Umfjöllun: Keflavík komið í úrslit eftir sigur gegn KR Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 27. mars 2011 21:37 Lisa Karcic Mynd/Stefán Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR. Stemmningin var fín í DHL-höllinni þegar KR-stúlkur tóku á móti Keflvíkingum í fjórða leik liðina í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna, en fyrir leikinn var staðan í einvíginu var 2-1 fyrir Keflavík. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru að hitta vel í körfuna. KR-ingar voru aftur á móti í vandræðum með að komast í gegn um vörn gestanna og fundu illa taktinn. Staðan var 24-14 eftir fyrsta fjórðunginn og Keflvíkingar í góðum málum. Gestirnir hófu annan leikhluta rétt eins og þær enduðu þann fyrsta en leikmennirnir voru að finna hvorn annan vel. Þegar leið á fjórðunginn fóru KR-stúlkur hægt og rólega að saxa á forskot Keflvíkinga. Það leið ekki að löngu þangað til að heimstúlkur voru komnar yfir 34-29 eftir að hafa skorað tíu stig í röð. KR-liðið var að spila virkilega vel undir lok annars leikhluta og allt annar bragur á þeirra leik. Staðan í hálfleik var 34-32 fyrir heimastúlkur og leikurinn alveg galopinn. KR byrjaði þriðja leikhlutann virkilega vel og náðu fljótlega ágætis forskoti þegar staðan var 45-38. Þá fóru gestirnir frá Keflavík í gang en eftir fínt áhlaup frá þeim komust þær aftur yfir í leiknum 47-45. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 48-47 og gríðarleg spenna í DHL-höllinni. Keflvíkingar hófu loka fjórðunginn sérstaklega vel og þær ætluðu sér greinilega að fara í úrslitaviðureignina, en þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var staðan 57-48 fyrir gestina og KR ekki enn komið á blað í leikhlutanum. Þessi munur var of stór fyrir KR-inga og því unnu Keflvíkingar virkilega sætan sigur, 70-62, og eru komnar í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta annaðhvort Njarðvík eða deildarmeisturunum í Hamri.KR-Keflavík 62-70 (14-24, 20-8, 14-15, 14-23)KR: Margrét Kara Sturludóttir 13/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11/5 fráköst, Melissa Ann Jeltema 10/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 7, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 7, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Helga Einarsdóttir 2/7 fráköst.Keflavík: Marina Caran 21, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/8 fráköst, Lisa Karcic 8/16 fráköst/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR. Stemmningin var fín í DHL-höllinni þegar KR-stúlkur tóku á móti Keflvíkingum í fjórða leik liðina í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna, en fyrir leikinn var staðan í einvíginu var 2-1 fyrir Keflavík. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru að hitta vel í körfuna. KR-ingar voru aftur á móti í vandræðum með að komast í gegn um vörn gestanna og fundu illa taktinn. Staðan var 24-14 eftir fyrsta fjórðunginn og Keflvíkingar í góðum málum. Gestirnir hófu annan leikhluta rétt eins og þær enduðu þann fyrsta en leikmennirnir voru að finna hvorn annan vel. Þegar leið á fjórðunginn fóru KR-stúlkur hægt og rólega að saxa á forskot Keflvíkinga. Það leið ekki að löngu þangað til að heimstúlkur voru komnar yfir 34-29 eftir að hafa skorað tíu stig í röð. KR-liðið var að spila virkilega vel undir lok annars leikhluta og allt annar bragur á þeirra leik. Staðan í hálfleik var 34-32 fyrir heimastúlkur og leikurinn alveg galopinn. KR byrjaði þriðja leikhlutann virkilega vel og náðu fljótlega ágætis forskoti þegar staðan var 45-38. Þá fóru gestirnir frá Keflavík í gang en eftir fínt áhlaup frá þeim komust þær aftur yfir í leiknum 47-45. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 48-47 og gríðarleg spenna í DHL-höllinni. Keflvíkingar hófu loka fjórðunginn sérstaklega vel og þær ætluðu sér greinilega að fara í úrslitaviðureignina, en þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var staðan 57-48 fyrir gestina og KR ekki enn komið á blað í leikhlutanum. Þessi munur var of stór fyrir KR-inga og því unnu Keflvíkingar virkilega sætan sigur, 70-62, og eru komnar í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta annaðhvort Njarðvík eða deildarmeisturunum í Hamri.KR-Keflavík 62-70 (14-24, 20-8, 14-15, 14-23)KR: Margrét Kara Sturludóttir 13/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11/5 fráköst, Melissa Ann Jeltema 10/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 7, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 7, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Helga Einarsdóttir 2/7 fráköst.Keflavík: Marina Caran 21, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/8 fráköst, Lisa Karcic 8/16 fráköst/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira