Lífið

Cage og Perlman massa miðaldirnar

Ein þeirra mynda sem er frumsýnd um helgina er ævintýramyndin Season of the Witch með Nicholas Cage og Ron Perlman í aðalhlutverki. Þess ber að geta að Atli Örvarsson samdi tónlistina fyrir myndina.

Lífið

Rís upp með hjálp Viagra

Íslenskir kvikmyndahúsagestir geta valið mörgum nýjum myndum um helgina. Anne Hathaway og Jake Gyllenhaal leika í rómantísku gamanmyndinni Love and Other Drugs. Þar fer Gyllenhaal með hlutverk manns sem fær vinnu í lyfjafyrirtæki og fetar sig fljótt upp metorðastigann, aðallega með því að beita persónutöfrum sínum á kvenfólk en einnig vegna nýs lyfs sem heitir Viagra.

Lífið

Florence flott á fremsta bekk

Breska söngkonan Florence Welch hefur stimplað sig inn sem ein helsta tískufyrirmyndin í dag á frekar stuttum tíma. Hún sást oft og títt verma fremsta bekk á sýningum helstu tískuhönnuða heims á nýyfirstöðnum tískuvikum. Fatasmekkur Welch þykir vera skemmtileg blanda af gamaldags rómantík og nýjustu tísku.

Lífið

Fimm vinklar The Strokes

Angles, fjórða plata The Strokes, kemur út í næstu viku. Hljómsveitin hefur boðið aðdáendum sínum upp á að hlusta á plötuna á heimasíðu sinni síðustu daga. Atli Fannar Bjarkason renndi yfir hana og skoðaði tilurð hennar.

Lífið

Fyrst nýjar tennur og nú þetta?

Nýjar myndir af söngkonunni LeAnn Rimes hafa vakið athygli fyrir það hvað söngkonan hefur horast á örskömmum tíma. LeAnn póstaði á Twitter síðuna sína eftirfarandi fyrr í þessari viku: "Mér er sama um þessar asnalegu fréttir. Ég veit að ég er heilsuhraust. Kannski ættu þeir sem skrifa um mig að byrja á því að skoða sig að innan og utan." Þá skrifaði einhver á vegginn hennar að hún væri vannærð á að líta á myndunum en LeAnn svaraði: "Þetta er mynd.... sjáðu mig Í RAUNVERULEIKANUM." Þá má einnig sjá eldri myndir af söngkonunni fyrir og eftir nýja stellið og áður en hún léttist svona svakalega.

Lífið

Fyrsta sólóplata Begga Smára

Fyrsta plata tónlistarmannsins Begga Smára nefnist Mood og kemur út eftir um það bil mánuð. Þar blandar hann saman blús, sálartónlist og poppi. Við upptökurnar leitaðist hann við að ná sama hljómi og er á plötu Englendingsins Pauls Weller, Stanley Road, sem kom út 1995.

Lífið

Jóel og Skúli tilnefndir

Tónlistarmennirnir Jóel Pálsson og Skúli Sverrisson eru meðal þeirra tólf sem eru tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2011. Tilkynnt verður um sigurvegarann 1. júní.

Lífið

Viljið þið gefa þessu módeli eitthvað að borða

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fyrirsætuna Yuliana Bondar sitja fyrir í myndatöku fyrir tískuþátt Victor Da Souza í ljósmyndarveri Seth Sabal í New York þar sem ofurfyrirsæturnar fyrir helstu tískutímaritin eru oftar en ekki myndaðar. Ef myndskeiðið er skoðaða lítur allt út fyrir að Yuliana mætti fá sér smá snarl.

Lífið

Villt kynlíf eftir skilnað innantóm tilfinning

Útvarpsmaðurinn Howard Stern prýðir forsíðu tímaritsins Rolling Stone en þar ræðir hann opinskátt um sína persónulegu kynlífsreynslu í kjölfar skilnaðar. Eftir að ég skildi áttaði ég mig allt í einu: Ó vá ég get farið og stundað kynlíf. Ég hljóp um og pikkaði upp konur en síðan fattaði ég að ég þurfti ekki svona mikið á kynlífi að halda eftir allt saman. Eina sem ég þráði var einhverja sem vildi vera hjá mér hverja einustu mínútu. Það var ekki eins spennandi að hafa samfarir á hverju kvöldi eins og ég hélt og þá við konur sem notuðu mig af því hver ég er og ég notaði þær út af fegurð þeirra. Allt þetta kynlífsdæmi var endanum innantóm tilfinning..." sagði Howard.

Lífið

Plata Árna nær öðru sæti breska breiðskífulistans

Fyrsta plata The Vaccines, What Did You Expect From The Vaccines?, kom út á mánudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór platan vel af stað í Bretlandi og sat í öðru sæti breiðskífulistans í gær. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á mánudaginn í næstu viku, þegar listinn verður gefinn út, hvort hún haldi sætinu.

Lífið

Soderberg hættir að leikstýra

Það kom mörgum kvikmyndaáhugamönnum í opna skjöldu þegar leikstjórinn heimsfrægi Steven Soderbergh tilkynnti í vikunni að hann ætlaði að hætta í bransanum.

