NBA í nótt: Beasley tryggði Miami sigur með troðslu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2009 09:00 Michael Beasley var hetja Miami í nótt. Mynd/AP Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Dwyane Wade tók skotið sem átti að tryggja Miami sigurinn. Skotið virtist ætla að geiga en Beasley náði að grípa boltann og troða honum í körfuna. Leikmenn Orlando vildu meina að boltinn hafi enn verið á leiðinni í körfuna og hafi enn verið á niðurleið. Því hafi troðsla Beasley verið ólögleg. En karfan var dæmd góð og gild. Vince Carter kom Orlando yfir með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir en Udonis Haslem minnkaði muninn í eitt stig skömmu síðar. Jason Williams hefði svo getað nánast tryggt Orlando sigurinn þegar hann fór á vítalínunni í næstu sókn en hann klikkaði á báðum skotunum. Það nýtti Miami sér og skoraði sigurkörfuna þegar rúm ein sekúnda var eftir. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 24 stig og James Jones kom næstur með sextán. Michael Beasley var með fimmtán stig og tólf fráköst. Jason Williams skoraði 25 stig fyrir Orlando og Vince Carter 22 stig.Charlotte vann Toronto, 116-81. Gerald Wallace skoraði 31 stig og tók þrettán fráköst. Stephen Jackson kom næstur hjá Charlotte með 23 stig.Denver vann Minnesota, 124-111. Carmelo Anthony var með 22 stig og Nene sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Þetta var fjórtánda tap Minnesota í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og þar með versta byrjunin í sögu félagsins.Cleveland vann Detroit, 98-88. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland.Indiana vann LA Clippers, 86-73. Troy Murphy var með átján stig og ellefu fráköst fyrir Indiana, Dahntay Jones var með átján og Brandon Rush þrettán og ellefu fráköst.Boston vann Philadelphia, 113-110. Paul Pierce var með 27 stig, Kevin Garnett nítján og Ray Allen átján.Portland vann New Jersey, 93-83, og þar með tapaði síðarnefnda liðið sínum fimmtánda leik í röð á tímabilinu. Greg Oden var með átján stig og átta fráköst fyrir Portland sem hefur unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum, þar af sex í röð á heimavelli.Sacramento vann New York, 117-97. Donte Green setti niður þrjá þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. San Antonio vann Golden State, 118-104. Tony Parker skoraði 32 stig og Tim Duncan 20 auk þess sem hann tók níu fráköst.Dallas vann Houston, 130-99, þar sem Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas. Jason Kidd gaf sjö stoðsendingar í leiknum og er nú komin með alls 10.337 stoðsendingar á ferlinum. Þar með er hann kominn í annað sæti á lista þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en á þó nokkuð í land með að ná þeim sem á metið. Það er John Stockton sem gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum.New Orleans vann Milwaukee, 102-99, í framlengdum leik. David West var með 27 stig og tíu fráköst fyrir New Orleans og nýliðinn Darren Collison átján.Phoenix vann Memphis, 126-111. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Dwyane Wade tók skotið sem átti að tryggja Miami sigurinn. Skotið virtist ætla að geiga en Beasley náði að grípa boltann og troða honum í körfuna. Leikmenn Orlando vildu meina að boltinn hafi enn verið á leiðinni í körfuna og hafi enn verið á niðurleið. Því hafi troðsla Beasley verið ólögleg. En karfan var dæmd góð og gild. Vince Carter kom Orlando yfir með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir en Udonis Haslem minnkaði muninn í eitt stig skömmu síðar. Jason Williams hefði svo getað nánast tryggt Orlando sigurinn þegar hann fór á vítalínunni í næstu sókn en hann klikkaði á báðum skotunum. Það nýtti Miami sér og skoraði sigurkörfuna þegar rúm ein sekúnda var eftir. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 24 stig og James Jones kom næstur með sextán. Michael Beasley var með fimmtán stig og tólf fráköst. Jason Williams skoraði 25 stig fyrir Orlando og Vince Carter 22 stig.Charlotte vann Toronto, 116-81. Gerald Wallace skoraði 31 stig og tók þrettán fráköst. Stephen Jackson kom næstur hjá Charlotte með 23 stig.Denver vann Minnesota, 124-111. Carmelo Anthony var með 22 stig og Nene sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Þetta var fjórtánda tap Minnesota í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og þar með versta byrjunin í sögu félagsins.Cleveland vann Detroit, 98-88. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland.Indiana vann LA Clippers, 86-73. Troy Murphy var með átján stig og ellefu fráköst fyrir Indiana, Dahntay Jones var með átján og Brandon Rush þrettán og ellefu fráköst.Boston vann Philadelphia, 113-110. Paul Pierce var með 27 stig, Kevin Garnett nítján og Ray Allen átján.Portland vann New Jersey, 93-83, og þar með tapaði síðarnefnda liðið sínum fimmtánda leik í röð á tímabilinu. Greg Oden var með átján stig og átta fráköst fyrir Portland sem hefur unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum, þar af sex í röð á heimavelli.Sacramento vann New York, 117-97. Donte Green setti niður þrjá þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. San Antonio vann Golden State, 118-104. Tony Parker skoraði 32 stig og Tim Duncan 20 auk þess sem hann tók níu fráköst.Dallas vann Houston, 130-99, þar sem Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas. Jason Kidd gaf sjö stoðsendingar í leiknum og er nú komin með alls 10.337 stoðsendingar á ferlinum. Þar með er hann kominn í annað sæti á lista þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en á þó nokkuð í land með að ná þeim sem á metið. Það er John Stockton sem gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum.New Orleans vann Milwaukee, 102-99, í framlengdum leik. David West var með 27 stig og tíu fráköst fyrir New Orleans og nýliðinn Darren Collison átján.Phoenix vann Memphis, 126-111. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira