnótt. Lífið 25.8.2010 10:00 Airwaves til Akureyrar Iceland Airwaves ætla að vera með tónleika í tengslum við Akureyrarvöku um næstu helgi. Tónleikarnir fara fram á Græna hattinum og koma þar fram hljómsveitirnar Bloodgroup, Endless Dark, Sjálfsprottinn Spévísi og Buxnaskjóna en þær eiga það sameiginlegt að vera af landsbyggðinni. Tónleikarnir eru á laugardagskvöldið og húsið verður opnað kl. 22. Aðgangur er ókeypis. Lífið 25.8.2010 09:45 Illa lyktandi söngkona Samkvæmt slúðurritum vestan hafs hefur unnusti söngkonunnar Britney Spears sett henni úrslitakosti, annaðhvort þvær hún sér eða hann mun slíta sambandinu. Lífið 25.8.2010 09:30 Dikta kaupir útgáfuréttinn á Hunting For Happiness Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. Lífið 25.8.2010 09:15 Enginn tími eftir að hún varð mamma Victoria's Secret fyrirsætan Adriana Lima segir að eini tíminn sem hún fær fyrir sjálfa sig eftir að hún varð móðir er þegar hún fer í sturtu. Lífið 25.8.2010 09:15 Játaði fyrir rétti Breski popparinn George Michael hefur viðurkennt fyrir rétti að hafa ekið Range Rover-bifreið sinni inn í verslun undir áhrifum kannabisefna. Hann játaði einnig að hafa haft í fórum sínum kannabissígarettur til eigin nota. Lífið 25.8.2010 09:00 Milljarðaskilnaður Tigers Tiger Woods og Elin Nordegren er formlega skilin eftir sex ára hjónaband. Ekki liggur fyrir hversu háa fjárhæð Elin fær frá Tiger en þau munu hafa sameiginlegt forræði yfir börnunum tveimur. Lífið 25.8.2010 08:30 Stórafmæli Sniglabandsins Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Lífið 25.8.2010 08:00 Styrktartónleikar fyrir Kaffi Flóka „Þetta verður svona manneskjuvænt kaffihús fyrir alla," segir Edgar Smári Atlason, söngvari og einn af aðstandendum Kaffi Flóka, sem er kaffihús/matstofa rekið af og fyrir unga geðfatlaða einstaklinga. Lífið 25.8.2010 07:00 The Good Heart tilnefnd Kvikmyndin The Good Heart er framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Myndin, sem er eftir Dag Kára Pétursson, keppir við fjórar aðrar myndir um peningaverðlaun upp á 350 þúsund danskar krónur, eða um sjö milljónir íslenskra króna. Lífið 25.8.2010 06:00 Spenningurinn mikill Hljómsveitin SILFUR gaf nýverið út sinn fyrsta geisladisk sem fékk nafnið Ekkert Vesen. Bandið hélt útgáfutónleika í tilefni plötunnar á Sódómu Reykjavík Tryggvagötu 22. Auk Thelmu Hafþórsdóttur Byrd söngkonu, Andra Hrannars trommara, Stefán Þórs bassaleikara og Sveins Pálssona gítarleikara fékk bandið til liðs við sig góða og hæfileikaríka vini. Lífið 24.8.2010 17:09 Múmínálfalag Bjarkar - hlustið hér Lagið sem Björk Guðmundsdóttir gerði fyrir finnsku kvikmyndina Múmínálfarnir og halastjarnan, Halastjörnulagið eða The Comet Song, kom út í dag. Lífið 24.8.2010 16:50 Sættu þig við útlitið Fyrirsætan Tyra Banks biður aðdaendur sína að sætta sig við útlit sitt. Tyra sem talar oftar en ekki um útlitið á opinberum vettvangi segir að nú sé kominn tími til að konur sætti sig við útlit sitt. „Þið vitið að ég trúi því að fegurðin kemur innan frá. Mjög margar konur eru óánægðar með útlitið og þá líka dökkar konur sem vilja ekkert fremur en hvíta húð. Í staðinn fyrir að óska þér að þú breytist í eitthvað annað en þú ert skaltu fagna því að vera eins og þú ert. Því sérstakt útlit þitt gerir þig að því sem þú ert. Of dökk eða of föl. Ég bið alla aðdáendur mína að sætta sig við sjálfan sig og umfaðma húðina og útlitið með jákvæðu hugarfari," sagði Tyra. „Verið hamingjusöm sama hvað lífið færir ykkur," eru skilaboð fyrirsætunnar. Lífið 24.8.2010 16:15 Nína Dögg sýnir leikmynd Hamskipta Hin rómaða sýning Vesturports á Hamskiptunum snýr nú aftur í Þjóðleikhúsið, en einungis verða örfáar sýningar á verkinu nú. Hamskiptin var frumsýnd í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London fyrir tveimur árum og hlaut þá tilnefningu til Evening Standard verðlaunanna. Í kjölfarið var sýningin endurfrumsýnd í nýrri íslenskri gerð hér Þjóðleikhúsinu. Hætta þurfti sýningum fyrir fullu húsi, og í lok leikárs hlutu Hamskiptin Grímuverðlaunin sem leiksýning ársins. