Körfubolti

Jakob tapaði naumlega í þriggja stiga skotkeppninni

Stjörnuleikurinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta fer fram í kvöld og þar verða þrír íslenskir leikmenn í aðalhlutverki: Hlynur Bæringsson, Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson. Stjörnuleikurinn fer fram í Sundsvall eða á heimavelli Hlyns og Jakobs.

Körfubolti

Stjörnuleikur NBA 2011 - myndasyrpa

Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í gær þar sem að lið Vesturdeildarinnar hafði betur gegn liði Austurdeildarinnar, 148-143. Leikurinn fór fram í Los Angeles og að venju voru Stjörnur bæði inni á vellinum og í áhorfendastæðunum. Ljósmyndarar AP náðu að venju glæsilegu sjónarhorni á leikinn og í myndasyrpunni má sjá brot af því helsta.

Körfubolti

Troðslukeppni NBA - myndasyrpa

Troðslukeppni NBA deildarinnar sem fram fór á laugardaginn í Los Angeles fer í sögubækurnar fyrir frumleika og tilþrif. Blake Griffin leikmaður Los Angeles Clippers sigraði í keppninni en hann þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. Myndasyrpan frá AP fréttastofunni segir meira en mörg orð.

Körfubolti

Blake Griffin troðslukóngurinn - myndband

Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, gerði sér lítið fyrir og sigraði troðslukeppni NBA í nótt en um þessar mundir fer fram svokölluð stjörnuhelgi í Los Angeles þar sem allir bestu leikmenn deildarinnar keppa í allskyns þrautum.

Körfubolti

TCU tapaði fyrir toppliðinu

Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig fyrir TCU sem tapaði fyrir BYU-háskólanum í toppslag Mountain West-riðilsins í bandaríska háskólaboltanum í gærkvöldi, 70-60.

Körfubolti

Ólafur: Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið

KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra.

Körfubolti

Fannar: Eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR

KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn.

Körfubolti

Hildur: Gaman að spila á móti Keflavík

Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum.

Körfubolti

Allir spá karlaliði KR sigri í dag

Fréttablaðið fékk fulltrúa frá liðum í Iceland Express deildum karla og kvenna til þess að spá fyrir um hverjir yrðu bikarmeistarar í Laugardalshöllinni í dag. Allir fimm sem spáðu í karlaleikinn spá KR sigri en þrír af fimm spá KR sigri í kvennaleiknum.

Körfubolti