Körfubolti

NBA: Miami vann öruggan sigur á Orlando í Flórída-uppgjörinu

Miami Heat vann sannfærandi 26 stiga sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic í fyrsta heimaleik Miami með ofurþríeykið innanborðs. Los Angeles Lakers liðið sá til þess að þjálfarinn Phil Jackson vann sinn 1100. leik í NBA og er Lakers ósigrað eins og Atlanta Hawks, New Orleans Hornets, Oklahoma City Thunder Golden State Warriors og New Jersey Nets sem unnu öll líka í nótt.

Körfubolti

Umfjöllun: Mikilvægur sigur Keflvíkinga gegn KR

Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-91, á KR-ingum í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn en KR-ingar fengu nokkur tækifæri undir lokin til að stela sigrinum en það tókst ekki og því fór sem fór.

Körfubolti

Keflavík lagði KR

Keflavík vann góðan sigur á KR í Iceland Express-deild karla en Grindavík er enn ósigrað á toppi deildarinnar.

Körfubolti

Jakob með 20 stig í sigri

Jakob Sigurðarson skoraði 20 stig þegar lið hans, Sundsvall Dragons, vann góðan sigur á 08 Stockholm, 89-79, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti

Brynjar: Búið að pumpa upp Keflvíkingana

Brynjar Þór Björnsson og félagar í KR sækja Keflvíkinga heim í Iceland Express deild karla í kvöld en þrátt fyrir að KR sé búið að vinna 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í deildinni er Brynjar ekki sáttur með spilamennskuna. Hann var í viðtali fyrir leikinn inn á heimasíðu KR.

Körfubolti

Keflvíkingar fá tvöfaldan liðstyrk fyrir KR-leikinn í kvöld

Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir átök kvöldsins þegar KR kemur í heimsókn í 5. umferð Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Keflavíkurliðið hefur fengið tvöfaldan liðstyrk því auk þess að Serbinn Lazar Trifunovic er orðinn löglegur þá mun Valentino Maxwell spila á ný eftir langvinn meiðsli.

Körfubolti

NBA: Orlando vann auðveldan sigur í frumraun John Wall

Orlando Magic vann alla leiki sína stórt á undirbúningstímabilinu og byrjaði tímabilið síðan á 29 stiga sigri á Washington Wizards, 112-83, í NBA-deildinni í nótt. Utah Jazz vann líka alla undirbúingsleiki sína en tapaði öðrum leiknum á tímabilinu á heimavelli fyrir Phoenix Suns.

Körfubolti

Gilbert sér ekki eftir neinu

Dan Gilbert, eigandi NBA-liðsins Cleveland Cavaliers, sér alls ekkert eftir því að hafa hraunað yfir LeBron James er hann ákvað að yfirgefa Cleveland fyrir Miami.

Körfubolti

Magnús stigahæstur í sigurleik

Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur leikmanna Aabyhoj IF er liðið vann níu stiga sigur á Horsholm 79ers í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 69-60.

Körfubolti

NBA: Fyrsti sigur Miami og Cleveland vann Boston

Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh unnu sinn fyrsta leik saman með Miami Heat í NBA-deildinni í nótt en Boston sem vann Miami-liðið í opnunarleiknum í fyrrinótt tapaði hinsvegar óvænt fyrir gamla liðinu hans LeBrons James, Cleveland Cavaliers. Monta Ellis skoraði 46 stig í sigri Golden State á Houston.

Körfubolti

Wade: Þetta var bara einn leikur af 82

Það gekk lítið upp hjá Dwyane Wade þegar Miami Heat tapaði 80-88 á móti Boston Celtics í nótt í fyrsta alvöru leik liðsins síðan að Chris Bosh og LeBron James gengu til liðs við Wade í Miami.

Körfubolti

NBA: Boston vann Miami í fyrsta leik LeBron með Miami

Nýja ofurþríeykið í Miami Heat byrjaði ekki vel í nótt þegar liðið tapaði 88-80 fyrir Boston Celtics í opnunarleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James lék þarna sinn fyrsta alvöru leik með Miami-liðinu eftir að hann yfirgaf Cleveland.

Körfubolti

Leikur Boston og Miami í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

NBA-deildin í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum en flestra augu verða örugglega á leik Boston Celtics og Miami Heat sem fram fer í Boston. Það var engin tilviljun að NBA-deildin stillti upp þessum leik á fyrsta kvöldinu og menn eru búnir að bíða spenntir eftir þessu uppgjöri í langan tíma. Stöð2 Sport mun sýna leikinn í beinni og hefst útsendingin klukkan 11.30.

Körfubolti

Umfjöllun: Stjarnan áfram á beinu brautinni

Stjarnan vann 91-81 sigur á Njarðvík í kvöld en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Ekki er hægt að segja annað en sigurinn hafi verið sanngjarn þó spenna hafi óvænt hlaupið í leikinn í lokin.

Körfubolti

Sigurður: Andleysi okkar kom mér á óvart

Stjarnan var með forystuna nær allan leiktímann þegar liðið vann tíu stiga sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var skiljanlega ekki kátur eftir leik.

Körfubolti

Fannar: Vorum beittari í öllum aðgerðum

„Þetta lítur þrusuvel út,“ sagði Fannar Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, eftir að liðið vann tíu stiga sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í kvöld. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar í röð.

Körfubolti