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona okkur leikmynd verksins og segir okkur meðal annars frá því að sýningin hefur ferðast víða um heim og fengið frábærar viðtökur. Eftir sýningar í Þjóðleikhúsinu nú tekur við sýningartímabil í BAM leikhúsinu í New York. Lífið 24.8.2010 14:32 Ældi og kvaddi þar með Lisbeth Salander Leikkonan Noomi Rapace, 30 ára, sem lék Lisbeth Salander, tölvuhakkarann í þríleik Stiegs Larsson segir unglingsárin hafa verið hræðileg en hún flutti inn með kærasta aðeins fjórtán ára gömul. Fyrir hlutverkið létti leikkonan sig, klippti hárið, byrjaði að reykja og lét gata sig á hinum og þessum stöðum því hún vildi líkjast Lisbeth eins mikið og hún mögulega gat. Noomi viðurkennir að hún átti auðvelt með að tengja sig við karakterinn Lisbeth sem átti erfitt líf og var alltaf utangátta. Noomi líkir því við tilfinninguna þegar hún sjálf var barn. Mér fannst ég aldrei vera hluti af neinu. Ég passaði Lífið 24.8.2010 13:53 Þakkar fagfólki útlitið Leikkonan Emma Stone, 21 árs, landar eingöngu skvísuhlutverkum og fyrir það þakkar hún förðunarvörum og fagfólki í bransanum. Emma, sem er þekktust fyrir að leika í kvikmyndum á við Superbad og Zombieland, þakkar förðunarfræðingum og stílistum fyrir útlit sitt. Þegar ég hef fengið skvísuhlutverk hefur það verið hæfileikaríkum förðunar- og hárgreiðslumeistara að þakka," sagði Emma. Lífið 24.8.2010 12:30 Óánægð með fötin í Gossip Girl Leikkonan Jessica Szohr er öfundsjúk út í klæðaburð meðleikara sinna í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl sem sýndir eru á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum. Jessica sem leikur Vanessu Abrams í þáttunum er langt frá því að vera sátt við fötin sem hún klæðist í þáttunum. Henni finnst mótleikararnir fá töluvert flottari fatnað en hún. Persónulega finnst mér Jenny best klædd. Hún er töff en samt stelpuleg. Blair Waldorf er hinsvegar allt of fullkomin í klæðaburði. Serena van der Woodsen er ýktust en ég, Vanessa, er þvílíkt föst í einhverjum munstrum og leiðinlegum litum," lét Jessica hafa eftir sér í tímaritinu Nylon. Þetta hljómar eins og ég sé neikvæð yfir öllu en það er ekki þannig. Þau líta öll vel út á sinn hátt en ef ég mætti ráða í hverju ég er í þáttunum fengi ég fataslánna hennar Jenny," sagði Jessica. Lífið 24.8.2010 11:00 Brjóstin eru ekta Leikkonan Elizabeth Hurley, 45 ára, neitar því alfarið að hafa gengist undir lýtaaðgerð á brjóstunum. Elizabeth segir líkamsvöxt sinn góðan miðað við aldur á Twitter síðunni sinni. Þá tekur hún skýrt fram að brjóstin hennar eru ekta. Ég las einhversstaðar á ég hefði látið stækka á mér brjóstin og viðurkenni með gleði að þau eru náttúruleg," skrifaði leikkonan á Twitter síðuna sína. Elizabeth, sem framleiðir eigin baðfatalínu, segist ganga í réttu baðfötunum sem henta hennar líkama fullkomlega og þar á meðal brjóstunum. Lífið 24.8.2010 10:00 Kynlífsatriðin bjarga vinnunni Leikkonan Drew Barrymore segist njóta vinnudaganna mun betur þegar kynlífsatriði eru tekin upp. Drew fer með hlutverk Erin í kvikmyndinni Going the Distance með „haltu mér slepptu