Körfubolti

Fannar Helgason var ánægður með sigurinn

"Við byrjuðum rosalega illa en um leið og við fórum að spila góða vörn þá koma þetta,“ sagði Fannar Helgason leikmaður Stjörnunnar eftir 75-73 sigur liðsins gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Fannar er ánægður með að stuðningsmenn Snæfells eru búnir að búa til lag sem þeir syngja um örvhenta miðherjann frá Ósi og hvetur hann Stjörnumenn að að svara fyrir sig á þriðjudaginn þegar liðin mætast að nýju.

Körfubolti

Hrafn: Þetta er hræðilega sárt

"Þetta er alveg hræðilega sárt,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-stúlkur eru komnar í sumarfrí eftir að hafa fallið úr leik gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express-deild kvenna, en einvíginu lauk með 3-1 sigri Keflavíkur.

Körfubolti

Jón Halldór: Er með stelpur sem hafa spilað milljón svona leiki

“Við ætluðum okkur í úrslit og því erum við í toppmálum,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild kvenna eftir 70-62 sigur gegn KR í fjórða leik liðana og einvíginu lauk því með 3-1 sigri suðurnesjastúlkna.

Körfubolti

Umfjöllun: Keflavík komið í úrslit eftir sigur gegn KR

Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR.

Körfubolti

Keflavíkurkonur í lokaúrslitin í fimmtánda sinn - unnu KR 70-62

Keflavík tryggði sér sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með átta stiga sigri á KR-konum, 70-62, í DHL-höllinni í kvöld. Þetta er í fimmtánda sinn sem Keflavíkurkonur spila til úrslita um titilinn en janframt í fyrsta sinn síðan 2007 sem KR-liðið fer ekki alla leið í úrslit. Keflavík vann tvo síðustu leiki einvígisins og þar með einvígið 3-1. Keflavík mætir Hamar eða Njarðvík í lokaúrslitunum en þau spila oddaleik í Hveragerði á þriðjudagskvöldið.

Körfubolti

Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur

Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist.

Körfubolti

NBA: Rose rosalegur í lokin í sigri Chicago og New York tapar enn

Það bendir allt til þess að Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og hann sýndi af hverju í nótt þegar hann vann leik liðsins við Milwaukee Bucks nánast upp á sitt einsdæmi. Atlanta Hawks tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni en New York Knicks tapaði hinsvegar sínum sjötta leik í röð og hefur gjörsamlega hrunið við komu Carmelo Anthony.

Körfubolti

Nokkrir NBA-leikmenn á tæknivillu-brúninni

Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, er tæknivillu-kóngur NBA-deildarinnar í körfubolta það sem af er og sá eini sem hefur farið í bann vegna of margra tæknivilla á þessu tímabili. Howard hefur fengið 16 tæknivillur en menn fá leikbann fyrir sextándu tækivilluna og svo eins leiks bann fyrir hverjar tvær tæknivillur sem bætast við.

Körfubolti

Jón Arnór yfir tíu stigin sjötta leikinn í röð

Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig á 28 mínútum þegar Granada tapaði 68-85 á útivelli á móti Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta er sjötti leikurinn í röð sem Jón Arnór brýtur tíu stiga múrinn en hann gat þó ekki komið í veg fyrir þriðja tap Granada í röð.

Körfubolti

NBA: Wade og LeBron skoruðu saman 71 stig í sigri Miami

Stórstjörnunar voru í stuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Dwyane Wade skoraði 39 stig í sigri Miami á Philadelphia og LeBron James var með 32 stig, Kobe Bryant var með 37 stig í sigri Los Angeles Lakers á Clippers og Derrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago í sigri á Memphis. Topplið San Antonio Spurs tapaði öðrum leiknum í röð án Tim Duncan og Boston missti Chicago frá sér eftir tap fyrir Charlotte.

Körfubolti

Hrafn: Eigum eftir að vinna hér í Keflavík

„Við komum alveg hræðilega til leiks hér í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir ósigurinn í kvöld. KR tapaði fyrir Keflavík, 76-64, í þriðja leiknum um laust sæti í úrslitarimmu Iceland-Express deild kvenna. Keflavík leiðir því einvígið 2-1.

Körfubolti

Jón Halldór: Sýndum frábæran karakter

"Það er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa náð að landa þessum sigri,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavík, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík leiðir nú einvígið, 2-1, í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna eftir að hafa unnið góðan sigur gegn KR, 76-64, í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun: Frábær byrjun skilaði Keflavík sigri gegn KR

Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi.

Körfubolti

Nýr Kani með Keflavík í kvöld

Keflvíkingar hafa fengið nýjan bandarískan leikmann fyrir leik liðanna gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland Express-deild kvenna. Það er karfan.is sem greinir frá þessu.

Körfubolti

Adamshick ristarbrotin og ekki meira með Keflavík

Kvennalið Keflavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfall því bandaríski leikmaðurinn Jacquline Adamshick, sem hefur farið á kostum í vetur, er ristarbrotin og verður ekkert með meira með liðinu í úrslitakeppninni. Karfan.is segir frá þessu.

Körfubolti

NBA: Ellefta 50 sigra tímabil Dallas Mavericks í röð

Það var rólegt í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar það fóru aðeins fram tveir leikir. Dallas vann Minnesota Timberwolves og varð því fimmta liðið til þess að vinna 50 leiki í vetur og New Orleans Hornets hafði betur gegn Utah Jazz eftir framlengingu.

Körfubolti

Ólöf: Komnar með bakið upp við vegg

„Við erum svo sannarlega komnar með bakið upp við vegg eftir hræðilega frammistöðu hér í kvöld," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir 83-47 tap gegn Hamar í Hveragerði.

Körfubolti

Umfjöllun: Slátrun í Hveragerði

Leik Hamars og Njarðvíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar lauk með 83-47 sigri Hamarsstúlkna. Þær tóku því 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.

Körfubolti

Sigurður Gunnar besti Íslendingurinn í 8 liða úrslitunum

Keflvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson skilaði hæstu framlagi íslensku leikmannanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla sem lauk með þremur oddaleikjum í gærkvöldi. Sigurður Gunnar var 0.5 framlagsstigum á undan KR-ingnum Pavel Ermolinskij og aðeins Kelly Biedler hjá ÍR og Marcus Walker hjá KR skiluðu meira til sinna liða í þessum leikjum.

Körfubolti

Bradford hættur - útilokar ekki að þjálfa á Íslandi

Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili.

Körfubolti

Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson eru báðir hættir

Njarðvíkingarnir Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson hafa báðir ákveðið að leggja skóna á hilluna og spiluðu því sína síðustu leiki á ferlinum í einvíginu á móti KR í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla. Karfan.is greinir frá þessu í dag.

Körfubolti

Yngvi kom báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum

Valsmenn eru komnir upp í úrvalsdeild karla og úrvalsdeild kvenna í körfuboltanum eftir að bæði lið félagsins unnu úrslitaeinvígi sín á síðustu tveimur dögum. Yngvi Gunnlaugsson er þjálfari beggja liðanna og kom því báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum.

Körfubolti

NBA: Denver vann topplið San Antonio en New York tapar enn

Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic.

Körfubolti

Guðjón: Við eiginlega stálum sigrinum

„Þetta var rosaleg spenna hérna í lokin og við eiginlega stálum sigrinum,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í undanúrslit Iceland-Express deild karla eftir að hafa unnið frækin sigur, 95-90, gegn ÍR í framlengdum oddaleik.

Körfubolti