Lífið

Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum

Hljómsveitin Of Monsters and Men er búin að birta nýtt myndband á myndbandavefnum YouTube, sem er að stærstum hluta tekið upp á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Myndbandið er við lagið „Mountain Sound". Umræddir tónleikar voru haldnir þann 7. júlí síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að miðborgin fylltist þetta sama kvöld. Hljómsveitinni þótti tónleikarnir takast svo vel að ákveðið var að nýta myndbandsefni sem var tekið upp í tónlistarmyndband og óskuðu eftir leyfi frá þeim sem birtust á myndunum til þess að fá að nýta sér þær.

Tónlist

Pitsur með kolkrabba og jógúrt

"Þetta eru tæplega eitt hundrað áleggstegundir. Þú getur fengið nánast hvað sem er, til dæmis kolkrabba, snigla, kalkún og jógúrt,“ segir Þorleifur Jónsson, eða Tolli, eigandi pitsustaðarins La Luna við Rauðarárstíg.

Matur

Fólk forvitið um kynlíf

Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki.

Lífið

Þekktir nágrannar

Söngvarinn Jón Þór Birgisson, eða Jónsi í Sigur Rós eins og hann er betur þekktur, hefur fest kaup á lóðinni við Spítalastíg 6a.

Lífið

Fimmtíu gráir skuggar

Þetta er hvorki mömmuklám né ömmuklám, þetta er í besta falli langömmuklám sem hefði getað verið skrifað á 19. öldinni

Gagnrýni

Feðgar aftur til Toronto

Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen, sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis, spila á lista- og raftónlistarhátíðinni Harvest Festival í Kanada á föstudaginn. Hátíðin er haldin 240 kílómetra norður af Toronto og státar jafnan af frambærilegum listamönnum hvaðanæva að úr heiminum. Stereo Hypnosis spilaði einnig á hátíðinni í fyrra við góðan orðstír. Harvest Festival er nú stærri í sniðum og umfangsmeiri en árin á undan.

Tónlist

Hilton-hótel þétt setið

Um þúsund manns mættu á haustráðstefnu Advania sem haldin var á Hilton-hótelinu á föstudag í síðustu viku. Þar hlýddu gestir meðal annars á landsliðsþjálfarann Lars Lagerback fara yfir leikskipulag fyrir stórgóðan leik gegn Norðmönnum sem fór fram á Laugardalsvelli síðar um kvöldið. Aðalatriði ráðstefnunnar voru þó 40 fyrirlestrar á 4 þemalínum og lykilræður frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Fjarðaáli og Newsweek. Myndirnar sem hér fylgja með segja meira en mörg orð.

Lífið

Of Monsters setur nýtt met

Fyrsta plata Of Monsters and Men, My Head Is an Animal hefur sett nýtt met á Tónlistanum, samkvæmt Félagi hljómplötuframleiðenda. Hún hefur setið í efsta sæti þessa íslenska sölulista samanlagt í átján vikur, sem er lengri tími en nokkur önnur plata hefur setið frá því listinn var fyrst birtur.

Tónlist

Mugison meðal jólagesta systkinanna

Hinir árlegu jólatónleikar systkinanna KK og Ellenar verða í fyrsta sinn haldnir í Eldborgarsal Hörpunnar hinn 12. desember, eða 12.12.12. Kvöldið eftir spila þau í Hofi á Akureyri og hinn fjórtánda á Siglufirði.

Tónlist

Heidi Klum komin í samband með lífverði sínum

Fyrirsætan Heidi Klum, sem nýlega skildi við Seal, unnusta sinn til margra ára, er farin að slá sér upp með Martin Kirsten, lifverði sínum. Katie Couric spurði hana út í þetta ástarsamband í viðtalsþætti sínum. Þar neitaði hún ekki sögusögnunum en hún játaði því ekki heldur. "Martin er frábær maður og nú nýlega fórum við að kynnast hvort öðru á annan hátt," sagði hún. Heimildarmaður People slúðurtímaritsins segir að staðan sé mjög flókin á milli Klum og Kirsten, en hann sé helsti trúnaðarvinur hennar.

Lífið

Dustin Hoffman og Zeppelin tilnefnd til Kennedyverðlaunanna

Led Zeppelin og Dustin Hoffman eru tilnefnd til Kennedyverðlaunanna sem verða afhent í desember, venju samkvæmt. Vefurinn Contact Music segir að um sé að ræða ein virtustu verðlaun sem veitt eru í skemmtanaiðnaðinum. Það er sjálfur forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sem afhendir verðlaunin en þetta kann að verða eitt af síðustu embættisverkum hans. Það ræðst þó allt af því hvernig niðurstöður forsetakosninganna fara í nóvember. Auk Zeppelin og Dustin Hoffman séu David Letterman, Buddy Guy blússtjarna og ballerínan Natalie Makarova tilnefnd til verðlaunanna sem verða afhent í þrítugasta og fimmta skipti.

Lífið

Kate Middleton ekki ólétt

Kate Middleton á ekki von á sér þrátt fyrir þrálátan orðróm um að svo sé og reglulegar fréttir í slúðurmiðlunum um að hún beri barn undir belti.

Lífið

Tónlistarleg ekkólalía

Maður hefði haldið að undir kirkjutónlist flokkaðist eingöngu músík sem hefði trúarlega skírskotun. Svo þarf ekki að vera.

Gagnrýni

Dansleikur í Iðnó

Diskótvíeykið ''Þú og Ég'' heldur dansleik í Iðnó ásamt ''Moses Hightower'', föstudagskvöldið 14. september. Hljómsveitirnar komu fyrst saman á Innipúkanum um nýliðna verslunarmannahelgi og þótti samstarfið heppnast með eindæmum vel. Því vildum við endurtaka leikinn fyrir þá sem sáu sér ekki fært að mæta.

Tónlist

Kláraði textann á sveitaloftinu

Þegar hann mætti í upptöku á þáttunum í upphafi sumars fannst honum tímabært að ljúka við texta lagsins All, You, I, áður en það yrði tekið upp og fékk því að bregða sér í tölvuna á bænum og rumpa textanum af.

Tónlist

Helgi ekki á leið í pólitík

Margir hinna tæplega fimm þúsund Facebook-vina Helga Seljan sjónvarpsmanns ráku upp stór augu í gær þegar tilkynnt var á síðu hans að hann hygðist láta af störfum hjá Ríkisútvarpinu og fara í framboð fyrir Bjarta framtíð.

Lífið

Ítölsk mynd um Ísland

Glæný heimildarmynd um Ísland, séð með augum tveggja ítalskra listamanna, verður sýnd á Riff-hátíðinni. Hún nefnist Tralala og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðustu viku við góðar undirtektir.

Menning

Witherspoon komin á steypirinn

Reese Witherspoon var vægast sagt krúttleg að sjá er hún yfirgaf læknastofuna í vikunni í sumarlegum óléttukjól en hún er komin alveg á steypirinn eins og sjá má.

Lífið

Frábært að fá svona góða dóma

Kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem stendur nú yfir. Myndin hefur fengið góðar dóma og sagði gagnrýnandi Screen Daily myndina fallega og að hún væri líkleg til að falla í kramið hjá áhorfendum.

Menning

Eðlumaðurinn mætir í Súlnasal

„Þetta er í fyrsta skipti sem sýningin er haldin og við eigum von á mörgum af stærstu nöfnum tattú-heimsins,“ segir Fjölnir Geir Bragason, betur þekktur sem Fjölnir tattú, um hátíðina Icelandic tattoo expo, sem verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu um helgina.

Lífið