mér" kærastanum hennar Justin Long. Drew segist hafa skemmt sér best við tökur á kynlífsatriðunum í myndinni og hún heldur því fram að eldheitar ástarsenurnar hafi verið allt að raunverulegar því þau voru saman þegar myndin var tekin upp. „Ég verð að viðurkenna að ég er ósammála leikurum sem segja: Ó guð það var svo skrýtið og erfitt að leika í kynlífsatriðinu og ég segi við því: Haltu kjafti þú færð helling borgað fyrir að láta eins og þú sért að stunda kynlíf." Lífið 24.8.2010 07:48 Stórstjarnan Paul Potts með Bó á jólatónleikum Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden. Lífið 24.8.2010 07:30 Sár á hnjánum Hnén á 17 ára leikkonunni Taylor Momsen eru sár eftir að hún lék í tónlistarmyndabndi á dögunum. Í myndbandinu situr hún á gólfinu og skrifar á gólfið líkt og vitlaus væri. Leikkonan er einnig söngkona rokkhljómsveitarinnar The Pretty Reckless. Singullinn nefnist Miss Nothing og í myndbandinu skríður Taylor um gólf og brýtur glugga og gerir allt vitalust. Hún gat varla gengið dagana eftir tökurnar. Þetta var erfitt ég var sár á hnjánum. Þetta var langur strangur dagur en ég hafði gaman af þessu," sagði Taylor. Lífið 23.8.2010 18:30 « ‹ ›
Gestalistinn í partýið sem allir eru að tala um Heyrst hefur að gestalisti í Smirnoff partýið sem haldið verður í Saltfélaginu annað kvöld sé þéttskipaður af frægum Íslendingum sem kunna að skemmta sér. Lífið 26.8.2010 10:00
John Travolta á von á barni Leikarinn John Travolta, 56 ára, og eiginkona hans leikkonan Kelly Preston, 47 ára, eiga von á sínu þriðja barni. Hjónin héldu hátíðlega upp á að Kelly gengur með dreng í veislu sem þau héldu fyrir fjölskyldu og vini, 40 manns, á heimili þeirra í Los Angeles í byrjun ágúst. John og Kelly syrgja enn son sinn, Jett, sem féll frá í janúar 2009 aðeins sextán ára gamall. Saman eiga þau 10 ára gamla dóttur, Ellu Bleu. Lífið 26.8.2010 09:15
Þetta fá Emmy stjörnurnar sent frá Íslandi Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi Gyðju Collections, er ein af útvöldum sem boðið var að vera með sérstaka gjafapakka handa stjörnum Emmy-verðlaunanna í ár. Eins og fram kom í Fréttablðinu varð Sigrún Lilja hissa en ánægð þegar henni bauðst að taka þátt og segir þetta merki um það að Gyðja Collection sé að vekja athygli vestan hafs. Um er að ræða gríðarlega góða kynningu fyrir merki Sigrúnar Lilju þar sem fjölmiðlar veita því mikla athygli hvaða merki eru valin hvert ár. Lífið 25.8.2010 16:00
Vissi strax að hann væri sá rétti Söngkonan Katy Perry, 25 ára, vissi að breski grínistinn Russell Brand, 35 ára, er sá eini rétti fyrir hana því hann þekkir hana og skilur. Katy trúlofaðist Russell á nýárskvöld og síðar á árinu ætlar hún að giftast gríniastnum. Hvorgt hefur gefið upp hvar eða hvenær brúðkaupið fer fram. Það er hernaðarleyndarmál að þeirra sögn. Hún vissi strax og þau kynntust að hann væri rétti maðurinn fyrir hana. Hann er svo næmur fyrir hverju einasta smáatriði og svo skilur hann mig og hlustar á mig þegar ég þarf á því að halda," sagði Katy. Svo erum við með góðan húmor og komum hvort öðru til að hlæja og það eitt heldur okkur vel tengdum." Lífið 25.8.2010 15:30
Hræddur við stelpur Leikarinn Michael Cera, 22 ára, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni Scott Pilgrim vs. the World, er hræddur við unglingsstúlkur. Michael, sem skaust á methraða upp stjörnuhimininn eftir leik sinn í kvikmyndunum Superbad og Juno, hefur oftar en ekki leikið feimna stráka sem eiga í erfiðleikum með að umgangast stelpur, segist sjálfur vera náttúrulegt nörd sem verður bæði hræddur og taugaveiklaður þegar unglingsstúlkur öskra nafnið hans. „Unglinsstelpur eru ógnvekjandi og þær verða það alltaf. Síðan þegar þær fullorðnast tekur önnur svipað brjáluð kynslóð við," sagði Michael. Lífið 25.8.2010 14:00