Lífið

Þetta er þá ástæðan af hverju þú hættir með Hollywoodgellunni

Black Swan leikkonan Mila Kunis og söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake fara með aðalhlutverkin í rómantísku gamanmyndinni Friends With Benefits sem kemur út í sumar. Eins og allir vita nú þegar, er Justin nýhættur með leikkonunni Jessicu Biel. Nú velta slúðurmiðlar beggja vegna Atlantshafsins sér endalaust upp úr sambandi Milu og Justin og þeirri staðreynd að það var flugeldasýning þegar þau voru saman við tökur á fyrrnefndri bíómynd því þau náðu lygilega vel saman.

Lífið

Skynjunarskóli í Kling og Bang

Á sýningunni Marglaga í Kling og Bang fjalla myndlistarmenn um skynjun, innsæi og tilfinningar. Í galleríinu Kling og Bang hefur mikið verið um að vera undanfarnar vikur. Þar hefur hópur nýútskrifaðra myndlistarmanna tekið yfir; sýning þeirra Marglaga gengur út á að skoða og rannsaka skynjun, innsæi og tilfinningar. Í tengslum við sýninguna hefur verið settur á laggirnar skynjunarskóli.

Lífið

Leikhúsi listamanna boðið til Danmerkur

Leikhús listamanna hefur slegið í gegn með sýningum á tveggja vikna fresti á þriðjudagskvöldum í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar hafa fjölmargir listamenn framið gjörninga og skemmt gestum sem flykkst hafa að.

Lífið

Til heiðurs gruggurum

Tónleikar til heiðurs bandarísku gruggsveitinni Stone Temple Pilots verða haldnir á Sódómu Reykjavík á fimmtudag. Lög af flestum plötum sveitarinnar hljóma á tónleikunum.

Lífið

Okkar eigin Osló tekur fram úr Roklandi

Yfir níu þúsund manns höfðu í byrjun vikunnar séð gamanmyndina Okkar eigin Osló í leikstjórn Reynis Lyngdal. Íslendingar virðast kunna vel að meta skondin samskipti þeirra Þorsteins Guðmundssonar og Brynhildar Guðjónsdóttur í aðalhlutverkunum enda hafa þeir flykkst á myndina síðan hún var frumsýnd 4. mars.

Lífið

Þessi taka þátt í Hamingjan sanna

Þættirnir Hamingjan sanna hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þar verður fylgst með átta Íslendingum vinna markvisst að því að auka hamingju sína. Þeir fá ný og ögrandi verkefni í hverri viku og fara reglulega í hamingjumælingu í Háskólanum í Reykjavík.

Lífið

Ef þessi ástarsena fær þig ekki til að brosa er eitthvað mikið að

Hér má sjá eldheita ástarsenu sem er alls ekki fyrir viðkvæma með leikkonunni Rachel Bilson í aðalhlutverki en myndskeiðið var gert í tilefni af kvikmynd leikkonunnar Hearts of Palm. Það sem gerir senuna sprenghlægilega er að loðinn staðgengill birtist í hvert sinn sem hold leikkonunnar er sýnilegt.

Lífið

Algjör snilld fyrir óléttar konur

"Hún gerði bara algjört kraftaverk fyrir mig. Ég fann það ekki í rauninni fyrr en ég var að labba í sturtuna aftur að mig verkjaði ekki neins staðar," sagði nýbökuð móðir Bergrún Íris Sævarsdóttir um Höllu Himintungl sem aðstoðar óléttar konur með Bowen heilunartækni við að losa sig við ýmsa kvilla sem eiga það til að gera vart við sig á meðgöngunni. Í meðfylgjandi myndskeiði útskýrir Halla út á hvað meðferðin gengur sem er algjör snilld fyrir óléttar konur. Sjá meira HÉR.

Lífið

Vilja auka framlög til kvikmynda

Menntamálaráðuneytið er að ljúka við drög að nýjum samningi í samstarfi við kvikmyndaráð. Hann felur í sér aukin fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands næstu fimm árin. Vinna við samninginn á að klárast síðar í þessum mánuði og tekur hann gildi á næsta ári ef hann verður samþykktur á Alþingi. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, staðfesti þetta en kvað ekki tímabært að ráðherra tjáði sig um málið.

Lífið

Nate Dogg látinn

Bandaríski söngvarinn Nate Dogg lést að heimili sínu í Kaliforníu í gær, 41 árs að aldri. Frægðarsól Nate Dogg reis á níunda áratugnum þegar hann söng í nokkrum metsölulögum með röppurunum Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Warren G og Tupac.

Lífið

Justin Bieber er þetta eitthvað grín?

Söngvarinn Justin Bieber, 17 ára, er langt frá því að vera líkur vaxmyndinni af sér, sem var afhjúpuð á Madame Tussauds vaxmyndasafninu í London í gær. Vaxmyndina má skoða í meðfylgjandi myndasafni og þar má einnig sjá mömmu Justin stilla sér upp hjá syni sínum og vaxmyndinni.

Lífið

Carine Roitfeld í samkeppni við franska Vogue

Goðsögnin Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstjóri franska Vogue, sagðist ætla að sigla á ný mið eftir starf sitt hjá tímaritinu. Samkvæmt heimildum gæti þó vel verið að Roitfeld haldi sig við það sem hún gerir best og stofni franska Harper‘s Bazaar.

Lífið