NBA í nótt: Beasley tryggði Miami sigur með troðslu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2009 09:00 Michael Beasley var hetja Miami í nótt. Mynd/AP Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Dwyane Wade tók skotið sem átti að tryggja Miami sigurinn. Skotið virtist ætla að geiga en Beasley náði að grípa boltann og troða honum í körfuna. Leikmenn Orlando vildu meina að boltinn hafi enn verið á leiðinni í körfuna og hafi enn verið á niðurleið. Því hafi troðsla Beasley verið ólögleg. En karfan var dæmd góð og gild. Vince Carter kom Orlando yfir með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir en Udonis Haslem minnkaði muninn í eitt stig skömmu síðar. Jason Williams hefði svo getað nánast tryggt Orlando sigurinn þegar hann fór á vítalínunni í næstu sókn en hann klikkaði á báðum skotunum. Það nýtti Miami sér og skoraði sigurkörfuna þegar rúm ein sekúnda var eftir. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 24 stig og James Jones kom næstur með sextán. Michael Beasley var með fimmtán stig og tólf fráköst. Jason Williams skoraði 25 stig fyrir Orlando og Vince Carter 22 stig.Charlotte vann Toronto, 116-81. Gerald Wallace skoraði 31 stig og tók þrettán fráköst. Stephen Jackson kom næstur hjá Charlotte með 23 stig.Denver vann Minnesota, 124-111. Carmelo Anthony var með 22 stig og Nene sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Þetta var fjórtánda tap Minnesota í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og þar með versta byrjunin í sögu félagsins.Cleveland vann Detroit, 98-88. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland.Indiana vann LA Clippers, 86-73. Troy Murphy var með átján stig og ellefu fráköst fyrir Indiana, Dahntay Jones var með átján og Brandon Rush þrettán og ellefu fráköst.Boston vann Philadelphia, 113-110. Paul Pierce var með 27 stig, Kevin Garnett nítján og Ray Allen átján.Portland vann New Jersey, 93-83, og þar með tapaði síðarnefnda liðið sínum fimmtánda leik í röð á tímabilinu. Greg Oden var með átján stig og átta fráköst fyrir Portland sem hefur unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum, þar af sex í röð á heimavelli.Sacramento vann New York, 117-97. Donte Green setti niður þrjá þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. San Antonio vann Golden State, 118-104. Tony Parker skoraði 32 stig og Tim Duncan 20 auk þess sem hann tók níu fráköst.Dallas vann Houston, 130-99, þar sem Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas. Jason Kidd gaf sjö stoðsendingar í leiknum og er nú komin með alls 10.337 stoðsendingar á ferlinum. Þar með er hann kominn í annað sæti á lista þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en á þó nokkuð í land með að ná þeim sem á metið. Það er John Stockton sem gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum.New Orleans vann Milwaukee, 102-99, í framlengdum leik. David West var með 27 stig og tíu fráköst fyrir New Orleans og nýliðinn Darren Collison átján.Phoenix vann Memphis, 126-111. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Dwyane Wade tók skotið sem átti að tryggja Miami sigurinn. Skotið virtist ætla að geiga en Beasley náði að grípa boltann og troða honum í körfuna. Leikmenn Orlando vildu meina að boltinn hafi enn verið á leiðinni í körfuna og hafi enn verið á niðurleið. Því hafi troðsla Beasley verið ólögleg. En karfan var dæmd góð og gild. Vince Carter kom Orlando yfir með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir en Udonis Haslem minnkaði muninn í eitt stig skömmu síðar. Jason Williams hefði svo getað nánast tryggt Orlando sigurinn þegar hann fór á vítalínunni í næstu sókn en hann klikkaði á báðum skotunum. Það nýtti Miami sér og skoraði sigurkörfuna þegar rúm ein sekúnda var eftir. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 24 stig og James Jones kom næstur með sextán. Michael Beasley var með fimmtán stig og tólf fráköst. Jason Williams skoraði 25 stig fyrir Orlando og Vince Carter 22 stig.Charlotte vann Toronto, 116-81. Gerald Wallace skoraði 31 stig og tók þrettán fráköst. Stephen Jackson kom næstur hjá Charlotte með 23 stig.Denver vann Minnesota, 124-111. Carmelo Anthony var með 22 stig og Nene sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Þetta var fjórtánda tap Minnesota í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og þar með versta byrjunin í sögu félagsins.Cleveland vann Detroit, 98-88. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland.Indiana vann LA Clippers, 86-73. Troy Murphy var með átján stig og ellefu fráköst fyrir Indiana, Dahntay Jones var með átján og Brandon Rush þrettán og ellefu fráköst.Boston vann Philadelphia, 113-110. Paul Pierce var með 27 stig, Kevin Garnett nítján og Ray Allen átján.Portland vann New Jersey, 93-83, og þar með tapaði síðarnefnda liðið sínum fimmtánda leik í röð á tímabilinu. Greg Oden var með átján stig og átta fráköst fyrir Portland sem hefur unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum, þar af sex í röð á heimavelli.Sacramento vann New York, 117-97. Donte Green setti niður þrjá þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. San Antonio vann Golden State, 118-104. Tony Parker skoraði 32 stig og Tim Duncan 20 auk þess sem hann tók níu fráköst.Dallas vann Houston, 130-99, þar sem Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas. Jason Kidd gaf sjö stoðsendingar í leiknum og er nú komin með alls 10.337 stoðsendingar á ferlinum. Þar með er hann kominn í annað sæti á lista þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en á þó nokkuð í land með að ná þeim sem á metið. Það er John Stockton sem gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum.New Orleans vann Milwaukee, 102-99, í framlengdum leik. David West var með 27 stig og tíu fráköst fyrir New Orleans og nýliðinn Darren Collison átján.Phoenix vann Memphis, 126-111. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Sjá meira