Sár að fá ekki að ganga í hælaskóm Tennisstjarnan Serena Williams, 28 ára, var gjörsamlega miður sín að eigin sögn þegar hún slasaðist á fæti fyrr á þessu ári af því að þá gat hún ekki gengið um á hælaskóm. Tennisstarnan slasaðist stuttu eftir að hún sigraði Wimbledon mótið í júlí og þurfti að hvíla sig á meðan hún náði fullum bata. Hún er sár yfir því að geta ekki æft og að sama skapi ekki gengið í uppáhaldsskónum sínum. „Þegar ég slasa mig verð ég döpur því þá get ég ekki verið í hælaskóm. Ég er nánast gráti næst yfir því," sagði Serena í viðtali við SOBeFiT tímaritið. Serena elskar tísku og hefur meðal annars hannað fatalínu fyrir Nike og Puma ásamt eigin fylgihlutalínu. Lífið 25.8.2010 12:00
Benedikt leikstýrir sér í Íslandsklukkunni „Það verður mjög áhugavert að geta staðið á sviðinu á móti mótleikara og sagt honum til,“ segir Benedikt Erlingsson, sem leysir Björn Hlyn Haraldsson af hólmi í hlutverki Arnasar Arneuss í Íslandsklukkunni í Þjóðleikhúsinu. Lífið 25.8.2010 11:00
Auto Tune-hneyksli í X-Factor Simon Cowell var borinn þungum sökum af bresku pressunni í gær eftir að upp komst að aðstandendur raunveruleikaþáttarins X-Factor hefðu beitt svokallaðri Auto Tune-tækni á suma keppendur. Auto Tune virkar þannig að röddin er lagfærð þannig að hún hljómi örugglega í réttri tóntegund. Lífið 25.8.2010 10:30
Þarf aðstoð ef allt á að ganga upp Leikkonan Maggie Gyllenhaal segir það vera í lagi að mistakast endrum og eins þegar foreldrahlutverkið er annars vegar. Maggie, sem á þriggja ára gamla dóttur, Ramonu, með eiginmanni sínum Peter Sarsgaard, segist leggja sig alla fram við að halda jafnvægi á milli persónulega lífinu og vinnunni. Leikkonan elskar að vera mamma en segir tímaleysi, stress og álag oft koma í veg fyrir að hún geti verið fullkomin mamma. Ég nýt hverrar einustu mínútu með dóttur minni en ég þarf vissulega á aðstoð að halda ef allt á að ganga upp. Barnapían mín er frábær," sagði Maggie. Lífið 25.8.2010 10:30
Hnémeiðsli á leiksýningu Leikarinn Ingi Hrafn Hilmarsson hefur aflýst sýningu sinni In the Beginning sem átti að fara fram í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudaginn. Ástæðan er sú að hann reif liðþófa á sýningunni á menningarnótt. Lífið 25.8.2010 10:00
Airwaves til Akureyrar Iceland Airwaves ætla að vera með tónleika í tengslum við Akureyrarvöku um næstu helgi. Tónleikarnir fara fram á Græna hattinum og koma þar fram hljómsveitirnar Bloodgroup, Endless Dark, Sjálfsprottinn Spévísi og Buxnaskjóna en þær eiga það sameiginlegt að vera af landsbyggðinni. Tónleikarnir eru á laugardagskvöldið og húsið verður opnað kl. 22. Aðgangur er ókeypis. Lífið 25.8.2010 09:45
Illa lyktandi söngkona Samkvæmt slúðurritum vestan hafs hefur unnusti söngkonunnar Britney Spears sett henni úrslitakosti, annaðhvort þvær hún sér eða hann mun slíta sambandinu. Lífið 25.8.2010 09:30
Dikta kaupir útgáfuréttinn á Hunting For Happiness Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. Lífið 25.8.2010 09:15
Enginn tími eftir að hún varð mamma Victoria's Secret fyrirsætan Adriana Lima segir að eini tíminn sem hún fær fyrir sjálfa sig eftir að hún varð móðir er þegar hún fer í sturtu. Lífið 25.8.2010 09:15
Játaði fyrir rétti Breski popparinn George Michael hefur viðurkennt fyrir rétti að hafa ekið Range Rover-bifreið sinni inn í verslun undir áhrifum kannabisefna. Hann játaði einnig að hafa haft í fórum sínum kannabissígarettur til eigin nota. Lífið 25.8.2010 09:00
