Körfubolti

Terry tryggði Dallas sigur - Ellis með 45 stig

Jason Terry tryggði Dallas Mavericks 104-102 sigur á Philadelphia 76ers með því að skora sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Dirk Nowitzki skoraði 28 stig og Jason Kidd var með 22 stig og 11 stoðsendingar en Dallas var nærri því búið að missa niður 17 stiga forskot í leiknum. Willie Green skroaði 23 stig fyrir Philadelphia.

Körfubolti

Guðjón: Mér fannst við bara vera kraftlausir

„Við vorum bara skítlélegir og það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Það er í raun það eina sem mér dettur í hug að segja núna,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir 76-63 tap liðsins í Suðurnesjaslag gegn Njarðvík í Iceland Express-deild karla í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Körfubolti

Sigurður: Varnarleikurinn var frábær allan leikinn

„Ég er mjög sáttur með sigurinn. Varnarleikurinn var frábær hjá okkur allan leikinn en það komu leikkaflar þar sem við vorum ekki að gera nógu vel í sókninni en í heildina litið er ég mjög sáttur með okkar leik,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur í leikslok eftir 76-63 sigur liðs síns gegn Keflavík í toppbaráttuslag Iceland Express-deildar karla í kvöld.

Körfubolti

Marvin með 35 stig í sigri Hamars á Breiðabliki

Marvin Valdimarsson skoraði 35 stig í mikilvægum ellefu stiga sigri Hamars á Breiðabliki, 89-78, í Hveragerði í Iceland Express deild karla í kvöld. Hamarsmenn lögðu grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta sem þeir unnu 28-15.

Körfubolti

Tveir toppbaráttuleikir í körfunni í kvöld

Það verða tveir toppbaráttuleikir í Iceland Express deild karla í kvöld þegar tvö efstu liðin og erkifjendurnir í Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sama tíma og Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í DHL-höllinni.

Körfubolti

New Jersey Nets jafnaði metið yfir verstu byrjun liðs í NBA

New Jersey Nets tapaði í nótt sínum 17. leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið sótti meistarana í Los Angeles Lakers heim. Nets varð þar með þriðja liðiðí sögu deildarinnar til að tapa 17 fyrstu leikjum sínum á tímabilinu en hin tvö voru Miami Heat (1988-89) og Los Angeles Clippers (1999).

Körfubolti

Öruggur sigur KR

KR vann öruggan nítján stiga sigur á Haukum á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld, 81-62.

Körfubolti

Njarðvíkurkonur af botninum með stórsigri

Njarðvíkurkonur komust í kvöld af botni Iceland Express deildar kvenna með 22 stiga heimasigri á Snæfelli, 74-52. Njarðvík fór þar með upp um þrjú sæti í það fimmta þar sem liðið er með betri innbyrðisárangur á móti Haukum og Snæfelli.

Körfubolti