Körfubolti

Umfjöllun: Sannfærandi hjá KR sem er komið í 2-0

KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011.

Körfubolti

Lokaskot Loga geigaði

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru komnir í sumarfrí eftir naumt tap, 88-90, á heimavelli gegn Svíþjóðarmeisturum Norrköping Dolphins.

Körfubolti

Marcus Walker með 21,7 stig að meðaltali í seinni hálfleik

KR-ingurinn Marcus Walker hefur farið á kostum í úrslitakeppninni til þessa og á mikinn þátt í því að bikarmeistararnir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. Walker er með 29,0 stig að meðaltali í leik í þessum þremur leikjum en það er þó fyrst í seinni hálfleikjum leikjanna þar sem að hann fer fyrst á flug. KR heimsækir Keflavík í kvöld og getur þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna.

Körfubolti

Deildarmeistaralaus lokaúrslit í fyrsta sinn í fjórtán ár

Njarðvíkurkonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna þegar þær slógu út deildarmeistara Hamars í oddaleik í Hveragerði í gærkvöldi. Þetta er aðeins í annað skiptið í 19 ára sögu úrslitakeppninnar sem deildarmeistarar komast ekki í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en síðast gerðist það fyrir fjórtán árum.

Körfubolti

Fannar: Við getum unnið titilinn

Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna.

Körfubolti

Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Körfubolti

Ólöf Helga: Lið með svakalegan karakter

"Ég er í skýjunum og ég veit varla hvernig ég á að lýsa þessu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir að liðið tryggði sig inn í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Liðið lagði Hamar af velli í kvöld, 67-74, og mun mæta nágrönnum sínum í Keflavík í úrslitunum.

Körfubolti

Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum

Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst.

Körfubolti

Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn

Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Helena fer til Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona mun leika sem atvinnumaður í Slóvakíu á næstu leiktíð en hún hefur komist að samkomulagi við lið þar í landi sem heitir Dobri Anjeli eða Góðu Englarnir.

Körfubolti

Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra.

Körfubolti

1-0 fyrir KR - myndir

KR vann fyrsta bardagann gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express-deildar í gær. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið afar skrautlegur.

Körfubolti

Guðjón Skúlason: Menn vita hvað þarf að laga

Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, telur að það hafi ekki farið of mikil orka í frábæra byrjun sinna manna í DHL-höllinni í kvöld. Skýringin sé önnur. Keflvíkinga léku á alls oddi í fyrsta leikhluta gegn KR en í þeim öðrum vöknuðu heimamenn.

Körfubolti

Keflavíkurkonur komnar í úrslit - myndir

Kvennalið Keflavíkur tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með því að slá út Íslandsmeistara KR í DHL-höllinni í gærkvöldi. Keflavík vann tvo síðustu leikina og einvígið 3-1. Keflavík var að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2008 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið í fimmtánda sinn frá upphafi.

Körfubolti

Ingi Þór: Þroskastigið hjá sumum er ekki mjög hátt

"Við vorum of afslappaðir í stöðunni 16-1 og hættum að gera það sem við ætluðum að gera,“ sagið Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir 75-73 tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld. Ingi telur að Snæfell geti gert mun betur og hann er ekki svartsýnn þrátt fyrir að vera 1-0 undir gegn Stjörnunni í fimm leikja seríu.

Körfubolti