Milljarðaskilnaður Tigers Tiger Woods og Elin Nordegren er formlega skilin eftir sex ára hjónaband. Ekki liggur fyrir hversu háa fjárhæð Elin fær frá Tiger en þau munu hafa sameiginlegt forræði yfir börnunum tveimur. Lífið 25.8.2010 08:30
Stórafmæli Sniglabandsins Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Lífið 25.8.2010 08:00
Styrktartónleikar fyrir Kaffi Flóka „Þetta verður svona manneskjuvænt kaffihús fyrir alla," segir Edgar Smári Atlason, söngvari og einn af aðstandendum Kaffi Flóka, sem er kaffihús/matstofa rekið af og fyrir unga geðfatlaða einstaklinga. Lífið 25.8.2010 07:00
The Good Heart tilnefnd Kvikmyndin The Good Heart er framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Myndin, sem er eftir Dag Kára Pétursson, keppir við fjórar aðrar myndir um peningaverðlaun upp á 350 þúsund danskar krónur, eða um sjö milljónir íslenskra króna. Lífið 25.8.2010 06:00
Spenningurinn mikill Hljómsveitin SILFUR gaf nýverið út sinn fyrsta geisladisk sem fékk nafnið Ekkert Vesen. Bandið hélt útgáfutónleika í tilefni plötunnar á Sódómu Reykjavík Tryggvagötu 22. Auk Thelmu Hafþórsdóttur Byrd söngkonu, Andra Hrannars trommara, Stefán Þórs bassaleikara og Sveins Pálssona gítarleikara fékk bandið til liðs við sig góða og hæfileikaríka vini. Lífið 24.8.2010 17:09
Múmínálfalag Bjarkar - hlustið hér Lagið sem Björk Guðmundsdóttir gerði fyrir finnsku kvikmyndina Múmínálfarnir og halastjarnan, Halastjörnulagið eða The Comet Song, kom út í dag. Lífið 24.8.2010 16:50
Sættu þig við útlitið Fyrirsætan Tyra Banks biður aðdaendur sína að sætta sig við útlit sitt. Tyra sem talar oftar en ekki um útlitið á opinberum vettvangi segir að nú sé kominn tími til að konur sætti sig við útlit sitt. „Þið vitið að ég trúi því að fegurðin kemur innan frá. Mjög margar konur eru óánægðar með útlitið og þá líka dökkar konur sem vilja ekkert fremur en hvíta húð. Í staðinn fyrir að óska þér að þú breytist í eitthvað annað en þú ert skaltu fagna því að vera eins og þú ert. Því sérstakt útlit þitt gerir þig að því sem þú ert. Of dökk eða of föl. Ég bið alla aðdáendur mína að sætta sig við sjálfan sig og umfaðma húðina og útlitið með jákvæðu hugarfari," sagði Tyra. „Verið hamingjusöm sama hvað lífið færir ykkur," eru skilaboð fyrirsætunnar. Lífið 24.8.2010 16:15
Nína Dögg sýnir leikmynd Hamskipta Hin rómaða sýning Vesturports á Hamskiptunum snýr nú aftur í Þjóðleikhúsið, en einungis verða örfáar sýningar á verkinu nú. Hamskiptin var frumsýnd í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London fyrir tveimur árum og hlaut þá tilnefningu til Evening Standard verðlaunanna. Í kjölfarið var sýningin endurfrumsýnd í nýrri íslenskri gerð hér Þjóðleikhúsinu. Hætta þurfti sýningum fyrir fullu húsi, og í lok leikárs hlutu Hamskiptin Grímuverðlaunin sem leiksýning ársins. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona okkur leikmynd verksins og segir okkur meðal annars frá því að sýningin hefur ferðast víða um heim og fengið frábærar viðtökur. Eftir sýningar í Þjóðleikhúsinu nú tekur við sýningartímabil í BAM leikhúsinu í New York. Lífið 24.8.2010 14:32
Ældi og kvaddi þar með Lisbeth Salander Leikkonan Noomi Rapace, 30 ára, sem lék Lisbeth Salander, tölvuhakkarann í þríleik Stiegs Larsson segir unglingsárin hafa verið hræðileg en hún flutti inn með kærasta aðeins fjórtán ára gömul. Fyrir hlutverkið létti leikkonan sig, klippti hárið, byrjaði að reykja og lét gata sig á hinum og þessum stöðum því hún vildi líkjast Lisbeth eins mikið og hún mögulega gat. Noomi viðurkennir að hún átti auðvelt með að tengja sig við karakterinn Lisbeth sem átti erfitt líf og var alltaf utangátta. Noomi líkir því við tilfinninguna þegar hún sjálf var barn. Mér fannst ég aldrei vera hluti af neinu. Ég passaði Lífið 24.8.2010 13:53
Þakkar fagfólki útlitið Leikkonan Emma Stone, 21 árs, landar eingöngu skvísuhlutverkum og fyrir það þakkar hún förðunarvörum og fagfólki í bransanum. Emma, sem er þekktust fyrir að leika í kvikmyndum á við Superbad og Zombieland, þakkar förðunarfræðingum og stílistum fyrir útlit sitt. Þegar ég hef fengið skvísuhlutverk hefur það verið hæfileikaríkum förðunar- og hárgreiðslumeistara að þakka," sagði Emma. Lífið 24.8.2010 12:30
Óánægð með fötin í Gossip Girl Leikkonan Jessica Szohr er öfundsjúk út í klæðaburð meðleikara sinna í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl sem sýndir eru á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum. Jessica sem leikur Vanessu Abrams í þáttunum er langt frá því að vera sátt við fötin sem hún klæðist í þáttunum. Henni finnst mótleikararnir fá töluvert flottari fatnað en hún. Persónulega finnst mér Jenny best klædd. Hún er töff en samt stelpuleg. Blair Waldorf er hinsvegar allt of fullkomin í klæðaburði. Serena van der Woodsen er ýktust en ég, Vanessa, er þvílíkt föst í einhverjum munstrum og leiðinlegum litum," lét Jessica hafa eftir sér í tímaritinu Nylon. Þetta hljómar eins og ég sé neikvæð yfir öllu en það er ekki þannig. Þau líta öll vel út á sinn hátt en ef ég mætti ráða í hverju ég er í þáttunum fengi ég fataslánna hennar Jenny," sagði Jessica. Lífið 24.8.2010 11:00
Brjóstin eru ekta Leikkonan Elizabeth Hurley, 45 ára, neitar því alfarið að hafa gengist undir lýtaaðgerð á brjóstunum. Elizabeth segir líkamsvöxt sinn góðan miðað við aldur á Twitter síðunni sinni. Þá tekur hún skýrt fram að brjóstin hennar eru ekta. Ég las einhversstaðar á ég hefði látið stækka á mér brjóstin og viðurkenni með gleði að þau eru náttúruleg," skrifaði leikkonan á Twitter síðuna sína. Elizabeth, sem framleiðir eigin baðfatalínu, segist ganga í réttu baðfötunum sem henta hennar líkama fullkomlega og þar á meðal brjóstunum. Lífið 24.8.2010 10:00
Kynlífsatriðin bjarga vinnunni Leikkonan Drew Barrymore segist njóta vinnudaganna mun betur þegar kynlífsatriði eru tekin upp. Drew fer með hlutverk Erin í kvikmyndinni Going the Distance með „haltu mér slepptu mér" kærastanum hennar Justin Long. Drew segist hafa skemmt sér best við tökur á kynlífsatriðunum í myndinni og hún heldur því fram að eldheitar ástarsenurnar hafi verið allt að raunverulegar því þau voru saman þegar myndin var tekin upp. „Ég verð að viðurkenna að ég er ósammála leikurum sem segja: Ó guð það var svo skrýtið og erfitt að leika í kynlífsatriðinu og ég segi við því: Haltu kjafti þú færð helling borgað fyrir að láta eins og þú sért að stunda kynlíf." Lífið 24.8.2010 07:48
Stórstjarnan Paul Potts með Bó á jólatónleikum Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden. Lífið 24.8.2010 07:30
Sár á hnjánum Hnén á 17 ára leikkonunni Taylor Momsen eru sár eftir að hún lék í tónlistarmyndabndi á dögunum. Í myndbandinu situr hún á gólfinu og skrifar á gólfið líkt og vitlaus væri. Leikkonan er einnig söngkona rokkhljómsveitarinnar The Pretty Reckless. Singullinn nefnist Miss Nothing og í myndbandinu skríður Taylor um gólf og brýtur glugga og gerir allt vitalust. Hún gat varla gengið dagana eftir tökurnar. Þetta var erfitt ég var sár á hnjánum. Þetta var langur strangur dagur en ég hafði gaman af þessu," sagði Taylor. Lífið 23.8.2010 18:30